Segir Sigurð hafa komið rannsókninni efnislega af stað 21. febrúar 2013 11:38 Björgvin G. Sigurðsson. Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir skýrslugjöf Sigurðar Inga Þórðarsonar varpa skýrara ljósi á málsatvik er tengjast stóra FBI-málinu svokallaða. Nefndin kannar málið þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afturkallaði svokallaða réttarbeiðni FBI mannanna þegar þeir voru hér á landi sumarið 2011. Ögmundur leit svo á að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks á fölskum forsendum. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari segja rannsóknina á Wikileaks þó sömu lögreglurannsókn og þá sem tengdist tölvuárásinni, og upprunalega beiðnin snérist um. Þarna er því ákveðinn meiningarmunur á milli ráðuneytis og embættismannanna. Björgvin segir skýrslu Sigurðar meðal annars varpa ljósi á uppruna málsins, „hann setti sig í samband við bandaríska sendiráðið og bandarísku alríkislögregluna og kom málinu efnislega af stað," segir Björgvin í samtali við fréttastofu og vísar til þess að Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendiráðinu í júní árið 2011 og hélt því fram að hann byggi yfir upplýsingum um yfirvofandi tölvuárás Lulzec hópsins svokallaða, sem átti að beinast að stjórnarráðinu. Í kjölfarið samþykkti innanríkisráðuneytið réttarbeiðni handa fulltrúum FBI til þess að athafna sig hér á landi. Þá voru allar tölvuvarnir stórefldar eins og fram kom í máli Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra, þegar nefndin kom síðasta saman. Hann sagðist þá trúa því að árásinni hefði verið afstýrt. Björgvin segir vitnisburð Sigurðar sýna það með enn skýrari hætti að starfsmenn FBI hefðu verið hér á fölskum forsendum þegar þeir tóku fjölmörg viðtöl við Sigurð hér á landi í ágúst sumarið 2011. Björgvin áréttaði einnig að Sigurður hefði afþakkað aðstoð íslenskra yfirvalda vegna þessara viðtala sem tóku tugi klukkustunda og áttu sér stað víðsvega um heiminn að sögn Björgvins. Björgvin segir Sigurð ennfremur hafa staðfest það sem Ögmundur sagði á Alþingi, og Vísir hafði áður greint frá, að bandaríska alríkislögreglan hefði reynt að nota hann sem tálbeitu gegn Wikileaks. Björgvin bætti svo við að hann teldi að Ögmundur hefði brugðist hárrétt við í málinu með því að endurnýja ekki réttarbeiðnina. Þá telur hann ekki að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli ráðuneytisins og ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Þess má geta að rannsóknin vegna tölvuárásarinnar er enn í rannsókn hjá ríkislögreglustjóra. Mál Sigga hakkara Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir skýrslugjöf Sigurðar Inga Þórðarsonar varpa skýrara ljósi á málsatvik er tengjast stóra FBI-málinu svokallaða. Nefndin kannar málið þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afturkallaði svokallaða réttarbeiðni FBI mannanna þegar þeir voru hér á landi sumarið 2011. Ögmundur leit svo á að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks á fölskum forsendum. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari segja rannsóknina á Wikileaks þó sömu lögreglurannsókn og þá sem tengdist tölvuárásinni, og upprunalega beiðnin snérist um. Þarna er því ákveðinn meiningarmunur á milli ráðuneytis og embættismannanna. Björgvin segir skýrslu Sigurðar meðal annars varpa ljósi á uppruna málsins, „hann setti sig í samband við bandaríska sendiráðið og bandarísku alríkislögregluna og kom málinu efnislega af stað," segir Björgvin í samtali við fréttastofu og vísar til þess að Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendiráðinu í júní árið 2011 og hélt því fram að hann byggi yfir upplýsingum um yfirvofandi tölvuárás Lulzec hópsins svokallaða, sem átti að beinast að stjórnarráðinu. Í kjölfarið samþykkti innanríkisráðuneytið réttarbeiðni handa fulltrúum FBI til þess að athafna sig hér á landi. Þá voru allar tölvuvarnir stórefldar eins og fram kom í máli Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra, þegar nefndin kom síðasta saman. Hann sagðist þá trúa því að árásinni hefði verið afstýrt. Björgvin segir vitnisburð Sigurðar sýna það með enn skýrari hætti að starfsmenn FBI hefðu verið hér á fölskum forsendum þegar þeir tóku fjölmörg viðtöl við Sigurð hér á landi í ágúst sumarið 2011. Björgvin áréttaði einnig að Sigurður hefði afþakkað aðstoð íslenskra yfirvalda vegna þessara viðtala sem tóku tugi klukkustunda og áttu sér stað víðsvega um heiminn að sögn Björgvins. Björgvin segir Sigurð ennfremur hafa staðfest það sem Ögmundur sagði á Alþingi, og Vísir hafði áður greint frá, að bandaríska alríkislögreglan hefði reynt að nota hann sem tálbeitu gegn Wikileaks. Björgvin bætti svo við að hann teldi að Ögmundur hefði brugðist hárrétt við í málinu með því að endurnýja ekki réttarbeiðnina. Þá telur hann ekki að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli ráðuneytisins og ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Þess má geta að rannsóknin vegna tölvuárásarinnar er enn í rannsókn hjá ríkislögreglustjóra.
Mál Sigga hakkara Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira