Ja, mikið óskaplega ertu nú góð Árný Guðmundsdóttir skrifar 18. desember 2012 06:00 „Ja, mikið óskaplega ertu nú góð að vera að vinna með þessu fólki," sagði eldra fólk stundum við mig þegar ég byrjaði að vinna fyrir 15 árum. Ekki fannst mér það, ég hafði valið mér eitt skemmtilegasta, fjölbreyttasta og mest spennandi starf að loknu sérnámi við Háskóla Íslands, starf sem krefst þess að ég komi víðar við í samfélaginu en flestir, ef ekki allir, aðrir gera í sínum störfum. Ég hef verið við störf inni á leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum, einnig á fæðingardeild og við jarðarfarir. Sömuleiðis hef ég sinnt mínum störfum á fasteignasölum og hjá lögfræðingum, lögreglunni og bráðamóttökunni, í áttræðisafmælum og brúðkaupsveislum, hjá spákonu og í hjónabandsráðgjöf. Ekki má gleyma ungbarnaeftirliti og stofugangi á sjúkrahúsi eða stjórnar- og húsfundum, atvinnuviðtölum og fermingum, gay pride og framboðsfundum, ráðuneytum og Alþingi. Varla er hægt að nefna þann atburð þar sem við höfum ekki verið að störfum. Ég er táknmálstúlkur. Sammála gömlum frænkum Undanfarin ár hefur mér þó fundist að mínir æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu séu sammála gömlum frænkum um að við séum góðar – já, við erum kvennastétt. Því ekki virðist þeim finnast þörf á því að greiða mér mannsæmandi laun fyrir mína vinnu. Að loknu háskólanámi fær táknmálstúlkur rétt rúmar 280 þúsund krónur á mánuði. Á mínum vinnustað, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, vinna 18 KONUR sem táknmálstúlkar með yfir sjö ára starfsreynslu að meðaltali. Starfsreynslan gerir okkur kleift að sinna öllum þessum fjölbreyttu störfum sem við komum að og er okkur nauðsynleg. Við vinnum ekki á vöktum og meðal dagvinnulaunin okkar eru 349.611 kr. á mánuði. Ekkert vaktaálag, en við erum jafnvel kallaðar út á nóttunni og vinnum oft á kvöldin og um helgar. Ef við segjum upp Ef við segjum upp getum við ekki fengið vinnu í Noregi; þar er talað norskt táknmál. Ef við segjum upp fær fólk sem fékk móðurmál sitt nýverið viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu ekki lengur þjónustu á því. Ef við segjum upp fer þjóðfélagið ekki á hliðina, en heill hópur fólks fær ekki að sinna sínum daglegu skyldum á eigin móðurmáli, nokkuð sem sem okkur finnst sjálfsagt að gera. Ef við segjum upp… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Ja, mikið óskaplega ertu nú góð að vera að vinna með þessu fólki," sagði eldra fólk stundum við mig þegar ég byrjaði að vinna fyrir 15 árum. Ekki fannst mér það, ég hafði valið mér eitt skemmtilegasta, fjölbreyttasta og mest spennandi starf að loknu sérnámi við Háskóla Íslands, starf sem krefst þess að ég komi víðar við í samfélaginu en flestir, ef ekki allir, aðrir gera í sínum störfum. Ég hef verið við störf inni á leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum, einnig á fæðingardeild og við jarðarfarir. Sömuleiðis hef ég sinnt mínum störfum á fasteignasölum og hjá lögfræðingum, lögreglunni og bráðamóttökunni, í áttræðisafmælum og brúðkaupsveislum, hjá spákonu og í hjónabandsráðgjöf. Ekki má gleyma ungbarnaeftirliti og stofugangi á sjúkrahúsi eða stjórnar- og húsfundum, atvinnuviðtölum og fermingum, gay pride og framboðsfundum, ráðuneytum og Alþingi. Varla er hægt að nefna þann atburð þar sem við höfum ekki verið að störfum. Ég er táknmálstúlkur. Sammála gömlum frænkum Undanfarin ár hefur mér þó fundist að mínir æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu séu sammála gömlum frænkum um að við séum góðar – já, við erum kvennastétt. Því ekki virðist þeim finnast þörf á því að greiða mér mannsæmandi laun fyrir mína vinnu. Að loknu háskólanámi fær táknmálstúlkur rétt rúmar 280 þúsund krónur á mánuði. Á mínum vinnustað, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, vinna 18 KONUR sem táknmálstúlkar með yfir sjö ára starfsreynslu að meðaltali. Starfsreynslan gerir okkur kleift að sinna öllum þessum fjölbreyttu störfum sem við komum að og er okkur nauðsynleg. Við vinnum ekki á vöktum og meðal dagvinnulaunin okkar eru 349.611 kr. á mánuði. Ekkert vaktaálag, en við erum jafnvel kallaðar út á nóttunni og vinnum oft á kvöldin og um helgar. Ef við segjum upp Ef við segjum upp getum við ekki fengið vinnu í Noregi; þar er talað norskt táknmál. Ef við segjum upp fær fólk sem fékk móðurmál sitt nýverið viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu ekki lengur þjónustu á því. Ef við segjum upp fer þjóðfélagið ekki á hliðina, en heill hópur fólks fær ekki að sinna sínum daglegu skyldum á eigin móðurmáli, nokkuð sem sem okkur finnst sjálfsagt að gera. Ef við segjum upp…
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun