Alls konar skatta- og gjaldskrárhækkanir Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 18. desember 2012 06:00 Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar boðaði í stefnuskrá, sem kynnt var í upphafi kjörtímabils, að velferð og þjónusta við íbúana nyti forgangs við ráðstöfun fjármuna borgarinnar. Fjárhagsáætlun 2013 var samþykkt í borgarstjórn í síðustu viku og því miður er ekki hægt að segja að þessari reglu hafi verið fylgt eftir þegar litið er til þeirra skatta- og gjaldskrárhækkana sem dunið hafa á borgarbúum á kjörtímabilinu. Fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunnþjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010 vegna ákvarðana borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar.330 þúsundum krónum meira fyrir sömu þjónustu Á þessu tímabili sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Hér er ekki tekið á frístundum og öðrum valkvæðum gjöldum heldur aðeins þeim gjöldum sem flestar barnafjölskyldur í borginni þurfa að greiða. Það eru leikskólagjöld, skólamáltíðir, sorphirða, fasteignaskattur, lóðaskattur, útsvar, gjöld frá Orkuveitu Reykjavíkur, frístundaheimili og síðdegishressing í frístundaheimili. Skattar og gjöld borgarinnar hafa á þessu sama tímabili hækkað um 7% umfram vísitölu. Reykjavíkurborg gegnir miklu ábyrgðarhlutverki gagnvart þessum sömu fjölskyldum, sem eru flestar með verðtryggð lán, en hækkanir borgarinnar hafa bein áhrif á greiðslubyrði þeirra. Það geta allir skilið að hækkana er þörf, en 20% hækkun skatta og gjalda á þremur árum er í hrópandi mótsögn við fyrrnefnda stefnuskrá. Það er hol velferð þegar stærsta sveitarfélag landsins ákveður hækkanir langt umfram almennt verðlag.Enn meiri alls konar hækkanir? Núverandi meirihluti hafði val og vald til þess að fara aðrar leiðir en leið skatta- og gjaldskrárhækkana en kaus að fara þessa leið. Þarna koma skýrt fram ólíkar áherslur í rekstri en það má segja að fyrri meirihluti hafi fylgt reglu núverandi meirihluta um ráðstöfun fjármagns til velferðar og þjónustu við íbúa betur en þau sjálf. Á þeim erfiðu tímum þegar þurfti að hagræða hjá Reykjavíkurborg tóku allir höndum saman, stjórnmálamenn, starfsfólk og borgarbúar, og náðu að hagræða í kerfinu án þess að hækka skatta og gjöld – án þess að skerða þjónustuna verulega. Núverandi meirihluti virðist vera sérhlífinn þegar kemur að erfiðum ákvörðunum um rekstur borgarkerfisins. Borgarbúum er hins vegar ekki hlíft, hvorki við skatta- né gjaldskrárhækkunum. Það er spurning hvort búast megi við enn meiri hækkunum, þannig að 330.000 gæti jafnvel orðið að hálfri milljón fyrir fjölskyldufólk í lok þessa kjörtímabils. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar boðaði í stefnuskrá, sem kynnt var í upphafi kjörtímabils, að velferð og þjónusta við íbúana nyti forgangs við ráðstöfun fjármuna borgarinnar. Fjárhagsáætlun 2013 var samþykkt í borgarstjórn í síðustu viku og því miður er ekki hægt að segja að þessari reglu hafi verið fylgt eftir þegar litið er til þeirra skatta- og gjaldskrárhækkana sem dunið hafa á borgarbúum á kjörtímabilinu. Fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunnþjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010 vegna ákvarðana borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar.330 þúsundum krónum meira fyrir sömu þjónustu Á þessu tímabili sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Hér er ekki tekið á frístundum og öðrum valkvæðum gjöldum heldur aðeins þeim gjöldum sem flestar barnafjölskyldur í borginni þurfa að greiða. Það eru leikskólagjöld, skólamáltíðir, sorphirða, fasteignaskattur, lóðaskattur, útsvar, gjöld frá Orkuveitu Reykjavíkur, frístundaheimili og síðdegishressing í frístundaheimili. Skattar og gjöld borgarinnar hafa á þessu sama tímabili hækkað um 7% umfram vísitölu. Reykjavíkurborg gegnir miklu ábyrgðarhlutverki gagnvart þessum sömu fjölskyldum, sem eru flestar með verðtryggð lán, en hækkanir borgarinnar hafa bein áhrif á greiðslubyrði þeirra. Það geta allir skilið að hækkana er þörf, en 20% hækkun skatta og gjalda á þremur árum er í hrópandi mótsögn við fyrrnefnda stefnuskrá. Það er hol velferð þegar stærsta sveitarfélag landsins ákveður hækkanir langt umfram almennt verðlag.Enn meiri alls konar hækkanir? Núverandi meirihluti hafði val og vald til þess að fara aðrar leiðir en leið skatta- og gjaldskrárhækkana en kaus að fara þessa leið. Þarna koma skýrt fram ólíkar áherslur í rekstri en það má segja að fyrri meirihluti hafi fylgt reglu núverandi meirihluta um ráðstöfun fjármagns til velferðar og þjónustu við íbúa betur en þau sjálf. Á þeim erfiðu tímum þegar þurfti að hagræða hjá Reykjavíkurborg tóku allir höndum saman, stjórnmálamenn, starfsfólk og borgarbúar, og náðu að hagræða í kerfinu án þess að hækka skatta og gjöld – án þess að skerða þjónustuna verulega. Núverandi meirihluti virðist vera sérhlífinn þegar kemur að erfiðum ákvörðunum um rekstur borgarkerfisins. Borgarbúum er hins vegar ekki hlíft, hvorki við skatta- né gjaldskrárhækkunum. Það er spurning hvort búast megi við enn meiri hækkunum, þannig að 330.000 gæti jafnvel orðið að hálfri milljón fyrir fjölskyldufólk í lok þessa kjörtímabils.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun