Þegar viðskipti verða fjárfesting 18. desember 2012 06:00 Nýjasta útspil Íbúðalánasjóðs er að koma fullnustueignum sínum í sértilgert leigufélag. Leigufélaginu er ætlað að leigja út fasteignir sem sjóðurinn hefur leyst til sín, eftir að lánþegar sjóðsins fóru í vanskil með lánin sem hvíldu á eignunum. Eignirnar sem flytjast af efnahagsreikningi Íbúðalánasjóðs yfir í þetta leigufélag eru um sjö hundruð samkvæmt fréttum. Til þess að Íbúðalánasjóður gæti farið út í þessa gjörninga þurfti að breyta lögum um Íbúðalánasjóð þar sem sjóðnum var ekki heimilt að leigja út fasteignir fyrir lagabreytinguna. Tilgangur Íbúðalánasjóðs var áður gagngert sá að a) lána einstaklingum til íbúðarkaupa og b) lána fasteignafélögum og verktökum fyrir nýbyggingum og leiguíbúðum. Í dag hefur tilgangur Íbúðalánasjóðs hins vegar tekið þeim stakkaskiptum sem eru tíundaðar hér á undan. Íbúðalánasjóður hefur orðið bæði í senn stór aðili í fjármögnun íbúðarhúsnæðis og, sem er áhugaverðara, stærsti leigusali landsins. Enn fremur mun leigufélag Íbúðalánasjóðs leigja íbúðir út á kostnaðarverði. Raunverulegir hagsmunir Það verður að teljast fagnaðarefni að leigumarkaður á Íslandi sé að eflast og að traustar stoðir séu að byggjast undir þann markað. Hins vegar verður að draga í efa hverjir raunverulegir hagsmunir Íbúðalánasjóðs eru. Tökum dæmi: Aðili á veð í 40% fasteigna í Reykjanesbæ sem eru í skilum. Aðilinn sér hins vegar fram á að þurfa að taka yfir eignarhald í 20% þeirra fasteigna sem hann hafði veð í í Reykjanesbæ innan næstu 6 mánaða. Við það að eignast stóran hluta af eignum á litlu svæði myndast söluþrýstingur á aðilann, sem gæti hugsanlega leitt til lækkunar til skamms tíma á fasteignum í Reykjanesbæ. Gefum okkur að verðlækkunin yrði 20%. Við það að aðilinn væri að selja eignir á X verði, þyrfti hann einnig að standa frammi fyrir því að þeir sem eru enn þá í skilum gætu séð markaðsvirði eigna sinna fara undir útistandandi höfuðstól. Niðurstaðan er því að hagsmunirnir eru þeir að selja ekki eignir og leigja þær frekar út til að forðast lækkun fasteigna og þar af leiðandi að forðast frekari vanskil á því markaðssvæði. Hver er tilgangur þess að leigja út sjö hundruð fasteignir á verði sem Íbúðalánasjóður telur vera kostnaðarverð? Íbúðalánasjóður er nú þegar gjaldþrota, er að lenda í miklum vandræðum með reiðufé sem hann kemur ekki í útlán og er að ganga í gegnum tímabil mikilla vanskila og höfuðstólsleiðréttinga. Er þetta þá rétti tíminn til þess að taka fullnustueignir félagsins og leigja þær út á kostnaðarverði? Er þetta heiðarlegt útspil Íbúðalánasjóðs gagnvart einkaaðilum á fasteignamarkaði? Er það stefna hins opinbera að reka fasteignir á kostnaðarverði? Er möguleiki að þetta nýja fasteignafélag Íbúðalánasjóðs verði nýr baggi á rekstri sjóðsins? Arðsemissjónarmið Undirritaður telur mikilvægt að arðsemissjónarmið eigi að ráða för þegar að farið er út í atvinnurekstur og þá sérstaklega fjárhagslega viðkvæman rekstur eins og rekstur fasteigna er. Undirritaður telur einnig mjög óeðlilegt að fasteignir Íbúðalánasjóðs séu einfaldlega ekki auglýstar til sölu á því markaðsverði sem fæst fyrir eignirnar, þar sem Íbúðalánasjóður er útlánafyrirtæki en ekki fasteignarekandi. „Þegar viðskipti verða að fjárfestingu", er eitthvað sem kemur í hugann þegar maður les um áform Íbúðalánasjóðs. Sá sem sér viðskiptatækifæri í því að kaupa t.d. íbúð og gera hana upp, til þess að hagnast á endursölu. Þegar verð í endursölu er ekki það sem hann bjóst við, ákveður hann að búa sjálfur í íbúðinni, viðskiptin breyttust í fjárfestingu. Sama gildir um Íbúðalánasjóð. Sjóðurinn lánaði til fasteignakaupa á Íslandi og sá viðskipti í því. Þegar endurheimtur lánanna verða síðan aðrar en var lagt upp með í byrjun, ákveður sjóðurinn að reka sjálfur þær eignir sem hann lánaði fyrir en fengust ekki endurgreiddar. Viðskiptin urðu að fjárfestingu og nú á að reka fjárfestinguna á kostnaðarverði. Undirritaður vonar að ráðamenn séu ekki að endurtaka mistök sænskra stjórnvalda í fjármálakreppu Norðurlandanna um 1992 þegar fasteignafélög voru stofnuð úr „slæmum" eignum banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýjasta útspil Íbúðalánasjóðs er að koma fullnustueignum sínum í sértilgert leigufélag. Leigufélaginu er ætlað að leigja út fasteignir sem sjóðurinn hefur leyst til sín, eftir að lánþegar sjóðsins fóru í vanskil með lánin sem hvíldu á eignunum. Eignirnar sem flytjast af efnahagsreikningi Íbúðalánasjóðs yfir í þetta leigufélag eru um sjö hundruð samkvæmt fréttum. Til þess að Íbúðalánasjóður gæti farið út í þessa gjörninga þurfti að breyta lögum um Íbúðalánasjóð þar sem sjóðnum var ekki heimilt að leigja út fasteignir fyrir lagabreytinguna. Tilgangur Íbúðalánasjóðs var áður gagngert sá að a) lána einstaklingum til íbúðarkaupa og b) lána fasteignafélögum og verktökum fyrir nýbyggingum og leiguíbúðum. Í dag hefur tilgangur Íbúðalánasjóðs hins vegar tekið þeim stakkaskiptum sem eru tíundaðar hér á undan. Íbúðalánasjóður hefur orðið bæði í senn stór aðili í fjármögnun íbúðarhúsnæðis og, sem er áhugaverðara, stærsti leigusali landsins. Enn fremur mun leigufélag Íbúðalánasjóðs leigja íbúðir út á kostnaðarverði. Raunverulegir hagsmunir Það verður að teljast fagnaðarefni að leigumarkaður á Íslandi sé að eflast og að traustar stoðir séu að byggjast undir þann markað. Hins vegar verður að draga í efa hverjir raunverulegir hagsmunir Íbúðalánasjóðs eru. Tökum dæmi: Aðili á veð í 40% fasteigna í Reykjanesbæ sem eru í skilum. Aðilinn sér hins vegar fram á að þurfa að taka yfir eignarhald í 20% þeirra fasteigna sem hann hafði veð í í Reykjanesbæ innan næstu 6 mánaða. Við það að eignast stóran hluta af eignum á litlu svæði myndast söluþrýstingur á aðilann, sem gæti hugsanlega leitt til lækkunar til skamms tíma á fasteignum í Reykjanesbæ. Gefum okkur að verðlækkunin yrði 20%. Við það að aðilinn væri að selja eignir á X verði, þyrfti hann einnig að standa frammi fyrir því að þeir sem eru enn þá í skilum gætu séð markaðsvirði eigna sinna fara undir útistandandi höfuðstól. Niðurstaðan er því að hagsmunirnir eru þeir að selja ekki eignir og leigja þær frekar út til að forðast lækkun fasteigna og þar af leiðandi að forðast frekari vanskil á því markaðssvæði. Hver er tilgangur þess að leigja út sjö hundruð fasteignir á verði sem Íbúðalánasjóður telur vera kostnaðarverð? Íbúðalánasjóður er nú þegar gjaldþrota, er að lenda í miklum vandræðum með reiðufé sem hann kemur ekki í útlán og er að ganga í gegnum tímabil mikilla vanskila og höfuðstólsleiðréttinga. Er þetta þá rétti tíminn til þess að taka fullnustueignir félagsins og leigja þær út á kostnaðarverði? Er þetta heiðarlegt útspil Íbúðalánasjóðs gagnvart einkaaðilum á fasteignamarkaði? Er það stefna hins opinbera að reka fasteignir á kostnaðarverði? Er möguleiki að þetta nýja fasteignafélag Íbúðalánasjóðs verði nýr baggi á rekstri sjóðsins? Arðsemissjónarmið Undirritaður telur mikilvægt að arðsemissjónarmið eigi að ráða för þegar að farið er út í atvinnurekstur og þá sérstaklega fjárhagslega viðkvæman rekstur eins og rekstur fasteigna er. Undirritaður telur einnig mjög óeðlilegt að fasteignir Íbúðalánasjóðs séu einfaldlega ekki auglýstar til sölu á því markaðsverði sem fæst fyrir eignirnar, þar sem Íbúðalánasjóður er útlánafyrirtæki en ekki fasteignarekandi. „Þegar viðskipti verða að fjárfestingu", er eitthvað sem kemur í hugann þegar maður les um áform Íbúðalánasjóðs. Sá sem sér viðskiptatækifæri í því að kaupa t.d. íbúð og gera hana upp, til þess að hagnast á endursölu. Þegar verð í endursölu er ekki það sem hann bjóst við, ákveður hann að búa sjálfur í íbúðinni, viðskiptin breyttust í fjárfestingu. Sama gildir um Íbúðalánasjóð. Sjóðurinn lánaði til fasteignakaupa á Íslandi og sá viðskipti í því. Þegar endurheimtur lánanna verða síðan aðrar en var lagt upp með í byrjun, ákveður sjóðurinn að reka sjálfur þær eignir sem hann lánaði fyrir en fengust ekki endurgreiddar. Viðskiptin urðu að fjárfestingu og nú á að reka fjárfestinguna á kostnaðarverði. Undirritaður vonar að ráðamenn séu ekki að endurtaka mistök sænskra stjórnvalda í fjármálakreppu Norðurlandanna um 1992 þegar fasteignafélög voru stofnuð úr „slæmum" eignum banka.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun