Þráspurt um hæfi rannsakendanna Stígur Helgason skrifar 7. desember 2012 00:01 Karl Wernersson skrópaði á þriðjudag en mætti í gær. Hann hafði ekki frá miklu að segja. Fréttablaðið/gva Vitnaleiðslum í Vafningsmáli sérstaks saksóknara lauk um hádegisbil í gær. Alls komu 33 vitni fyrir dóminn, auk sakborninga, á þeim þremur dögum sem réttarhöldin stóðu í vikunni. Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa ákveðið að lána Milestone tíu milljarða í febrúar 2008. Karl Wernersson, fyrrverandi aðaleigandi og stjórnarformaður Milestone, kom fyrstur fyrir dóminn í gærmorgun. Hann átti upphaflega að mæta á þriðjudaginn en lét ekki sjá sig sem varð til þess að dómari gaf út formlega vitnakvaðningu á hendur honum. Við upphaf þinghaldsins í gær krafði Símon Sigvaldason héraðsdómari Karl um skýringu á fjarverunni á þriðjudag. Karl svaraði því til að hann hefði einfaldlega verið upptekinn þann dag. Símon minnti hann á að vitnaskylda gengi framar öðrum hversdagslegum skyldum. Í kjölfarið var Karl spurður út í aðkomu sína að Vafningsmálinu en gat litlu sem engu bætt við það sem þegar hafði komið fram í málinu. Ýmist fólst vitnisburður hans í að staðfesta hin og þessi skjöl eða þá að bera við að hann myndi ekki eftir því sem spurt var um. Næst komu fyrir dóminn fjórir starfsmenn sérstaks saksóknara sem verjendur þráspurðu um rannsókn málsins, augljóslega til að reyna að draga fram það sem þeir töldu vankanta á henni. Jafnframt voru þeir spurðir um athugun sem þeir gerðu á því hvort það hefði spillt rannsókninni að tveir aðalrannsakendur málsins hefðu samhliða starfað fyrir þrotabú Milestone. Niðurstaða þeirra var að svo væri ekki. Einnig kom fyrir dóminn starfsmaður skilanefndar Glitnis, sem upplýsti að Vafningslánið stæði nú í um sextán milljörðum og ekki væri útlit fyrir að nema um einn milljarður af því mundi innheimtast. Síðasta vitnið var Guðmundur Haukur Gunnarsson, annar þeirra sem kallaðir hafa verið aðalrannsakendur málsins. Hann sætir nú rannsókn, ásamt Jóni Óttari Ólafssyni, fyrir að hafa selt þrotabúi Milestone trúnaðarupplýsingar sem aflað var við rannsókn sakamálsins. Guðmundur gerði reyndar mjög lítið úr sínum þætti í rannsókninni. Hann kvaðst aðallega hafa verið í öðrum málum, en „á hliðarlínunni í Vafningsmálinu“, sem hefði fyrst og fremst verið á könnu Jóns Óttars. Sjá mátti Hólmstein Gauta Sigurðsson, saksóknara í málinu, flissa og hrista hausinn undir þessum vitnisburði. Guðmundur Haukur vildi ekki, frekar en Jón Óttar á þriðjudag, tjá sig nokkuð um málið sem til rannsóknar er á hendur þeim. Á mánudag munu saksóknari og verjendur flytja mál sitt. Gert er ráð fyrir að það taki um sex klukkustundir. Dómsmál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Vitnaleiðslum í Vafningsmáli sérstaks saksóknara lauk um hádegisbil í gær. Alls komu 33 vitni fyrir dóminn, auk sakborninga, á þeim þremur dögum sem réttarhöldin stóðu í vikunni. Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa ákveðið að lána Milestone tíu milljarða í febrúar 2008. Karl Wernersson, fyrrverandi aðaleigandi og stjórnarformaður Milestone, kom fyrstur fyrir dóminn í gærmorgun. Hann átti upphaflega að mæta á þriðjudaginn en lét ekki sjá sig sem varð til þess að dómari gaf út formlega vitnakvaðningu á hendur honum. Við upphaf þinghaldsins í gær krafði Símon Sigvaldason héraðsdómari Karl um skýringu á fjarverunni á þriðjudag. Karl svaraði því til að hann hefði einfaldlega verið upptekinn þann dag. Símon minnti hann á að vitnaskylda gengi framar öðrum hversdagslegum skyldum. Í kjölfarið var Karl spurður út í aðkomu sína að Vafningsmálinu en gat litlu sem engu bætt við það sem þegar hafði komið fram í málinu. Ýmist fólst vitnisburður hans í að staðfesta hin og þessi skjöl eða þá að bera við að hann myndi ekki eftir því sem spurt var um. Næst komu fyrir dóminn fjórir starfsmenn sérstaks saksóknara sem verjendur þráspurðu um rannsókn málsins, augljóslega til að reyna að draga fram það sem þeir töldu vankanta á henni. Jafnframt voru þeir spurðir um athugun sem þeir gerðu á því hvort það hefði spillt rannsókninni að tveir aðalrannsakendur málsins hefðu samhliða starfað fyrir þrotabú Milestone. Niðurstaða þeirra var að svo væri ekki. Einnig kom fyrir dóminn starfsmaður skilanefndar Glitnis, sem upplýsti að Vafningslánið stæði nú í um sextán milljörðum og ekki væri útlit fyrir að nema um einn milljarður af því mundi innheimtast. Síðasta vitnið var Guðmundur Haukur Gunnarsson, annar þeirra sem kallaðir hafa verið aðalrannsakendur málsins. Hann sætir nú rannsókn, ásamt Jóni Óttari Ólafssyni, fyrir að hafa selt þrotabúi Milestone trúnaðarupplýsingar sem aflað var við rannsókn sakamálsins. Guðmundur gerði reyndar mjög lítið úr sínum þætti í rannsókninni. Hann kvaðst aðallega hafa verið í öðrum málum, en „á hliðarlínunni í Vafningsmálinu“, sem hefði fyrst og fremst verið á könnu Jóns Óttars. Sjá mátti Hólmstein Gauta Sigurðsson, saksóknara í málinu, flissa og hrista hausinn undir þessum vitnisburði. Guðmundur Haukur vildi ekki, frekar en Jón Óttar á þriðjudag, tjá sig nokkuð um málið sem til rannsóknar er á hendur þeim. Á mánudag munu saksóknari og verjendur flytja mál sitt. Gert er ráð fyrir að það taki um sex klukkustundir.
Dómsmál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira