Telur samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ósennilegt Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. mars 2013 23:08 Varaformaður Samfylkingarinnar telur stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn ósennilegt ef flokkurinn gerir skýlausa kröfu um að aðildarviðræðum við ESB verði ekki haldið áfram nema að lokinni sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún segir samstarf til miðju og vinstri vera fyrsta valkost að loknum kosningum. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru aftur orðnir turnarnir tveir í íslenskum stjórnmálum, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á Föstudag mældust þessir tveir flokkar með samanlagt 55 prósenta fylgi. Eins og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið að þróast að undanförnu er talið nær útilokað að hægt verði að mynda tveggja flokka stjórn án þátttöku flokksins, en hann hefur verið að mælast með 28-37 prósenta fylgi í könnunum síðustu mánuði. Þess skal getið að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ávallt með meira fylgi í könnunum en í kosningum, öfugt við Framsóknarflokkinn. Í ljósi ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál, þar sem flokkurinn ályktaði að hætta bæri viðræðum við ESB, er eðlilegt að menn spyrji hvort Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin geti yfirleitt starfað saman að loknum kosningum. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir orðrétt: „(A)ðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Samfylkingarinnar er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Hvað myndi Katrín segja ef Sjálfstæðisflokkurinn byði Samfylkingunni í ríkisstjórn gegn því að fara í sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er spurning hvort maður hafi ekki annað val sem fyrsta val. Og fyrsta val er ekki að fara í viðræður við þá sem hafa algjörlega lokað á það að halda þessum Evrópuleiðangri áfram."Er þá ekki fyrsta val Björt framtíð og Vinstri grænir? „Ég hef sagt áður að fyrsta val er að starfa með miðju og til vinstri." Katrín segist ekki getað talað fyrir starfsbræður sína í þingflokki Samfylkingarinnar en segjast telja ósennilegt að sátt myndi skapast í þingflokknum um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.En er eitthvað að óttast í þeim efnum, þ.e að halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Það er í raun og veru ekkert að óttast í sjálfu sér en mér þykir eðlilegra að fólk fái að kjósa um einhverja niðurstöðu. Að fólk hafi eitthvað fyrir framan sig sem það er að kjósa um," segir Katrín Júlíusdóttir í Klinkinu. Kosningar 2013 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Varaformaður Samfylkingarinnar telur stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn ósennilegt ef flokkurinn gerir skýlausa kröfu um að aðildarviðræðum við ESB verði ekki haldið áfram nema að lokinni sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún segir samstarf til miðju og vinstri vera fyrsta valkost að loknum kosningum. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru aftur orðnir turnarnir tveir í íslenskum stjórnmálum, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á Föstudag mældust þessir tveir flokkar með samanlagt 55 prósenta fylgi. Eins og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið að þróast að undanförnu er talið nær útilokað að hægt verði að mynda tveggja flokka stjórn án þátttöku flokksins, en hann hefur verið að mælast með 28-37 prósenta fylgi í könnunum síðustu mánuði. Þess skal getið að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ávallt með meira fylgi í könnunum en í kosningum, öfugt við Framsóknarflokkinn. Í ljósi ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál, þar sem flokkurinn ályktaði að hætta bæri viðræðum við ESB, er eðlilegt að menn spyrji hvort Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin geti yfirleitt starfað saman að loknum kosningum. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir orðrétt: „(A)ðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Samfylkingarinnar er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Hvað myndi Katrín segja ef Sjálfstæðisflokkurinn byði Samfylkingunni í ríkisstjórn gegn því að fara í sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er spurning hvort maður hafi ekki annað val sem fyrsta val. Og fyrsta val er ekki að fara í viðræður við þá sem hafa algjörlega lokað á það að halda þessum Evrópuleiðangri áfram."Er þá ekki fyrsta val Björt framtíð og Vinstri grænir? „Ég hef sagt áður að fyrsta val er að starfa með miðju og til vinstri." Katrín segist ekki getað talað fyrir starfsbræður sína í þingflokki Samfylkingarinnar en segjast telja ósennilegt að sátt myndi skapast í þingflokknum um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.En er eitthvað að óttast í þeim efnum, þ.e að halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Það er í raun og veru ekkert að óttast í sjálfu sér en mér þykir eðlilegra að fólk fái að kjósa um einhverja niðurstöðu. Að fólk hafi eitthvað fyrir framan sig sem það er að kjósa um," segir Katrín Júlíusdóttir í Klinkinu.
Kosningar 2013 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira