Stytta verði reist af Neil Armstrong á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2013 19:59 Einn bandarísku Apollo-geimfaranna laumaði íslenskum 25-eyringi með sér í tunglferð og er hann sagður eini peningur mannkyns sem fór slíka ferð. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld hvatti ungur Húsvíkingur til þess að minnisvarði verði reistur í Þingeyjarsýslum um æfingar Neil Armstrongs og félaga á Íslandi fyrir tunglferðirnar. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Þegar Neil Armstrong lést í fyrra var rifjað upp að hann var í hópi Apollo-geimfaranna sem komu til Íslands til þjálfunar fyrir tunglferðirnar sögulegu. Ísland var eina landið utan Bandaríkjanna sem NASA notaði í þessu skyni og vill Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri á Húsavík, að Íslendingar geri meira úr hlutverki Íslands í tunglferðunum, en 9 af þeim 12 mönnum, sem lentu á tunglinu, komu hingað til lands til jarðfræðináms árin 1965 og 1967. Neil Armstrong með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í Herðubreiðarlindum árð 1967.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Svo vill til að varðveist hafa ýmsir munir frá Íslandsdvöl geimfaranna, til dæmis mataráhöldin sem þeir notuðu í Öskju, og spúnarnir sem Neil Armstrong notaði við veiðar í Laxá í Þingeyjarsýslu. Og skrín í eigu Péturs Guðmundssonar, fyrrverandi flugvallarstjóra Keflavíkurflugvallar, geymir eina peninginn sem farið hefur í tunglferð, íslenskan 25-eyring. Geimfarinn Bill Anders, sem kynnst hafði Pétri þegar hann gegndi hermennsku á Keflavíkurflugvelli, hafði fengið 25-eyringinn að gjöf frá þessum íslenska vini sínum og tók hann með í ferð Apollo 8 umhverfis tunglið.Neil Armstrong veiðir í Laxá í Mývatnssveit.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Örlygur Hnefill vill renna fleiri stoðum undir ferðaþjónustuna og ein hugmyndin er að gera Húsavík að miðstöð könnunarsögu. Tunglferðirnar séu einn þátturinn og tengist Þingeyjarsýslum og hvetur Örlygur til þess að minnisvarði verðir reistur um æfingar Apollo-geimfaranna, til dæmis stytta af Neil Armstrong í tungllandslagi á Íslandi.Armstrong og félagar snæða nesti í Öskju ásamt jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni.Tveimur árum eftir að þessar myndir voru teknar á Íslandi steig Neil Armstrong, fyrstur manna, fæti á tunglið.Geimfaraefnin við Grjótagjá í Mývatnssveit sumarið 1967. Geimurinn Norðurþing Um land allt Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Einn bandarísku Apollo-geimfaranna laumaði íslenskum 25-eyringi með sér í tunglferð og er hann sagður eini peningur mannkyns sem fór slíka ferð. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld hvatti ungur Húsvíkingur til þess að minnisvarði verði reistur í Þingeyjarsýslum um æfingar Neil Armstrongs og félaga á Íslandi fyrir tunglferðirnar. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Þegar Neil Armstrong lést í fyrra var rifjað upp að hann var í hópi Apollo-geimfaranna sem komu til Íslands til þjálfunar fyrir tunglferðirnar sögulegu. Ísland var eina landið utan Bandaríkjanna sem NASA notaði í þessu skyni og vill Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri á Húsavík, að Íslendingar geri meira úr hlutverki Íslands í tunglferðunum, en 9 af þeim 12 mönnum, sem lentu á tunglinu, komu hingað til lands til jarðfræðináms árin 1965 og 1967. Neil Armstrong með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í Herðubreiðarlindum árð 1967.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Svo vill til að varðveist hafa ýmsir munir frá Íslandsdvöl geimfaranna, til dæmis mataráhöldin sem þeir notuðu í Öskju, og spúnarnir sem Neil Armstrong notaði við veiðar í Laxá í Þingeyjarsýslu. Og skrín í eigu Péturs Guðmundssonar, fyrrverandi flugvallarstjóra Keflavíkurflugvallar, geymir eina peninginn sem farið hefur í tunglferð, íslenskan 25-eyring. Geimfarinn Bill Anders, sem kynnst hafði Pétri þegar hann gegndi hermennsku á Keflavíkurflugvelli, hafði fengið 25-eyringinn að gjöf frá þessum íslenska vini sínum og tók hann með í ferð Apollo 8 umhverfis tunglið.Neil Armstrong veiðir í Laxá í Mývatnssveit.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Örlygur Hnefill vill renna fleiri stoðum undir ferðaþjónustuna og ein hugmyndin er að gera Húsavík að miðstöð könnunarsögu. Tunglferðirnar séu einn þátturinn og tengist Þingeyjarsýslum og hvetur Örlygur til þess að minnisvarði verðir reistur um æfingar Apollo-geimfaranna, til dæmis stytta af Neil Armstrong í tungllandslagi á Íslandi.Armstrong og félagar snæða nesti í Öskju ásamt jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni.Tveimur árum eftir að þessar myndir voru teknar á Íslandi steig Neil Armstrong, fyrstur manna, fæti á tunglið.Geimfaraefnin við Grjótagjá í Mývatnssveit sumarið 1967.
Geimurinn Norðurþing Um land allt Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira