Landsnet sækir um leyfi fyrir 2,2 milljarða raflínum kolbeinn@frettabladid.is skrifar 20. desember 2012 06:00 Helguvík Reiknað er með að framkvæmdir hefjist í sumar, fáist leyfi fyrir þeim, og standi yfir næstu tvö ár. Fyrsta áfanga álvers í Helguvík fylgja framkvæmdir á línum upp á 9,3 milljarða króna. Landsnet sendir umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til Orkustofnunar í vikunni. Samþykkt sveitarfélagsins Voga greiddi leiðina fyrir framkvæmdina sem hljóðar upp á 2,2 milljarða króna. Fyrirtækið fundaði með sveitarfélögum á svæðinu á mánudaginn og kynnti framkvæmdirnar. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir að þar hafi verið á ferð hefðbundið samstarf við sveitarfélögin um útfærslu framkvæmdanna. Verið er að fara yfir alla þætti málsins og umsókn verður send til Orkustofnunar fyrir helgi. „Það sem við erum að gera núna snýr að Suðurnesjalínu II, úr Hafnarfirði að Fitjum í Reykjanesbæ. Það er til að bæta öryggið á Reykjanesi. Það eru ansi stórar virkjanir á svæðinu. Við erum að vinna að því að framkvæmdir geti hafist í sumar. Bygging þeirrar línu verður í gangi næstu tvö árin.“ Spennan á núverandi línu er 132 kílóvolt, en nýja línan verður 220 kílóvolta. Hún á að tryggja afhendingaröryggi og flutningsgetu á svæðinu. Verði farið í framkvæmdir við álver í Helguvík verður önnur 220 kílóvolta lína lögð og sú gamla, sem ber 132 kílóvolt, lögð af. „Ef það verður af samkomulagi um Helguvíkurverkefnið þurfum við að setja fleiri framkvæmdir í gang,“ segir Guðmundur Ingi. „Þá þurfum við að fara í fyrsta áfanga Suðvesturlínu. Í meginatriðum þurfum við að tengja álverið í Helguvík við flutningskerfið, að leggja þessa strengi til Helguvíkur. Síðan þurfum við væntanlega að tengja virkjanirnar sem tilheyra fyrsta áfanganum, svo sem stækkun Reykjanesvirkjunar, en það þarf að tvöfalda tenginguna við hana. Síðan veit ég ekki hvaða virkjun verður til viðbótar. Við þurfum að fylgjast með hvaða valkostur verður í fyrsta áfanganum og gera ráðstafanir.“ Suðurnesjalína 2 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Landsnet sendir umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til Orkustofnunar í vikunni. Samþykkt sveitarfélagsins Voga greiddi leiðina fyrir framkvæmdina sem hljóðar upp á 2,2 milljarða króna. Fyrirtækið fundaði með sveitarfélögum á svæðinu á mánudaginn og kynnti framkvæmdirnar. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir að þar hafi verið á ferð hefðbundið samstarf við sveitarfélögin um útfærslu framkvæmdanna. Verið er að fara yfir alla þætti málsins og umsókn verður send til Orkustofnunar fyrir helgi. „Það sem við erum að gera núna snýr að Suðurnesjalínu II, úr Hafnarfirði að Fitjum í Reykjanesbæ. Það er til að bæta öryggið á Reykjanesi. Það eru ansi stórar virkjanir á svæðinu. Við erum að vinna að því að framkvæmdir geti hafist í sumar. Bygging þeirrar línu verður í gangi næstu tvö árin.“ Spennan á núverandi línu er 132 kílóvolt, en nýja línan verður 220 kílóvolta. Hún á að tryggja afhendingaröryggi og flutningsgetu á svæðinu. Verði farið í framkvæmdir við álver í Helguvík verður önnur 220 kílóvolta lína lögð og sú gamla, sem ber 132 kílóvolt, lögð af. „Ef það verður af samkomulagi um Helguvíkurverkefnið þurfum við að setja fleiri framkvæmdir í gang,“ segir Guðmundur Ingi. „Þá þurfum við að fara í fyrsta áfanga Suðvesturlínu. Í meginatriðum þurfum við að tengja álverið í Helguvík við flutningskerfið, að leggja þessa strengi til Helguvíkur. Síðan þurfum við væntanlega að tengja virkjanirnar sem tilheyra fyrsta áfanganum, svo sem stækkun Reykjanesvirkjunar, en það þarf að tvöfalda tenginguna við hana. Síðan veit ég ekki hvaða virkjun verður til viðbótar. Við þurfum að fylgjast með hvaða valkostur verður í fyrsta áfanganum og gera ráðstafanir.“
Suðurnesjalína 2 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira