David Cameron: Bretum er betur borgið innan ESB Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2013 09:36 David Cameron fyrir utan Downing-stræti 10. Nordicphotos/Getty David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir þjóð sinni betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Hann segir þó vaxandi hluta landsmanna vilja gera breytingar á aðildarsamningnum. Reiknað er með því að Cameron flytji ræðu síðar í mánuðinum um stöðu Breta og afstöðu til Evrópusambandsins. Í viðtali við sjónvarpsþáttinn Daybreak á ITV í morgun sagðist Cameron telja Bretum best borgið innan ESB. Hann taldi þó stöðuga fjölgun í hópi þeirra sem vilja endurskoða forsendur aðildar. „Ég tel okkur betur borgið innan Evrópusambandsins," sagði Cameron að því er Guardian greinir frá. „Við erum viðskiptaþjóð og þurfum af þeim sökum að vera á sameiginlega markaðnum. Við viljum ekki aðeins selja vörur innan Evrópu heldur viljum við eiga sæti við borðið og koma að reglusetningu. Hvorki ég né hinn almenni borgari í Bretlandi er ánægður með núverandi samband landsins við sambandið," sagði forsætisráðherrann. Cameron segir Evrópusambandið breytast dag frá degi vegna sameiginlega gjaldmiðilsins, evrunnar. „Gjaldmiðilinnn knýr breytingarnar áfram. Við erum ekki aðili að myntbandalaginu og verðum það aldrei, að minnsta kosti ekki á meðan ég er forsætisráðherra. Við getum því nýtt breytingartímana til þess að ganga úr skugga um að samband okkar við Evrópusambandið nýtist okkur betur. Við eigum að vera viss um að breskur almenningur fái það sem hjarta þeirra þráir." Cameron er sagður undir töluverðum þrýstingi frá þeim hluta flokksbræðra sinna í Íhaldsflokkum sem vill að Bretar segi sig úr Evrópusambandinu. Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir þjóð sinni betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Hann segir þó vaxandi hluta landsmanna vilja gera breytingar á aðildarsamningnum. Reiknað er með því að Cameron flytji ræðu síðar í mánuðinum um stöðu Breta og afstöðu til Evrópusambandsins. Í viðtali við sjónvarpsþáttinn Daybreak á ITV í morgun sagðist Cameron telja Bretum best borgið innan ESB. Hann taldi þó stöðuga fjölgun í hópi þeirra sem vilja endurskoða forsendur aðildar. „Ég tel okkur betur borgið innan Evrópusambandsins," sagði Cameron að því er Guardian greinir frá. „Við erum viðskiptaþjóð og þurfum af þeim sökum að vera á sameiginlega markaðnum. Við viljum ekki aðeins selja vörur innan Evrópu heldur viljum við eiga sæti við borðið og koma að reglusetningu. Hvorki ég né hinn almenni borgari í Bretlandi er ánægður með núverandi samband landsins við sambandið," sagði forsætisráðherrann. Cameron segir Evrópusambandið breytast dag frá degi vegna sameiginlega gjaldmiðilsins, evrunnar. „Gjaldmiðilinnn knýr breytingarnar áfram. Við erum ekki aðili að myntbandalaginu og verðum það aldrei, að minnsta kosti ekki á meðan ég er forsætisráðherra. Við getum því nýtt breytingartímana til þess að ganga úr skugga um að samband okkar við Evrópusambandið nýtist okkur betur. Við eigum að vera viss um að breskur almenningur fái það sem hjarta þeirra þráir." Cameron er sagður undir töluverðum þrýstingi frá þeim hluta flokksbræðra sinna í Íhaldsflokkum sem vill að Bretar segi sig úr Evrópusambandinu.
Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira