Telur samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ósennilegt Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. mars 2013 23:08 Varaformaður Samfylkingarinnar telur stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn ósennilegt ef flokkurinn gerir skýlausa kröfu um að aðildarviðræðum við ESB verði ekki haldið áfram nema að lokinni sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún segir samstarf til miðju og vinstri vera fyrsta valkost að loknum kosningum. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru aftur orðnir turnarnir tveir í íslenskum stjórnmálum, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á Föstudag mældust þessir tveir flokkar með samanlagt 55 prósenta fylgi. Eins og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið að þróast að undanförnu er talið nær útilokað að hægt verði að mynda tveggja flokka stjórn án þátttöku flokksins, en hann hefur verið að mælast með 28-37 prósenta fylgi í könnunum síðustu mánuði. Þess skal getið að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ávallt með meira fylgi í könnunum en í kosningum, öfugt við Framsóknarflokkinn. Í ljósi ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál, þar sem flokkurinn ályktaði að hætta bæri viðræðum við ESB, er eðlilegt að menn spyrji hvort Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin geti yfirleitt starfað saman að loknum kosningum. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir orðrétt: „(A)ðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Samfylkingarinnar er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Hvað myndi Katrín segja ef Sjálfstæðisflokkurinn byði Samfylkingunni í ríkisstjórn gegn því að fara í sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er spurning hvort maður hafi ekki annað val sem fyrsta val. Og fyrsta val er ekki að fara í viðræður við þá sem hafa algjörlega lokað á það að halda þessum Evrópuleiðangri áfram."Er þá ekki fyrsta val Björt framtíð og Vinstri grænir? „Ég hef sagt áður að fyrsta val er að starfa með miðju og til vinstri." Katrín segist ekki getað talað fyrir starfsbræður sína í þingflokki Samfylkingarinnar en segjast telja ósennilegt að sátt myndi skapast í þingflokknum um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.En er eitthvað að óttast í þeim efnum, þ.e að halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Það er í raun og veru ekkert að óttast í sjálfu sér en mér þykir eðlilegra að fólk fái að kjósa um einhverja niðurstöðu. Að fólk hafi eitthvað fyrir framan sig sem það er að kjósa um," segir Katrín Júlíusdóttir í Klinkinu. Kosningar 2013 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Varaformaður Samfylkingarinnar telur stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn ósennilegt ef flokkurinn gerir skýlausa kröfu um að aðildarviðræðum við ESB verði ekki haldið áfram nema að lokinni sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún segir samstarf til miðju og vinstri vera fyrsta valkost að loknum kosningum. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru aftur orðnir turnarnir tveir í íslenskum stjórnmálum, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á Föstudag mældust þessir tveir flokkar með samanlagt 55 prósenta fylgi. Eins og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið að þróast að undanförnu er talið nær útilokað að hægt verði að mynda tveggja flokka stjórn án þátttöku flokksins, en hann hefur verið að mælast með 28-37 prósenta fylgi í könnunum síðustu mánuði. Þess skal getið að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ávallt með meira fylgi í könnunum en í kosningum, öfugt við Framsóknarflokkinn. Í ljósi ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál, þar sem flokkurinn ályktaði að hætta bæri viðræðum við ESB, er eðlilegt að menn spyrji hvort Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin geti yfirleitt starfað saman að loknum kosningum. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir orðrétt: „(A)ðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Samfylkingarinnar er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Hvað myndi Katrín segja ef Sjálfstæðisflokkurinn byði Samfylkingunni í ríkisstjórn gegn því að fara í sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er spurning hvort maður hafi ekki annað val sem fyrsta val. Og fyrsta val er ekki að fara í viðræður við þá sem hafa algjörlega lokað á það að halda þessum Evrópuleiðangri áfram."Er þá ekki fyrsta val Björt framtíð og Vinstri grænir? „Ég hef sagt áður að fyrsta val er að starfa með miðju og til vinstri." Katrín segist ekki getað talað fyrir starfsbræður sína í þingflokki Samfylkingarinnar en segjast telja ósennilegt að sátt myndi skapast í þingflokknum um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.En er eitthvað að óttast í þeim efnum, þ.e að halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Það er í raun og veru ekkert að óttast í sjálfu sér en mér þykir eðlilegra að fólk fái að kjósa um einhverja niðurstöðu. Að fólk hafi eitthvað fyrir framan sig sem það er að kjósa um," segir Katrín Júlíusdóttir í Klinkinu.
Kosningar 2013 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira