Fá loksins útskrift af símtalinu fræga: „Vonandi fáum við að vita hvers vegna þetta var gert" 21. febrúar 2013 17:32 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri. Seðlabankinn hefur boðið fjárlaganefnd Alþingis að upplýsa nefndina um hvað fór á milli Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra í símtali í aðdraganda þess að Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 80 milljarða tveimur dögum fyrir hrun bankans. Þetta segir Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, í samtali við fréttastofu en engin svör fengust frá Seðlabanka Íslands vegna málsins, þegar eftir því var leitað nú síðdegis. Björn Valur tilkynnti í vikunni að nefndin ætlaði að birta skýrslu um samskipti sín við Seðlabankann vegna þessa máls, en þrátt fyrir ítrekaðar óskir nefndarinnar hefur Seðlabankinn ekki orðið við óskum hennar um að fá útskrift af þessu símtali, en bankinn á hljóðupptöku af samtali Davíðs og Geirs. „Ég hef ekki hugmynd um afhverju þeir gera þetta núna því við erum búnir að biðja um þetta síðan í mars í fyrra - þeir hafa alltaf neitað þessu og verið með ýmsa útúrsnúninga og hártoganir," segir Björn Valur. „Okkur var boðið að fá að lesa útskrift af þessu símtali." „Við höfum orð núverandi seðlabankastjóra fyrir því að þessir tveir náungar [innsk.blm. Davíð og Geir] hafi haft með sér samráð varðandi þessa lánveitingu," segir hann. „Ég er bara að vonast til þess að við fáum að vita hvers vegna þetta var gert, að 80 milljörðum var ráðstafað í hraði með þessum hætti, gegn lánareglum bankans og án tryggðra veða, daginn sem sem bankakerfið á Íslandi hrundi," segir Björn. Fjárlaganefnd mun hittast strax eftir helgi og segir Björn Valur að hann eigi von á því að nefndin lesi afritið yfir þar. Framhaldið sé óljóst þar til fjárlaganefndin hefur lesið útskriftina. Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008, tveimur dögum fyrir hrun bankans. Í vitnaleiðslum vegna Landsdóms í fyrra kom fram að upptaka af samtali Davíðs og Geirs um lánið væri til og óskuðu fjárlaganefnd og efnahags- og viðskitpanefnd eftir afriti af símtalinu - en án árangurs.Smugan greindi fyrst frá málinu í dag. Landsdómur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Seðlabankinn hefur boðið fjárlaganefnd Alþingis að upplýsa nefndina um hvað fór á milli Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra í símtali í aðdraganda þess að Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 80 milljarða tveimur dögum fyrir hrun bankans. Þetta segir Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, í samtali við fréttastofu en engin svör fengust frá Seðlabanka Íslands vegna málsins, þegar eftir því var leitað nú síðdegis. Björn Valur tilkynnti í vikunni að nefndin ætlaði að birta skýrslu um samskipti sín við Seðlabankann vegna þessa máls, en þrátt fyrir ítrekaðar óskir nefndarinnar hefur Seðlabankinn ekki orðið við óskum hennar um að fá útskrift af þessu símtali, en bankinn á hljóðupptöku af samtali Davíðs og Geirs. „Ég hef ekki hugmynd um afhverju þeir gera þetta núna því við erum búnir að biðja um þetta síðan í mars í fyrra - þeir hafa alltaf neitað þessu og verið með ýmsa útúrsnúninga og hártoganir," segir Björn Valur. „Okkur var boðið að fá að lesa útskrift af þessu símtali." „Við höfum orð núverandi seðlabankastjóra fyrir því að þessir tveir náungar [innsk.blm. Davíð og Geir] hafi haft með sér samráð varðandi þessa lánveitingu," segir hann. „Ég er bara að vonast til þess að við fáum að vita hvers vegna þetta var gert, að 80 milljörðum var ráðstafað í hraði með þessum hætti, gegn lánareglum bankans og án tryggðra veða, daginn sem sem bankakerfið á Íslandi hrundi," segir Björn. Fjárlaganefnd mun hittast strax eftir helgi og segir Björn Valur að hann eigi von á því að nefndin lesi afritið yfir þar. Framhaldið sé óljóst þar til fjárlaganefndin hefur lesið útskriftina. Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008, tveimur dögum fyrir hrun bankans. Í vitnaleiðslum vegna Landsdóms í fyrra kom fram að upptaka af samtali Davíðs og Geirs um lánið væri til og óskuðu fjárlaganefnd og efnahags- og viðskitpanefnd eftir afriti af símtalinu - en án árangurs.Smugan greindi fyrst frá málinu í dag.
Landsdómur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira