Göran Persson: Ljúkið viðræðunum við ESB Össur Skarphéðinsson skrifar 5. desember 2012 06:00 Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Ísland rétt eftir bankahrunið og flutti magnaða ræðu. Hún var ákall til Íslendinga um þjóðarsamstöðu og úthald. Persson hafði sjálfur tekið þátt í að stýra Svíþjóð gegnum norrænu bankakreppuna upp úr 1990. Á grundvelli þeirrar reynslu hvatti hann Íslendinga til að hlusta ekki á þær raddir, sem vildu fresta því að axla sársaukafullar aðgerðir og sagði okkur að taka slaginn strax. Hann réði okkur heilt. Í síðasta mánuði, fjórum árum eftir bankahrunið, kom Göran Persson aftur í heimsókn til Íslands. Hann taldi margt hafa gengið vel í endurreisninni, en ýmislegt þyrfti að tryggja betur. Stef hans var að Íslendingar yrðu að auka útflutning sinn til að afla gjaldeyris til að þurfa ekki að taka lán fyrir afborgunum og vöxtum. Þannig ynnum við traust umheimsins. Og við yrðum að leysa til frambúðar vandamálin sem tengjast gjaldmiðlinum. Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefði Svíþjóð haft jákvæðan viðskiptajöfnuð við útlönd. Það væri sá grunnur að hagvexti og velferð sem Íslendingar þyrftu að leggja – líkt og Svíar á sínum tíma. En til að útflutningur geti aukist í litlu opnu hagkerfi þarf gengisstöðugleika, erlendar fjárfestingar, frjáls viðskipti. Aðild að Evrópusambandinu hefur stuðlað að þessu í Svíþjóð. Persson var bjartsýnn á framtíð evrunnar þó hann drægi síst úr efnahagserfiðleikum Evrópu. Sérlega athyglisvert var að Persson taldi að Svíþjóð myndi í framtíðinni taka upp evruna enda kvað hann erfitt fyrir lítið ríki eins og Svíþjóð að halda úti eigin gjaldmiðli. Litlir gjaldmiðlar þyrftu skjól. Mikilvægustu skilaboð gamla forsætisráðherrans til Íslendinga var að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Nú væri ekki tími til að kikna í hnjánum og hlaupa frá hálfköruðu verki. Brýnt væri að ljúka samningum og sjá svart á hvítu hvaða lausnir og kjör okkur bjóðast á þeim vandamálum sem við blasa varðandi útflutning og gjaldmiðilinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Ísland rétt eftir bankahrunið og flutti magnaða ræðu. Hún var ákall til Íslendinga um þjóðarsamstöðu og úthald. Persson hafði sjálfur tekið þátt í að stýra Svíþjóð gegnum norrænu bankakreppuna upp úr 1990. Á grundvelli þeirrar reynslu hvatti hann Íslendinga til að hlusta ekki á þær raddir, sem vildu fresta því að axla sársaukafullar aðgerðir og sagði okkur að taka slaginn strax. Hann réði okkur heilt. Í síðasta mánuði, fjórum árum eftir bankahrunið, kom Göran Persson aftur í heimsókn til Íslands. Hann taldi margt hafa gengið vel í endurreisninni, en ýmislegt þyrfti að tryggja betur. Stef hans var að Íslendingar yrðu að auka útflutning sinn til að afla gjaldeyris til að þurfa ekki að taka lán fyrir afborgunum og vöxtum. Þannig ynnum við traust umheimsins. Og við yrðum að leysa til frambúðar vandamálin sem tengjast gjaldmiðlinum. Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefði Svíþjóð haft jákvæðan viðskiptajöfnuð við útlönd. Það væri sá grunnur að hagvexti og velferð sem Íslendingar þyrftu að leggja – líkt og Svíar á sínum tíma. En til að útflutningur geti aukist í litlu opnu hagkerfi þarf gengisstöðugleika, erlendar fjárfestingar, frjáls viðskipti. Aðild að Evrópusambandinu hefur stuðlað að þessu í Svíþjóð. Persson var bjartsýnn á framtíð evrunnar þó hann drægi síst úr efnahagserfiðleikum Evrópu. Sérlega athyglisvert var að Persson taldi að Svíþjóð myndi í framtíðinni taka upp evruna enda kvað hann erfitt fyrir lítið ríki eins og Svíþjóð að halda úti eigin gjaldmiðli. Litlir gjaldmiðlar þyrftu skjól. Mikilvægustu skilaboð gamla forsætisráðherrans til Íslendinga var að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Nú væri ekki tími til að kikna í hnjánum og hlaupa frá hálfköruðu verki. Brýnt væri að ljúka samningum og sjá svart á hvítu hvaða lausnir og kjör okkur bjóðast á þeim vandamálum sem við blasa varðandi útflutning og gjaldmiðilinn.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar