Allir að hamra inn nagla Pawel Bartoszek skrifar 21. desember 2012 06:00 Ég er aurvaldssinni. Það er svona míní-auðvaldssinni. Mér finnst það ekki endilega óendanlega magnað að til sé fólk sem hefur orðið ríkt af því að breyta rafmagni í ál eða fundið olíu og tekist að selja hana. Ekki að segja að það sé eitthvað sem „allir geta" eða að þeir sem það geri séu vont fólk. En það er ekki í frumframleiðslunni sem sköpunarkraftur hins frjálsa markaðar kemur hvað skýrast fram. Jafnvel í ömurlegu, miðstýrðu hagkerfi gæti einhver líkegast framleitt ál og grætt á því. Öllu merkilegra er þegar menn breyta engu í eitthvað. Að einhver skyldi geta fengið pening fyrir að teikna klúrar spýtukallamyndir, semja tónlist eða halda uppi bloggi, það er virkilega merkilegt. Allir sem reynt hafa að fá pening fyrir að gera eitthvað sniðugt með hausnum vita að það er fáranlega erfitt. Enn erfiðara er að fá nóg til að geta lifað af því, hvað þá að fá nógu mikið til að verða ríkur (og þá sjálfkrafa öfundaður fyrir að fá borgað fyrir að „gera ekki neitt"). Hilla hátt uppi Nái menn einhverjum vinsældum fylgir þeim þó gjarnan ákveðin virðing. En sú hilla liggur hátt uppi. Úti um allt er fullt af fólki sem er ekki jafnsniðugt og Hugleikur og er ekki með jafngrípandi lag og Of Monsters and Men en er samt að reyna og mætir oft takmörkuðum skilningi. Ég er ekki endilega að tala um að ríkið vilji ekki gefa þessum frumkvöðlum nógu mikinn pening (eins og oft er átt við þegar „takmarkaðan skilning" ber á góma). Ég á við að samborgarar þessa fólks viðurkenna stundum ekki að það sem þeir gera sé yfirhöfuð vinna. Það birtist með ýmsum hætti. Tökum dæmi. Grafískur hönnuður er beðinn um að hanna heimasíðu. Líklegt er að hann sé spurður 1. hvort hann vilji gera það frítt 2. hvort hann taki virkilega svona mikið fyrir þetta 3. hvort hann geti virkilega ekki gert þetta frítt, heimasíðan er ekki fyrir neitt gróðafélag og hann fær góða auglýsingu út á þetta 4. hvort hann geti ekki komið með nokkrar hugmyndir sem síðan verður valið úr 5. hvort það þurfi samt að borga honum ef þetta verður ljótt 6. hvort hann muni ekki örugglega líka hanna lógóið, gera fullt af öðrum hlutum og hvort það kosti nokkuð aukalega. Frítt parkett Setjum nú upp sama dæmið með parkettlagningarmanni. Myndu menn biðja hann um að vinna vinnu sína frítt? Myndu menn spyrja hann hvort þeir þyrftu að borga ef þeim fyndist parkettið ljótt? Myndu menn, eftir að verkinu er lokið, biðja um að fá að sjá hvernig þetta lítur út með öðru gólfefni? Myndu menn svo biðja hann um að bæta við parketti í svefnherbergið nokkrum mánuðum síðar og vera hissa á því að það kosti meira? Nú er auðvitað ekki útilokað að iðnaðarmenn lendi í einhverju af þessu. Til dæmis að kúnnar borgi ekki ef þeir eru ósáttir. En það er síður algengt að menn hringi í iðnaðarmann, biðji hann um að gera eitthvað og geri ráð fyrir að honum mistakist það. Iðnaðarmaðurinn er líka síður líklegur til að vera reglulega beðinn um að leggja frítt parkett hjá hinum og þessum með þeim orðum að þetta sé allt rosalega „góð auglýsing fyrir hann". Þetta er enn augljósara með hráefni. Myndi einhver labba út í búð, sjá hillu fulla af hveiti og spyrja hvort hann mætti ekki kippa með sér einum pakka, án þess að borga, því „það virðist vera nóg til"? Varla. Fólk skilur að hráefni kostar. Fólk skilur líka að vinna kostar en sumir skilja það minna og minna eftir því sem vinnan er minna líkamleg. Auðvitað er það ekki algilt. Ef enginn vildi borga fólki fyrir að breyta engu í eitthvað mundi enginn gera neitt af slíku. Raunin er sem betur fer önnur. En stundum þegar ég horfi á suma stjórnmálamenn tala fæ ég þessa tilfinningu: Að sumum finnist engin verðmæti verða til nema einhver sveifli skóflu eða hamri nagla í vegg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Ég er aurvaldssinni. Það er svona míní-auðvaldssinni. Mér finnst það ekki endilega óendanlega magnað að til sé fólk sem hefur orðið ríkt af því að breyta rafmagni í ál eða fundið olíu og tekist að selja hana. Ekki að segja að það sé eitthvað sem „allir geta" eða að þeir sem það geri séu vont fólk. En það er ekki í frumframleiðslunni sem sköpunarkraftur hins frjálsa markaðar kemur hvað skýrast fram. Jafnvel í ömurlegu, miðstýrðu hagkerfi gæti einhver líkegast framleitt ál og grætt á því. Öllu merkilegra er þegar menn breyta engu í eitthvað. Að einhver skyldi geta fengið pening fyrir að teikna klúrar spýtukallamyndir, semja tónlist eða halda uppi bloggi, það er virkilega merkilegt. Allir sem reynt hafa að fá pening fyrir að gera eitthvað sniðugt með hausnum vita að það er fáranlega erfitt. Enn erfiðara er að fá nóg til að geta lifað af því, hvað þá að fá nógu mikið til að verða ríkur (og þá sjálfkrafa öfundaður fyrir að fá borgað fyrir að „gera ekki neitt"). Hilla hátt uppi Nái menn einhverjum vinsældum fylgir þeim þó gjarnan ákveðin virðing. En sú hilla liggur hátt uppi. Úti um allt er fullt af fólki sem er ekki jafnsniðugt og Hugleikur og er ekki með jafngrípandi lag og Of Monsters and Men en er samt að reyna og mætir oft takmörkuðum skilningi. Ég er ekki endilega að tala um að ríkið vilji ekki gefa þessum frumkvöðlum nógu mikinn pening (eins og oft er átt við þegar „takmarkaðan skilning" ber á góma). Ég á við að samborgarar þessa fólks viðurkenna stundum ekki að það sem þeir gera sé yfirhöfuð vinna. Það birtist með ýmsum hætti. Tökum dæmi. Grafískur hönnuður er beðinn um að hanna heimasíðu. Líklegt er að hann sé spurður 1. hvort hann vilji gera það frítt 2. hvort hann taki virkilega svona mikið fyrir þetta 3. hvort hann geti virkilega ekki gert þetta frítt, heimasíðan er ekki fyrir neitt gróðafélag og hann fær góða auglýsingu út á þetta 4. hvort hann geti ekki komið með nokkrar hugmyndir sem síðan verður valið úr 5. hvort það þurfi samt að borga honum ef þetta verður ljótt 6. hvort hann muni ekki örugglega líka hanna lógóið, gera fullt af öðrum hlutum og hvort það kosti nokkuð aukalega. Frítt parkett Setjum nú upp sama dæmið með parkettlagningarmanni. Myndu menn biðja hann um að vinna vinnu sína frítt? Myndu menn spyrja hann hvort þeir þyrftu að borga ef þeim fyndist parkettið ljótt? Myndu menn, eftir að verkinu er lokið, biðja um að fá að sjá hvernig þetta lítur út með öðru gólfefni? Myndu menn svo biðja hann um að bæta við parketti í svefnherbergið nokkrum mánuðum síðar og vera hissa á því að það kosti meira? Nú er auðvitað ekki útilokað að iðnaðarmenn lendi í einhverju af þessu. Til dæmis að kúnnar borgi ekki ef þeir eru ósáttir. En það er síður algengt að menn hringi í iðnaðarmann, biðji hann um að gera eitthvað og geri ráð fyrir að honum mistakist það. Iðnaðarmaðurinn er líka síður líklegur til að vera reglulega beðinn um að leggja frítt parkett hjá hinum og þessum með þeim orðum að þetta sé allt rosalega „góð auglýsing fyrir hann". Þetta er enn augljósara með hráefni. Myndi einhver labba út í búð, sjá hillu fulla af hveiti og spyrja hvort hann mætti ekki kippa með sér einum pakka, án þess að borga, því „það virðist vera nóg til"? Varla. Fólk skilur að hráefni kostar. Fólk skilur líka að vinna kostar en sumir skilja það minna og minna eftir því sem vinnan er minna líkamleg. Auðvitað er það ekki algilt. Ef enginn vildi borga fólki fyrir að breyta engu í eitthvað mundi enginn gera neitt af slíku. Raunin er sem betur fer önnur. En stundum þegar ég horfi á suma stjórnmálamenn tala fæ ég þessa tilfinningu: Að sumum finnist engin verðmæti verða til nema einhver sveifli skóflu eða hamri nagla í vegg.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar