Gagnlegir sögulærdómar 20. desember 2012 06:00 Árið 1956 var mynduð vinstrisinnuð ríkisstjórn á Íslandi undir forystu framsóknarmannsins Hermanns Jónassonar. Auk Framsóknarflokksins stóðu Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn að stjórninni; Sjálfstæðisflokkurinn einn var skilinn eftir í stjórnarandstöðu, eftir að hann hafði átt aðild að öllum ríkisstjórnum í tólf ár. Forseti Alþýðusambands Íslands varð ráðherra í stjórninni. Á tíma hennar fór verðbólga mjög vaxandi, og var því einkum kennt um að fullar vísitölubætur voru greiddar á laun; verðlagið hækkaði launin og launin hækkuðu verðlagið. Á árinu 1958 var svo komið að 1. desember áttu samningsbundin laun að hækka um 17% vegna verðlagshækkana. Forsætisráðherra fór fram á það við Alþýðusambandsþing að það féllist á að þessari launahækkun yrði frestað um mánuð meðan leitað væri lausna á þeim verðbólguvanda sem mundi leiða af hækkuninni. Lækkaði laun Um þetta synjaði Alþýðusambandið, ríkisstjórnin sagði af sér og við tók næstum 13 ára langt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, fyrst með minnihlutastjórn Alþýðuflokksins (sem var þá í litlum tengslum við verkalýðshreyfinguna), síðar með þriggja kjörtímabila langri setu viðreisnarstjórnarinnar þar sem sjálfstæðismenn voru í forsæti. Þessi meirihluti ekki aðeins bannaði vísitölubætur á laun; hann beinlínis lækkaði öll samningsbundin laun með lögum snemma árs 1959. Þetta var árangur Alþýðusambandsins af því að bregðast vinveittri ríkisstjórn. Í rúst Á árunum 1974–79 var Verkamannaflokkurinn við stjórn í Bretlandi. Þetta voru tímar verðbólgu og atvinnuleysis, og gekk á ýmsu um samstarf ríkisstjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna. Veturinn 1978–79 hefur verið kallaður vetur óánægjunnar í breskum stjórnmálum (með vísun í leikrit Shakespeares um Ríkharð þriðja), og fór svo árið 1979 að meirihluti kjósenda valdi Íhaldsflokkinn til að fara með stjórn ríkisins. Við tók Thatchertímabilið, tveggja áratuga valdatími Íhaldsins, sem notaði völd sín meðal annars til að leggja verkalýðshreyfinguna nánast í rúst, einhverja sterkustu og óbilgjörnustu verkalýðshreyfingu í heimi. Þetta hafði hún upp úr því að bregðast vinveittri ríkisstjórn. Skyldu Gylfi Arnbjörnsson og aðrir forystumenn í Alþýðusambandi Íslands þekkja þessi sögulegu dæmi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1956 var mynduð vinstrisinnuð ríkisstjórn á Íslandi undir forystu framsóknarmannsins Hermanns Jónassonar. Auk Framsóknarflokksins stóðu Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn að stjórninni; Sjálfstæðisflokkurinn einn var skilinn eftir í stjórnarandstöðu, eftir að hann hafði átt aðild að öllum ríkisstjórnum í tólf ár. Forseti Alþýðusambands Íslands varð ráðherra í stjórninni. Á tíma hennar fór verðbólga mjög vaxandi, og var því einkum kennt um að fullar vísitölubætur voru greiddar á laun; verðlagið hækkaði launin og launin hækkuðu verðlagið. Á árinu 1958 var svo komið að 1. desember áttu samningsbundin laun að hækka um 17% vegna verðlagshækkana. Forsætisráðherra fór fram á það við Alþýðusambandsþing að það féllist á að þessari launahækkun yrði frestað um mánuð meðan leitað væri lausna á þeim verðbólguvanda sem mundi leiða af hækkuninni. Lækkaði laun Um þetta synjaði Alþýðusambandið, ríkisstjórnin sagði af sér og við tók næstum 13 ára langt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, fyrst með minnihlutastjórn Alþýðuflokksins (sem var þá í litlum tengslum við verkalýðshreyfinguna), síðar með þriggja kjörtímabila langri setu viðreisnarstjórnarinnar þar sem sjálfstæðismenn voru í forsæti. Þessi meirihluti ekki aðeins bannaði vísitölubætur á laun; hann beinlínis lækkaði öll samningsbundin laun með lögum snemma árs 1959. Þetta var árangur Alþýðusambandsins af því að bregðast vinveittri ríkisstjórn. Í rúst Á árunum 1974–79 var Verkamannaflokkurinn við stjórn í Bretlandi. Þetta voru tímar verðbólgu og atvinnuleysis, og gekk á ýmsu um samstarf ríkisstjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna. Veturinn 1978–79 hefur verið kallaður vetur óánægjunnar í breskum stjórnmálum (með vísun í leikrit Shakespeares um Ríkharð þriðja), og fór svo árið 1979 að meirihluti kjósenda valdi Íhaldsflokkinn til að fara með stjórn ríkisins. Við tók Thatchertímabilið, tveggja áratuga valdatími Íhaldsins, sem notaði völd sín meðal annars til að leggja verkalýðshreyfinguna nánast í rúst, einhverja sterkustu og óbilgjörnustu verkalýðshreyfingu í heimi. Þetta hafði hún upp úr því að bregðast vinveittri ríkisstjórn. Skyldu Gylfi Arnbjörnsson og aðrir forystumenn í Alþýðusambandi Íslands þekkja þessi sögulegu dæmi?
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar