Allir að hamra inn nagla Pawel Bartoszek skrifar 21. desember 2012 06:00 Ég er aurvaldssinni. Það er svona míní-auðvaldssinni. Mér finnst það ekki endilega óendanlega magnað að til sé fólk sem hefur orðið ríkt af því að breyta rafmagni í ál eða fundið olíu og tekist að selja hana. Ekki að segja að það sé eitthvað sem „allir geta" eða að þeir sem það geri séu vont fólk. En það er ekki í frumframleiðslunni sem sköpunarkraftur hins frjálsa markaðar kemur hvað skýrast fram. Jafnvel í ömurlegu, miðstýrðu hagkerfi gæti einhver líkegast framleitt ál og grætt á því. Öllu merkilegra er þegar menn breyta engu í eitthvað. Að einhver skyldi geta fengið pening fyrir að teikna klúrar spýtukallamyndir, semja tónlist eða halda uppi bloggi, það er virkilega merkilegt. Allir sem reynt hafa að fá pening fyrir að gera eitthvað sniðugt með hausnum vita að það er fáranlega erfitt. Enn erfiðara er að fá nóg til að geta lifað af því, hvað þá að fá nógu mikið til að verða ríkur (og þá sjálfkrafa öfundaður fyrir að fá borgað fyrir að „gera ekki neitt"). Hilla hátt uppi Nái menn einhverjum vinsældum fylgir þeim þó gjarnan ákveðin virðing. En sú hilla liggur hátt uppi. Úti um allt er fullt af fólki sem er ekki jafnsniðugt og Hugleikur og er ekki með jafngrípandi lag og Of Monsters and Men en er samt að reyna og mætir oft takmörkuðum skilningi. Ég er ekki endilega að tala um að ríkið vilji ekki gefa þessum frumkvöðlum nógu mikinn pening (eins og oft er átt við þegar „takmarkaðan skilning" ber á góma). Ég á við að samborgarar þessa fólks viðurkenna stundum ekki að það sem þeir gera sé yfirhöfuð vinna. Það birtist með ýmsum hætti. Tökum dæmi. Grafískur hönnuður er beðinn um að hanna heimasíðu. Líklegt er að hann sé spurður 1. hvort hann vilji gera það frítt 2. hvort hann taki virkilega svona mikið fyrir þetta 3. hvort hann geti virkilega ekki gert þetta frítt, heimasíðan er ekki fyrir neitt gróðafélag og hann fær góða auglýsingu út á þetta 4. hvort hann geti ekki komið með nokkrar hugmyndir sem síðan verður valið úr 5. hvort það þurfi samt að borga honum ef þetta verður ljótt 6. hvort hann muni ekki örugglega líka hanna lógóið, gera fullt af öðrum hlutum og hvort það kosti nokkuð aukalega. Frítt parkett Setjum nú upp sama dæmið með parkettlagningarmanni. Myndu menn biðja hann um að vinna vinnu sína frítt? Myndu menn spyrja hann hvort þeir þyrftu að borga ef þeim fyndist parkettið ljótt? Myndu menn, eftir að verkinu er lokið, biðja um að fá að sjá hvernig þetta lítur út með öðru gólfefni? Myndu menn svo biðja hann um að bæta við parketti í svefnherbergið nokkrum mánuðum síðar og vera hissa á því að það kosti meira? Nú er auðvitað ekki útilokað að iðnaðarmenn lendi í einhverju af þessu. Til dæmis að kúnnar borgi ekki ef þeir eru ósáttir. En það er síður algengt að menn hringi í iðnaðarmann, biðji hann um að gera eitthvað og geri ráð fyrir að honum mistakist það. Iðnaðarmaðurinn er líka síður líklegur til að vera reglulega beðinn um að leggja frítt parkett hjá hinum og þessum með þeim orðum að þetta sé allt rosalega „góð auglýsing fyrir hann". Þetta er enn augljósara með hráefni. Myndi einhver labba út í búð, sjá hillu fulla af hveiti og spyrja hvort hann mætti ekki kippa með sér einum pakka, án þess að borga, því „það virðist vera nóg til"? Varla. Fólk skilur að hráefni kostar. Fólk skilur líka að vinna kostar en sumir skilja það minna og minna eftir því sem vinnan er minna líkamleg. Auðvitað er það ekki algilt. Ef enginn vildi borga fólki fyrir að breyta engu í eitthvað mundi enginn gera neitt af slíku. Raunin er sem betur fer önnur. En stundum þegar ég horfi á suma stjórnmálamenn tala fæ ég þessa tilfinningu: Að sumum finnist engin verðmæti verða til nema einhver sveifli skóflu eða hamri nagla í vegg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Ég er aurvaldssinni. Það er svona míní-auðvaldssinni. Mér finnst það ekki endilega óendanlega magnað að til sé fólk sem hefur orðið ríkt af því að breyta rafmagni í ál eða fundið olíu og tekist að selja hana. Ekki að segja að það sé eitthvað sem „allir geta" eða að þeir sem það geri séu vont fólk. En það er ekki í frumframleiðslunni sem sköpunarkraftur hins frjálsa markaðar kemur hvað skýrast fram. Jafnvel í ömurlegu, miðstýrðu hagkerfi gæti einhver líkegast framleitt ál og grætt á því. Öllu merkilegra er þegar menn breyta engu í eitthvað. Að einhver skyldi geta fengið pening fyrir að teikna klúrar spýtukallamyndir, semja tónlist eða halda uppi bloggi, það er virkilega merkilegt. Allir sem reynt hafa að fá pening fyrir að gera eitthvað sniðugt með hausnum vita að það er fáranlega erfitt. Enn erfiðara er að fá nóg til að geta lifað af því, hvað þá að fá nógu mikið til að verða ríkur (og þá sjálfkrafa öfundaður fyrir að fá borgað fyrir að „gera ekki neitt"). Hilla hátt uppi Nái menn einhverjum vinsældum fylgir þeim þó gjarnan ákveðin virðing. En sú hilla liggur hátt uppi. Úti um allt er fullt af fólki sem er ekki jafnsniðugt og Hugleikur og er ekki með jafngrípandi lag og Of Monsters and Men en er samt að reyna og mætir oft takmörkuðum skilningi. Ég er ekki endilega að tala um að ríkið vilji ekki gefa þessum frumkvöðlum nógu mikinn pening (eins og oft er átt við þegar „takmarkaðan skilning" ber á góma). Ég á við að samborgarar þessa fólks viðurkenna stundum ekki að það sem þeir gera sé yfirhöfuð vinna. Það birtist með ýmsum hætti. Tökum dæmi. Grafískur hönnuður er beðinn um að hanna heimasíðu. Líklegt er að hann sé spurður 1. hvort hann vilji gera það frítt 2. hvort hann taki virkilega svona mikið fyrir þetta 3. hvort hann geti virkilega ekki gert þetta frítt, heimasíðan er ekki fyrir neitt gróðafélag og hann fær góða auglýsingu út á þetta 4. hvort hann geti ekki komið með nokkrar hugmyndir sem síðan verður valið úr 5. hvort það þurfi samt að borga honum ef þetta verður ljótt 6. hvort hann muni ekki örugglega líka hanna lógóið, gera fullt af öðrum hlutum og hvort það kosti nokkuð aukalega. Frítt parkett Setjum nú upp sama dæmið með parkettlagningarmanni. Myndu menn biðja hann um að vinna vinnu sína frítt? Myndu menn spyrja hann hvort þeir þyrftu að borga ef þeim fyndist parkettið ljótt? Myndu menn, eftir að verkinu er lokið, biðja um að fá að sjá hvernig þetta lítur út með öðru gólfefni? Myndu menn svo biðja hann um að bæta við parketti í svefnherbergið nokkrum mánuðum síðar og vera hissa á því að það kosti meira? Nú er auðvitað ekki útilokað að iðnaðarmenn lendi í einhverju af þessu. Til dæmis að kúnnar borgi ekki ef þeir eru ósáttir. En það er síður algengt að menn hringi í iðnaðarmann, biðji hann um að gera eitthvað og geri ráð fyrir að honum mistakist það. Iðnaðarmaðurinn er líka síður líklegur til að vera reglulega beðinn um að leggja frítt parkett hjá hinum og þessum með þeim orðum að þetta sé allt rosalega „góð auglýsing fyrir hann". Þetta er enn augljósara með hráefni. Myndi einhver labba út í búð, sjá hillu fulla af hveiti og spyrja hvort hann mætti ekki kippa með sér einum pakka, án þess að borga, því „það virðist vera nóg til"? Varla. Fólk skilur að hráefni kostar. Fólk skilur líka að vinna kostar en sumir skilja það minna og minna eftir því sem vinnan er minna líkamleg. Auðvitað er það ekki algilt. Ef enginn vildi borga fólki fyrir að breyta engu í eitthvað mundi enginn gera neitt af slíku. Raunin er sem betur fer önnur. En stundum þegar ég horfi á suma stjórnmálamenn tala fæ ég þessa tilfinningu: Að sumum finnist engin verðmæti verða til nema einhver sveifli skóflu eða hamri nagla í vegg.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar