Dýravelferð, við hvað er átt? 19. desember 2012 06:00 Á Alþingi eru til umfjöllunar ný lög um dýravelferð. Upphafsgrein þeirra hljóðar svona: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt." Þetta eru sjálfsögð og réttlát markmið í siðuðu nútímasamfélagi, engin ofrausn. Það eru því mikil vonbrigði þegar frumvarpið er lesið áfram og í ljós kemur að höfundar þess hafa ákveðið að réttlát og siðleg meðferð eigi ekki við í eldisiðnaði, þar sem þjáning og neyð dýra er mest. Hvergi í lífríkinu veldur maðurinn jafn miklu kvalræði og skaða eins og í því mikilvirka og ómannúðlega framleiðslukerfi sem eldisiðnaður og verksmiðjubúskapur er. Þar eru bjargarlaus dýr meðhöndluð sem skynlaus væru og gert ókleift að sinna eðlislægum þörfum sínum. Gylta sem allt sitt líf er járnuð þannig af að hún getur aðeins staðið eða legið, ekki snúið sér né sinnt afkvæmum sínum, er ekki laus við vanlíðan, ótta, þjáningu, sársauka og meiðsl. Enn síður getur hún sýnt sitt eðlilega atferli, sem þó er sagt markmið laganna. Kvalræði allan tímann Varphænur, sem troðið er þremur saman í vírbúr sem þrengir svo að þeim að þær geta sig vart hrært, t.d. aldrei breitt úr vængjum, njóta þar með ekki lagaverndar gegn illri meðferð, sem þó er yfirlýst markmið laganna. Flest þessara ólánsömu dýra búa við þetta kvalræði allan þann tíma sem þau lifa og fá aldrei að anda að sér fersku lofti eða líta dagsljós nema þann dag sem þau eru flutt á milli húsa til slátrunar. Í hefðbundnum landbúnaði væri þessi meðferð umsvifalaust skilgreind sem gróft dýraníð. Ekki láta höfundarnir þar við sitja, heldur setja þeir í nýju lögin sérstök ákvæði sem beinlínis heimila kvalafulla og siðlausa meðferð dýra, t.d. að gelda unggelti án deyfingar. Er mönnum ekki sjálfrátt? Hvers vegna að setja svona ákvæði í lög sem hafa það yfirlýsta markmið að tryggja velferð dýra og koma í veg fyrir að þau þurfi að þola vanlíðan, ótta, þjáningu og sársauka? Hvers vegna að fara svona skelfilega með bjargarlaus dýrin ef hægt er að komast hjá því á einfaldan hátt? Hafa höfundar frumvarpsins yfirleitt kynnt sér aðstæður dýra í eldisiðnaði, t.d. hvernig deyfingarlausar aðgerðir fara fram og hvaða aflífunaraðferðum er þar beitt? Hafa þeir heyrt kvalastunur og þjáningarvein varnarlausra eldisdýra við þær skelfilegu aðstæður sem þeim eru búnar allan þann tíma sem þau lifa? Eru þeir ef til vill ónæmir fyrir öllu slíku? Arðsemissjónarmið Óskiljanleg tillitssemi við arðsemissjónarmið framleiðenda, ásamt skeytingarleysi neytenda, er meginorsök illrar meðferðar dýra. Getur verið að þær þverstæður í frumvarpinu að tiltekin dýr sé boðlegt að pína og kvelja en önnur ekki megi rekja til siðlausrar þjónkunar við fjárhagslega hagsmuni fárra? Rík ástæða er til að spyrja, því fátt annað getur skýrt þetta ráðslag frumvarpshöfunda. Ekki er þeim í nöp við eldisdýrin? Þetta er ójafn og ljótur leikur og hallar á dýrin blessuð. Þau eiga sér fáa málsvara, öfugt við framleiðendur og neytendur. Í samfélaginu ríkir þegjandi samkomulag um að svona skuli þetta vera. Það er óbærileg tilhugsun að ný dýravelferðarlög, eins og þau liggja fyrir í drögunum, muni styrkja og viðhalda til frambúðar því skelfingarástandi sem ríkir í eldisiðnaði. Hvetja verður þingmenn og aðra sem með málið fara að grípa í taumana og tryggja öllum dýrum vernd. Ný dýravelferðarlög verða að vera þannig úr garði gerð að þau banni fortakslaust alla illa meðferð dýra, líka eldisdýra. Annað er siðlaust og grimmt og ósamboðið íslensku samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Á Alþingi eru til umfjöllunar ný lög um dýravelferð. Upphafsgrein þeirra hljóðar svona: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt." Þetta eru sjálfsögð og réttlát markmið í siðuðu nútímasamfélagi, engin ofrausn. Það eru því mikil vonbrigði þegar frumvarpið er lesið áfram og í ljós kemur að höfundar þess hafa ákveðið að réttlát og siðleg meðferð eigi ekki við í eldisiðnaði, þar sem þjáning og neyð dýra er mest. Hvergi í lífríkinu veldur maðurinn jafn miklu kvalræði og skaða eins og í því mikilvirka og ómannúðlega framleiðslukerfi sem eldisiðnaður og verksmiðjubúskapur er. Þar eru bjargarlaus dýr meðhöndluð sem skynlaus væru og gert ókleift að sinna eðlislægum þörfum sínum. Gylta sem allt sitt líf er járnuð þannig af að hún getur aðeins staðið eða legið, ekki snúið sér né sinnt afkvæmum sínum, er ekki laus við vanlíðan, ótta, þjáningu, sársauka og meiðsl. Enn síður getur hún sýnt sitt eðlilega atferli, sem þó er sagt markmið laganna. Kvalræði allan tímann Varphænur, sem troðið er þremur saman í vírbúr sem þrengir svo að þeim að þær geta sig vart hrært, t.d. aldrei breitt úr vængjum, njóta þar með ekki lagaverndar gegn illri meðferð, sem þó er yfirlýst markmið laganna. Flest þessara ólánsömu dýra búa við þetta kvalræði allan þann tíma sem þau lifa og fá aldrei að anda að sér fersku lofti eða líta dagsljós nema þann dag sem þau eru flutt á milli húsa til slátrunar. Í hefðbundnum landbúnaði væri þessi meðferð umsvifalaust skilgreind sem gróft dýraníð. Ekki láta höfundarnir þar við sitja, heldur setja þeir í nýju lögin sérstök ákvæði sem beinlínis heimila kvalafulla og siðlausa meðferð dýra, t.d. að gelda unggelti án deyfingar. Er mönnum ekki sjálfrátt? Hvers vegna að setja svona ákvæði í lög sem hafa það yfirlýsta markmið að tryggja velferð dýra og koma í veg fyrir að þau þurfi að þola vanlíðan, ótta, þjáningu og sársauka? Hvers vegna að fara svona skelfilega með bjargarlaus dýrin ef hægt er að komast hjá því á einfaldan hátt? Hafa höfundar frumvarpsins yfirleitt kynnt sér aðstæður dýra í eldisiðnaði, t.d. hvernig deyfingarlausar aðgerðir fara fram og hvaða aflífunaraðferðum er þar beitt? Hafa þeir heyrt kvalastunur og þjáningarvein varnarlausra eldisdýra við þær skelfilegu aðstæður sem þeim eru búnar allan þann tíma sem þau lifa? Eru þeir ef til vill ónæmir fyrir öllu slíku? Arðsemissjónarmið Óskiljanleg tillitssemi við arðsemissjónarmið framleiðenda, ásamt skeytingarleysi neytenda, er meginorsök illrar meðferðar dýra. Getur verið að þær þverstæður í frumvarpinu að tiltekin dýr sé boðlegt að pína og kvelja en önnur ekki megi rekja til siðlausrar þjónkunar við fjárhagslega hagsmuni fárra? Rík ástæða er til að spyrja, því fátt annað getur skýrt þetta ráðslag frumvarpshöfunda. Ekki er þeim í nöp við eldisdýrin? Þetta er ójafn og ljótur leikur og hallar á dýrin blessuð. Þau eiga sér fáa málsvara, öfugt við framleiðendur og neytendur. Í samfélaginu ríkir þegjandi samkomulag um að svona skuli þetta vera. Það er óbærileg tilhugsun að ný dýravelferðarlög, eins og þau liggja fyrir í drögunum, muni styrkja og viðhalda til frambúðar því skelfingarástandi sem ríkir í eldisiðnaði. Hvetja verður þingmenn og aðra sem með málið fara að grípa í taumana og tryggja öllum dýrum vernd. Ný dýravelferðarlög verða að vera þannig úr garði gerð að þau banni fortakslaust alla illa meðferð dýra, líka eldisdýra. Annað er siðlaust og grimmt og ósamboðið íslensku samfélagi.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun