Misskilningur verður blaðagrein Sigurður Erlingsson skrifar 21. desember 2012 06:00 Grein Hreiðars Más Hermannssonar í Fréttablaðinu þann 18. desember, „Þegar viðskipti verða fjárfesting", byggir að miklu leyti á þeim grundvallarmisskilningi að eignir Íbúðalánasjóðs eigi að leigja út á kostnaðarverði. Það er rangt, því slíkt hefur aldrei staðið til. Leiguverð Íbúðalánasjóðs fylgir markaðsverði á leigumarkaði, sem byggt er á upplýsingum úr þúsundum þinglýstra leigusamninga. Atriði í greininni sem þarfnast leiðréttingar lúta aðallega að eftirfarandi: Ÿ Íbúðalánasjóður er ekki gjaldþrota. Ÿ Íbúðalánasjóður hefur þegar heimild til að leigja út íbúðir. Stofnun félags er því ekki forsenda þess. Ÿ Leiguíbúðir Íbúðalánasjóðs eru og verða leigðar út á markaðsverði – ekki kostnaðarverði. Ÿ Í 750 af 880 leiguíbúðum sjóðsins búa fjölskyldur eða einstaklingar sem bjuggu í íbúðunum við nauðungarsölu. Ÿ Nýtt leigufélag verður tímabundið í eigu Íbúðalánasjóðs en samkvæmt lögum verður rekstur þess og stjórn fullkomlega aðskilin frá sjóðnum. Fullnustueignir Íbúðalánasjóðs eru hlutfallslega flestar á Suðurnesjum, en þar á sjóðurinn tæp 8% íbúða á svæðinu, ekki 20% eins og dæmisagan í greininni tiltekur. Íbúðalánasjóður hefur þurft að leysa til sín margar eignir frá hruni og 2.193 íbúðir eru nú í eigu sjóðsins. Unnið er faglega og lögum samkvæmt að því að leysa þann vanda fólks sem hægt er að leysa og bjarga þeim verðmætum sem hægt er að bjarga. Eignir eru skipulega undirbúnar og skráðar í sölu í gegnum fasteignasölur landsins, án þess að vera merktar sérstaklega. Við sölu eignanna er Íbúðalánasjóður ekki eingöngu að gæta eigin hagsmuna, því hærra söluverð eignar þýðir lægri skuld þess sem missti hana. Íbúðalánasjóður gerir sitt ýtrasta til að gæta jafnræðis og meðalhófs í öllum aðgerðum. Ómögulegt er að þóknast öllum sjónarmiðum, sem sést best á því að sjóðurinn hefur undanfarið fengið jöfnum höndum gagnrýni fyrir að leigja of lítið, að leigja of mikið, að selja of hratt og að selja of hægt. Eina svar starfsmanna Íbúðalánasjóðs við þessari gagnrýni úr öllum áttum er að ástunda fagmannleg og hlutlæg vinnubrögð við þetta verkefni, hér eftir sem hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Grein Hreiðars Más Hermannssonar í Fréttablaðinu þann 18. desember, „Þegar viðskipti verða fjárfesting", byggir að miklu leyti á þeim grundvallarmisskilningi að eignir Íbúðalánasjóðs eigi að leigja út á kostnaðarverði. Það er rangt, því slíkt hefur aldrei staðið til. Leiguverð Íbúðalánasjóðs fylgir markaðsverði á leigumarkaði, sem byggt er á upplýsingum úr þúsundum þinglýstra leigusamninga. Atriði í greininni sem þarfnast leiðréttingar lúta aðallega að eftirfarandi: Ÿ Íbúðalánasjóður er ekki gjaldþrota. Ÿ Íbúðalánasjóður hefur þegar heimild til að leigja út íbúðir. Stofnun félags er því ekki forsenda þess. Ÿ Leiguíbúðir Íbúðalánasjóðs eru og verða leigðar út á markaðsverði – ekki kostnaðarverði. Ÿ Í 750 af 880 leiguíbúðum sjóðsins búa fjölskyldur eða einstaklingar sem bjuggu í íbúðunum við nauðungarsölu. Ÿ Nýtt leigufélag verður tímabundið í eigu Íbúðalánasjóðs en samkvæmt lögum verður rekstur þess og stjórn fullkomlega aðskilin frá sjóðnum. Fullnustueignir Íbúðalánasjóðs eru hlutfallslega flestar á Suðurnesjum, en þar á sjóðurinn tæp 8% íbúða á svæðinu, ekki 20% eins og dæmisagan í greininni tiltekur. Íbúðalánasjóður hefur þurft að leysa til sín margar eignir frá hruni og 2.193 íbúðir eru nú í eigu sjóðsins. Unnið er faglega og lögum samkvæmt að því að leysa þann vanda fólks sem hægt er að leysa og bjarga þeim verðmætum sem hægt er að bjarga. Eignir eru skipulega undirbúnar og skráðar í sölu í gegnum fasteignasölur landsins, án þess að vera merktar sérstaklega. Við sölu eignanna er Íbúðalánasjóður ekki eingöngu að gæta eigin hagsmuna, því hærra söluverð eignar þýðir lægri skuld þess sem missti hana. Íbúðalánasjóður gerir sitt ýtrasta til að gæta jafnræðis og meðalhófs í öllum aðgerðum. Ómögulegt er að þóknast öllum sjónarmiðum, sem sést best á því að sjóðurinn hefur undanfarið fengið jöfnum höndum gagnrýni fyrir að leigja of lítið, að leigja of mikið, að selja of hratt og að selja of hægt. Eina svar starfsmanna Íbúðalánasjóðs við þessari gagnrýni úr öllum áttum er að ástunda fagmannleg og hlutlæg vinnubrögð við þetta verkefni, hér eftir sem hingað til.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun