Þráspurt um hæfi rannsakendanna Stígur Helgason skrifar 7. desember 2012 00:01 Karl Wernersson skrópaði á þriðjudag en mætti í gær. Hann hafði ekki frá miklu að segja. Fréttablaðið/gva Vitnaleiðslum í Vafningsmáli sérstaks saksóknara lauk um hádegisbil í gær. Alls komu 33 vitni fyrir dóminn, auk sakborninga, á þeim þremur dögum sem réttarhöldin stóðu í vikunni. Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa ákveðið að lána Milestone tíu milljarða í febrúar 2008. Karl Wernersson, fyrrverandi aðaleigandi og stjórnarformaður Milestone, kom fyrstur fyrir dóminn í gærmorgun. Hann átti upphaflega að mæta á þriðjudaginn en lét ekki sjá sig sem varð til þess að dómari gaf út formlega vitnakvaðningu á hendur honum. Við upphaf þinghaldsins í gær krafði Símon Sigvaldason héraðsdómari Karl um skýringu á fjarverunni á þriðjudag. Karl svaraði því til að hann hefði einfaldlega verið upptekinn þann dag. Símon minnti hann á að vitnaskylda gengi framar öðrum hversdagslegum skyldum. Í kjölfarið var Karl spurður út í aðkomu sína að Vafningsmálinu en gat litlu sem engu bætt við það sem þegar hafði komið fram í málinu. Ýmist fólst vitnisburður hans í að staðfesta hin og þessi skjöl eða þá að bera við að hann myndi ekki eftir því sem spurt var um. Næst komu fyrir dóminn fjórir starfsmenn sérstaks saksóknara sem verjendur þráspurðu um rannsókn málsins, augljóslega til að reyna að draga fram það sem þeir töldu vankanta á henni. Jafnframt voru þeir spurðir um athugun sem þeir gerðu á því hvort það hefði spillt rannsókninni að tveir aðalrannsakendur málsins hefðu samhliða starfað fyrir þrotabú Milestone. Niðurstaða þeirra var að svo væri ekki. Einnig kom fyrir dóminn starfsmaður skilanefndar Glitnis, sem upplýsti að Vafningslánið stæði nú í um sextán milljörðum og ekki væri útlit fyrir að nema um einn milljarður af því mundi innheimtast. Síðasta vitnið var Guðmundur Haukur Gunnarsson, annar þeirra sem kallaðir hafa verið aðalrannsakendur málsins. Hann sætir nú rannsókn, ásamt Jóni Óttari Ólafssyni, fyrir að hafa selt þrotabúi Milestone trúnaðarupplýsingar sem aflað var við rannsókn sakamálsins. Guðmundur gerði reyndar mjög lítið úr sínum þætti í rannsókninni. Hann kvaðst aðallega hafa verið í öðrum málum, en „á hliðarlínunni í Vafningsmálinu“, sem hefði fyrst og fremst verið á könnu Jóns Óttars. Sjá mátti Hólmstein Gauta Sigurðsson, saksóknara í málinu, flissa og hrista hausinn undir þessum vitnisburði. Guðmundur Haukur vildi ekki, frekar en Jón Óttar á þriðjudag, tjá sig nokkuð um málið sem til rannsóknar er á hendur þeim. Á mánudag munu saksóknari og verjendur flytja mál sitt. Gert er ráð fyrir að það taki um sex klukkustundir. Dómsmál Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Vitnaleiðslum í Vafningsmáli sérstaks saksóknara lauk um hádegisbil í gær. Alls komu 33 vitni fyrir dóminn, auk sakborninga, á þeim þremur dögum sem réttarhöldin stóðu í vikunni. Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa ákveðið að lána Milestone tíu milljarða í febrúar 2008. Karl Wernersson, fyrrverandi aðaleigandi og stjórnarformaður Milestone, kom fyrstur fyrir dóminn í gærmorgun. Hann átti upphaflega að mæta á þriðjudaginn en lét ekki sjá sig sem varð til þess að dómari gaf út formlega vitnakvaðningu á hendur honum. Við upphaf þinghaldsins í gær krafði Símon Sigvaldason héraðsdómari Karl um skýringu á fjarverunni á þriðjudag. Karl svaraði því til að hann hefði einfaldlega verið upptekinn þann dag. Símon minnti hann á að vitnaskylda gengi framar öðrum hversdagslegum skyldum. Í kjölfarið var Karl spurður út í aðkomu sína að Vafningsmálinu en gat litlu sem engu bætt við það sem þegar hafði komið fram í málinu. Ýmist fólst vitnisburður hans í að staðfesta hin og þessi skjöl eða þá að bera við að hann myndi ekki eftir því sem spurt var um. Næst komu fyrir dóminn fjórir starfsmenn sérstaks saksóknara sem verjendur þráspurðu um rannsókn málsins, augljóslega til að reyna að draga fram það sem þeir töldu vankanta á henni. Jafnframt voru þeir spurðir um athugun sem þeir gerðu á því hvort það hefði spillt rannsókninni að tveir aðalrannsakendur málsins hefðu samhliða starfað fyrir þrotabú Milestone. Niðurstaða þeirra var að svo væri ekki. Einnig kom fyrir dóminn starfsmaður skilanefndar Glitnis, sem upplýsti að Vafningslánið stæði nú í um sextán milljörðum og ekki væri útlit fyrir að nema um einn milljarður af því mundi innheimtast. Síðasta vitnið var Guðmundur Haukur Gunnarsson, annar þeirra sem kallaðir hafa verið aðalrannsakendur málsins. Hann sætir nú rannsókn, ásamt Jóni Óttari Ólafssyni, fyrir að hafa selt þrotabúi Milestone trúnaðarupplýsingar sem aflað var við rannsókn sakamálsins. Guðmundur gerði reyndar mjög lítið úr sínum þætti í rannsókninni. Hann kvaðst aðallega hafa verið í öðrum málum, en „á hliðarlínunni í Vafningsmálinu“, sem hefði fyrst og fremst verið á könnu Jóns Óttars. Sjá mátti Hólmstein Gauta Sigurðsson, saksóknara í málinu, flissa og hrista hausinn undir þessum vitnisburði. Guðmundur Haukur vildi ekki, frekar en Jón Óttar á þriðjudag, tjá sig nokkuð um málið sem til rannsóknar er á hendur þeim. Á mánudag munu saksóknari og verjendur flytja mál sitt. Gert er ráð fyrir að það taki um sex klukkustundir.
Dómsmál Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira