Bandalag stórfyrirtækja og verkalýðshreyfingar með samþykki allra stjórnmálaflokka 20. desember 2012 06:00 Við hrunið haustið 2008 keypti ég lítið fyrirtæki sem ég hef rekið síðan og gengið ágætlega. Á þeim tíma hef ég kynnst á eigin skinni hvernig bandalag verkalýðshreyfingarinnar og stórfyrirtækja (sem stjórna Samtökum atvinnulífsins) hafa búið til kerfi sem er óskilvirkt, óarðbært og hindrar efnahagslegar framfarir sem svo sár þörf er á, sérstaklega nú eftir hrun. Allir stjórnmálaflokkar hafa stutt bandalagið og styrkt það í sessi í gegnum tíðina, enda hagsmunir þeirra að viðhalda því vegna áhrifa í verkalýðsfélögum og félögum atvinnurekenda. Núverandi stjórn styður þetta bandalag af meiri eldmóð en allar fyrri ríkisstjórnir. Eðli bandalagsins Allir eru sammála um að ekki er hægt að lifa af töxtum kjarasamninga sem aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um. T.d. eru hæstu mánaðarlaun samkvæmt taxta sem sérhæfður starfsmaður í verslun fær kr. 215.179 og byrjunarlaun kr. 190.356. Í stað þess að fyrirtæki borgi hærri laun er hið opinbera í gegnum millifærslukerfi látið greiða þeim sem þiggja laun samkvæmt kjarasamningum bætur í alls konar formi til að þeir geti dregið fram lífið. Barnabætur, vaxta- og húsnæðisbætur eru dæmi um slíkar bætur en einnig eru mörg opinber gjöld tekjutengd í sama tilgangi. Þessu til viðbótar eru launagreiðendur og launþegar skyldaðir til að greiða stóran hluta launa í lífeyrissjóði sem bandalagið stjórnar og nýtur góðs af. Vinstri menn og verkalýðsfélögin eru býsna ánægð með þetta fyrirkomulag. Ánægðust eru þó, sýnist mér, stórfyrirtæki sem greiða eftir þessum töxtum. Ójöfn samkeppni Ég rek fyrirtæki þar sem vinna um 20 starfsmenn og mér dettur ekki í hug að bjóða laun samkvæmt taxta kjarasamninga. Sama held ég að gildi um flest lítil fyrirtæki. Stórfyrirtæki eru nánast þau einu sem greiða laun samkvæmt kjarasamningum. Ég lít svo á að ef reksturinn getur ekki greitt laun sem menn geta lifað á, þá er enginn grundvöllur fyrir slíkan rekstur. Menn eiga þá að hætta rekstri. Ríkið á ekki að greiða stóran hluta framfærslunnar með skattpeningum frá vel reknum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra – sem eru síðan í samkeppni við stórfyrirtækin. Í þessu fyrirkomulagi er mikil sóun á skattfé og vinnuafli. Að auki dregur það úr vilja manna til vinnu þar sem jaðaráhrif skatta eru mjög mikil. Hvað er til ráða? Hugsum okkur að þessu yrði nú breytt þannig að almennir launataxtar yrðu hækkaðir um segjum 50%, þ.e. upp í það sem mörg smærri félög eins og mitt greiðir í dag. Þau fyrirtæki sem ekki gætu greitt þessi laun yrðu að hagræða hjá sér eða færu hreinlega í þrot – sem væri hreinsun fyrir efnahagslífið því önnur arðbærari kæmu í staðinn og veittu sömu þjónustu. Samhliða væru skattar lækkaðir á fyrirtæki og einstaklinga, t.d. tryggingargjald og skattprósenta á laun, og persónuafsláttur nánast afnuminn. Ríkið fengi álíka skatta af launum og fyrirtækjum eftir sem áður vegna hærri skattstofns og hvati til vinnu væri mun meiri þar sem jaðaráhrif skatta yrðu lítil. Allir myndu græða á slíku kerfi nema verkalýðsforystan, félagar þeirra hjá stórfyrirtækjum og stjórnmálamenn sem hefðu ekki eins mikil völd og áhrif. Auðvitað eru þessar vangaveltur fullkomlega óraunhæfar. Verkalýðshreyfingin, stórfyrirtæki og stjórnmálamenn hafa slík samtvinnuð völd að breytingar á þessu fyrirkomulagi verða aldrei gerðar. Meðan samið er um að ríkið sjái um framfærslu manna með þessum hætti er enginn hvati til að semja um laun sem menn geta lifað af. Sama gildir um skylduaðild að lífeyrissjóðum. Yrði hún afnumin gætu verkalýðsforystan og stórfyrirtæki ekki setið í stjórnum sjóða og fyrirtækja sem fjárfest er í með þeim völdum, greiðslum og bitlingum sem því fylgja. Gleymum því ekki að þau fyrirtæki sem greiða góð laun eru að skapa verðmæti sem gera þeim kleift að greiða slík laun. Þau fyrirtæki sem ekki geta greitt laun sem einstaklingar og fjölskyldur geta framfleytt sér á, auk hagnaðar til eigenda, eru ekki að skapa nægileg verðmæti til að réttlæta tilvist sína. Ríkið á ekki að hlaupa undir bagga með þeim í formi bóta og millifærslna frá vel reknum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra, heldur treysta á markaðsöflin og leyfa þeim að leggja upp laupana – önnur arðbærari munu koma í staðinn. Ekki hindra framfarir og endurnýjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við hrunið haustið 2008 keypti ég lítið fyrirtæki sem ég hef rekið síðan og gengið ágætlega. Á þeim tíma hef ég kynnst á eigin skinni hvernig bandalag verkalýðshreyfingarinnar og stórfyrirtækja (sem stjórna Samtökum atvinnulífsins) hafa búið til kerfi sem er óskilvirkt, óarðbært og hindrar efnahagslegar framfarir sem svo sár þörf er á, sérstaklega nú eftir hrun. Allir stjórnmálaflokkar hafa stutt bandalagið og styrkt það í sessi í gegnum tíðina, enda hagsmunir þeirra að viðhalda því vegna áhrifa í verkalýðsfélögum og félögum atvinnurekenda. Núverandi stjórn styður þetta bandalag af meiri eldmóð en allar fyrri ríkisstjórnir. Eðli bandalagsins Allir eru sammála um að ekki er hægt að lifa af töxtum kjarasamninga sem aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um. T.d. eru hæstu mánaðarlaun samkvæmt taxta sem sérhæfður starfsmaður í verslun fær kr. 215.179 og byrjunarlaun kr. 190.356. Í stað þess að fyrirtæki borgi hærri laun er hið opinbera í gegnum millifærslukerfi látið greiða þeim sem þiggja laun samkvæmt kjarasamningum bætur í alls konar formi til að þeir geti dregið fram lífið. Barnabætur, vaxta- og húsnæðisbætur eru dæmi um slíkar bætur en einnig eru mörg opinber gjöld tekjutengd í sama tilgangi. Þessu til viðbótar eru launagreiðendur og launþegar skyldaðir til að greiða stóran hluta launa í lífeyrissjóði sem bandalagið stjórnar og nýtur góðs af. Vinstri menn og verkalýðsfélögin eru býsna ánægð með þetta fyrirkomulag. Ánægðust eru þó, sýnist mér, stórfyrirtæki sem greiða eftir þessum töxtum. Ójöfn samkeppni Ég rek fyrirtæki þar sem vinna um 20 starfsmenn og mér dettur ekki í hug að bjóða laun samkvæmt taxta kjarasamninga. Sama held ég að gildi um flest lítil fyrirtæki. Stórfyrirtæki eru nánast þau einu sem greiða laun samkvæmt kjarasamningum. Ég lít svo á að ef reksturinn getur ekki greitt laun sem menn geta lifað á, þá er enginn grundvöllur fyrir slíkan rekstur. Menn eiga þá að hætta rekstri. Ríkið á ekki að greiða stóran hluta framfærslunnar með skattpeningum frá vel reknum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra – sem eru síðan í samkeppni við stórfyrirtækin. Í þessu fyrirkomulagi er mikil sóun á skattfé og vinnuafli. Að auki dregur það úr vilja manna til vinnu þar sem jaðaráhrif skatta eru mjög mikil. Hvað er til ráða? Hugsum okkur að þessu yrði nú breytt þannig að almennir launataxtar yrðu hækkaðir um segjum 50%, þ.e. upp í það sem mörg smærri félög eins og mitt greiðir í dag. Þau fyrirtæki sem ekki gætu greitt þessi laun yrðu að hagræða hjá sér eða færu hreinlega í þrot – sem væri hreinsun fyrir efnahagslífið því önnur arðbærari kæmu í staðinn og veittu sömu þjónustu. Samhliða væru skattar lækkaðir á fyrirtæki og einstaklinga, t.d. tryggingargjald og skattprósenta á laun, og persónuafsláttur nánast afnuminn. Ríkið fengi álíka skatta af launum og fyrirtækjum eftir sem áður vegna hærri skattstofns og hvati til vinnu væri mun meiri þar sem jaðaráhrif skatta yrðu lítil. Allir myndu græða á slíku kerfi nema verkalýðsforystan, félagar þeirra hjá stórfyrirtækjum og stjórnmálamenn sem hefðu ekki eins mikil völd og áhrif. Auðvitað eru þessar vangaveltur fullkomlega óraunhæfar. Verkalýðshreyfingin, stórfyrirtæki og stjórnmálamenn hafa slík samtvinnuð völd að breytingar á þessu fyrirkomulagi verða aldrei gerðar. Meðan samið er um að ríkið sjái um framfærslu manna með þessum hætti er enginn hvati til að semja um laun sem menn geta lifað af. Sama gildir um skylduaðild að lífeyrissjóðum. Yrði hún afnumin gætu verkalýðsforystan og stórfyrirtæki ekki setið í stjórnum sjóða og fyrirtækja sem fjárfest er í með þeim völdum, greiðslum og bitlingum sem því fylgja. Gleymum því ekki að þau fyrirtæki sem greiða góð laun eru að skapa verðmæti sem gera þeim kleift að greiða slík laun. Þau fyrirtæki sem ekki geta greitt laun sem einstaklingar og fjölskyldur geta framfleytt sér á, auk hagnaðar til eigenda, eru ekki að skapa nægileg verðmæti til að réttlæta tilvist sína. Ríkið á ekki að hlaupa undir bagga með þeim í formi bóta og millifærslna frá vel reknum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra, heldur treysta á markaðsöflin og leyfa þeim að leggja upp laupana – önnur arðbærari munu koma í staðinn. Ekki hindra framfarir og endurnýjun.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar