Spámaður snýr aftur! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 7. desember 2012 06:00 Fræg er innkoma hins danska Lars Christensen í umræður um íslensk efnahagsmál árið 2006. Lars karlinn var ekki sleginn blindu á ójafnvægið, skuldsetninguna og hætturnar í íslensku efnahagsbólunni eins og flestir hér heima. Hann horfði á mælana, kannaði undirliggjandi hagvísa og dró sínar ályktanir um að hér stefndi í óefni og reyndist sannspár eins og við þekkjum. Nýfrjálshyggju- og útrásarliðið á Íslandi tók gagnrýni hans illa eins og yfirleitt öllu og öllum sem ekki tóku þátt í lofgerðarsöngnum um íslensku snilldina. Lars þótti vera veisluspillir sem stýrðist af litlu öðru en sérstakri tegund af danskri öfund og var þannig afgreiddur út úr umræðunni.Áhugi erlendra fjárfesta vaxandi Nú er Lars mættur hingað í annað sinn eftir hrun með Íslandsgreiningu sína og samstarfsmanna hjá Danske Bank í farteskinu. Hin fyrri, fyrir einu og hálfu ári eða svo, var fremur jákvæð í garð þess árangurs sem þá hafði náðst frá hruni og rímaði ekki illa við skrif mín um landris í efnahagsmálum. Ekki tók nú stjórnarandstaðan beinlínis kollhnís af gleði vegna fyrri heimsóknar Lars Christensen hingað eftir hrun ef ég man rétt, enda boðaði hún svartnætti dag eftir dag. En hver er í hnotskurn boðskapur Lars Christensen í nýrri greiningu hans? „Þetta gæti verið betra en er nú ekki svo slæmt“ (lausleg þýðing á yfirskrift kynningar hans á fundi VÍB). Á Íslandi er hagvöxtur meiri og verður að öllum líkindum meiri á næsta ári en á a.m.k. þremur hinna Norðurlandaríkjanna og nær flest öllum ríkjum Evrópu. Atvinnuleysi er minnkandi og hefur lækkað hraðar en Lars og félagar reiknuðu með í síðustu spá. Hér er kominn viðunandi stöðugleiki, fjármálakerfið komið í gang, grunnur einkaneyslu er þokkalega traustur og fjárfestingar þokast upp á við. Lars hefur ekki tiltakanlegar áhyggjur af verðbólgu og telur ekki þörf fyrir meira peningalegt aðhald nema síður sé. Áhugi erlendra fjárfesta fer vaxandi á Íslandi þó að höft á fjármagnshreyfingar fæli frá og ofan af þeim telur Lars þurfa að vinda svo fljótt sem auðið er.Ekki afgreiddur sem vinstri „agent“ Sem sagt, að mati hins danska spámanns er efnahagslífið á réttri leið. Og ekki verður maðurinn afgreiddur sem vinstri „agent“ eða málpípa ríkisstjórnarinnar. Lars lýsir sjálfum sér sem hörðum markaðssinna og höllum undir kenningar Milton Friedman. Nei, þetta er sami maður og sagði okkur til syndanna 2006 og reyndist því miður hafa rétt fyrir sér. Er ef til vill ástæða til að taka mark á honum nú eða eigum við að afgreiða hann aftur úr umræðunni með ódýrum hætti og fylgja leiðsögn Bjarna Ben og Sigmund Davíðs í efnahagsmálum um að heimurinn sé að farast? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fræg er innkoma hins danska Lars Christensen í umræður um íslensk efnahagsmál árið 2006. Lars karlinn var ekki sleginn blindu á ójafnvægið, skuldsetninguna og hætturnar í íslensku efnahagsbólunni eins og flestir hér heima. Hann horfði á mælana, kannaði undirliggjandi hagvísa og dró sínar ályktanir um að hér stefndi í óefni og reyndist sannspár eins og við þekkjum. Nýfrjálshyggju- og útrásarliðið á Íslandi tók gagnrýni hans illa eins og yfirleitt öllu og öllum sem ekki tóku þátt í lofgerðarsöngnum um íslensku snilldina. Lars þótti vera veisluspillir sem stýrðist af litlu öðru en sérstakri tegund af danskri öfund og var þannig afgreiddur út úr umræðunni.Áhugi erlendra fjárfesta vaxandi Nú er Lars mættur hingað í annað sinn eftir hrun með Íslandsgreiningu sína og samstarfsmanna hjá Danske Bank í farteskinu. Hin fyrri, fyrir einu og hálfu ári eða svo, var fremur jákvæð í garð þess árangurs sem þá hafði náðst frá hruni og rímaði ekki illa við skrif mín um landris í efnahagsmálum. Ekki tók nú stjórnarandstaðan beinlínis kollhnís af gleði vegna fyrri heimsóknar Lars Christensen hingað eftir hrun ef ég man rétt, enda boðaði hún svartnætti dag eftir dag. En hver er í hnotskurn boðskapur Lars Christensen í nýrri greiningu hans? „Þetta gæti verið betra en er nú ekki svo slæmt“ (lausleg þýðing á yfirskrift kynningar hans á fundi VÍB). Á Íslandi er hagvöxtur meiri og verður að öllum líkindum meiri á næsta ári en á a.m.k. þremur hinna Norðurlandaríkjanna og nær flest öllum ríkjum Evrópu. Atvinnuleysi er minnkandi og hefur lækkað hraðar en Lars og félagar reiknuðu með í síðustu spá. Hér er kominn viðunandi stöðugleiki, fjármálakerfið komið í gang, grunnur einkaneyslu er þokkalega traustur og fjárfestingar þokast upp á við. Lars hefur ekki tiltakanlegar áhyggjur af verðbólgu og telur ekki þörf fyrir meira peningalegt aðhald nema síður sé. Áhugi erlendra fjárfesta fer vaxandi á Íslandi þó að höft á fjármagnshreyfingar fæli frá og ofan af þeim telur Lars þurfa að vinda svo fljótt sem auðið er.Ekki afgreiddur sem vinstri „agent“ Sem sagt, að mati hins danska spámanns er efnahagslífið á réttri leið. Og ekki verður maðurinn afgreiddur sem vinstri „agent“ eða málpípa ríkisstjórnarinnar. Lars lýsir sjálfum sér sem hörðum markaðssinna og höllum undir kenningar Milton Friedman. Nei, þetta er sami maður og sagði okkur til syndanna 2006 og reyndist því miður hafa rétt fyrir sér. Er ef til vill ástæða til að taka mark á honum nú eða eigum við að afgreiða hann aftur úr umræðunni með ódýrum hætti og fylgja leiðsögn Bjarna Ben og Sigmund Davíðs í efnahagsmálum um að heimurinn sé að farast?
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun