Martröð Eldvarpavirkjunar eða draumurinn um "Eldhringinn“? 22. nóvember 2012 06:00 Nú skal kveðið skýrt að: Af hverju yrði Eldvarpavirkjun tilefni til að kalla allar núlifandi kynslóðir Íslands sem komnar eru til vits og ára „sjálfhverfu kynslóðirnar"? Af hverju yrði hún heimskulegur, siðlaus og óskiljanlegur umhverfisglæpur? Það er vegna þess að með virkjun Eldvarpa á ekki aðeins að umturna og eyðileggja gígaröð, einstætt náttúruverðmæti, heldur líka að stytta endingartíma sameiginlegs jarðhitageymis Eldvarpa og Svartsengis úr 50 árum niður fyrir 30 ár en fullyrða samt að um sé að ræða endurnýjanlega orkunýtingu sem fyrirmynd fyrir heimsbyggðina! Þetta eru ekki upphrópanir út í loftið, vísindaleg gögn liggja fyrir þessu. Og það á líka að ráðast á svipaðan hátt á næstu gígaröð, Sveifluháls, austan Eldvarpa, sem hefur á sér form svonefndra móbergshryggja, en þeir eru gígaraðir sem mynduðust undir jökli. Og þá er spurt: Hvaða máli skiptir það? Og svarið er einfalt: Hvergi á þurrlendi jarðar er að finna gígaraðir eins og á Íslandi. Í þeim speglast sköpun nýs lands á skilum meginlandsflekanna, nokkuð sem hvergi sést nema hér. Flestar gígaraðir á Íslandi, móbergshryggirnir, urðu til undir ísaldarjökli, en aðeins fáar gígaraðir eru til sem mynduðust í eldgosum eftir ísöld og eru eins reglulegar og fallegar og Eldvörp. Draumurinn um „Eldhringinn" Allir kannast við „Gullna hringinn". En ég á mér draum um „Eldhringinn" eða „Rauða hringinn". Og af því að flestir kannast við lag Johnny Cash, Ring of Fire, mætti annaðhvort kalla Eldhringinn því nafni á ensku eða „Red circle". Ferðalag um Eldhringinn myndi hefjast við „gjána á milli heimsálfanna", aðeins fáa kílómetra frá stærsta alþjóðaflugvelli landsins, og halda áfram við Eldvörp, sömuleiðis fáa kílómetra frá flugvellinum. Þar sæi fólk að mestu ósnortið svæðið með þessari fallegu röð átján gíga, sem varð til í augsýn fólksins sem hér bjó fyrir tæpum 800 árum. Einnig fornminjar, sumar frá tímum Tyrkjaránsins, og gönguleiðir vermanna fyrri alda og fólk gæti upplifað forna tíma baráttu fátækrar þjóðar við óblíða náttúru, „survival", æ eftirsóttari tegund ferðamennsku í fágætu umhverfi. Sömuleiðis byrjað að upplifa þá landsköpun og hamfarir, sem gígaröðin vitnar um. Síðan yrði farið austur að Krýsuvík og Sveifluhálsi til að sjá ummerki eftir sams konar eldvirkni undir jökli. Á leið til Reykjavíkur mætti bæta við Sogunum við Trölladyngju, en fara þarf austur í Landmannalaugar eða upp í Kerlingarfjöll til að sjá viðlíka gil. Ef útlendur gestur væri tímabundinn, léti hann þetta nægja, en vissi þó að þetta væri aðeins upphaf Eldhringsins og því full ástæða til að koma aftur til Íslands eða lengja ferðina, því að næsti áfangastaður Eldhringsins yrði gossvæði Kröfluelda, Leirhnjúkur-Gjástykki. Þar blasa við enn magnaðri og skýrari ummerki um „sköpun jarðarinnar", sem hvergi er að sjá annars staðar í víðri veröld, auk fyrirhugaðs æfingasvæðis fyrir marsfara framtíðarinnar. Hægt að sjá kvikmyndir, ljósmyndir og vitnisburði þeirra sem upplifðu þessar hamfarir og lifa sig inn í það í leiðinni. Eldhringnum yrði síðan lokað í Lakagígum í mögnuðustu gígaröð jarðar og þá kemur sér vel að hafa komið áður í Gjástykki. Óafturkræf spjöll Nú má sjá í rammaáætlun að gefin hefur verið út sú aftökuskipun á Eldvörp að gera þau að virkjunarsvæði í stíl Hellisheiðarvirkjunar og sóa jarðvarma svæðisins á innan við 30 árum í stað 50. Einnig á að gera Sveifluháls, Krýsuvík og Trölladyngju að virkjanasvæði og fara það langt með virkjanir inn á Leirhnjúks-Gjástykkissvæðið að það yrði laskað verulega. Allt óafturkræf spjöll. Þetta er ekki aðeins botnlaus græðgi heldur brot gegn þeim ungu Íslendingum, sem neyða á til að taka við Eldvarpasvæðinu lemstruðu og ónýtu eftir 30 ár og hinum svæðunum ónýtum eftir 50 ár og fá engu um það ráðið. Að ekki sé talað um þær milljónir Íslendinga sem ófæddir eru. Þetta er hróplegt brot á skuldbindingum okkar í Ríósáttmálanum um sjálfbæra þróun og heitir rányrkja á góðri íslensku. Aðeins sjálfhverfar kynslóðir ástunda þann meðvitaða þjófnað og glæp að skila landinu með græðgi og rányrkju verra til afkomendanna en þær tóku við því og brjóta með því gegn jafnrétti kynslóðanna, sem er stærsta og mikilvægasta réttlætismál mannkynsins á 21. öldinni og forsenda þess að lifa af. Ég á mér að vísu draum um Eldhringinn. En stærri er draumurinn um heiður Íslands, jafnrétti kynslóðanna og framtíð Íslendinga og mannkynsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Nú skal kveðið skýrt að: Af hverju yrði Eldvarpavirkjun tilefni til að kalla allar núlifandi kynslóðir Íslands sem komnar eru til vits og ára „sjálfhverfu kynslóðirnar"? Af hverju yrði hún heimskulegur, siðlaus og óskiljanlegur umhverfisglæpur? Það er vegna þess að með virkjun Eldvarpa á ekki aðeins að umturna og eyðileggja gígaröð, einstætt náttúruverðmæti, heldur líka að stytta endingartíma sameiginlegs jarðhitageymis Eldvarpa og Svartsengis úr 50 árum niður fyrir 30 ár en fullyrða samt að um sé að ræða endurnýjanlega orkunýtingu sem fyrirmynd fyrir heimsbyggðina! Þetta eru ekki upphrópanir út í loftið, vísindaleg gögn liggja fyrir þessu. Og það á líka að ráðast á svipaðan hátt á næstu gígaröð, Sveifluháls, austan Eldvarpa, sem hefur á sér form svonefndra móbergshryggja, en þeir eru gígaraðir sem mynduðust undir jökli. Og þá er spurt: Hvaða máli skiptir það? Og svarið er einfalt: Hvergi á þurrlendi jarðar er að finna gígaraðir eins og á Íslandi. Í þeim speglast sköpun nýs lands á skilum meginlandsflekanna, nokkuð sem hvergi sést nema hér. Flestar gígaraðir á Íslandi, móbergshryggirnir, urðu til undir ísaldarjökli, en aðeins fáar gígaraðir eru til sem mynduðust í eldgosum eftir ísöld og eru eins reglulegar og fallegar og Eldvörp. Draumurinn um „Eldhringinn" Allir kannast við „Gullna hringinn". En ég á mér draum um „Eldhringinn" eða „Rauða hringinn". Og af því að flestir kannast við lag Johnny Cash, Ring of Fire, mætti annaðhvort kalla Eldhringinn því nafni á ensku eða „Red circle". Ferðalag um Eldhringinn myndi hefjast við „gjána á milli heimsálfanna", aðeins fáa kílómetra frá stærsta alþjóðaflugvelli landsins, og halda áfram við Eldvörp, sömuleiðis fáa kílómetra frá flugvellinum. Þar sæi fólk að mestu ósnortið svæðið með þessari fallegu röð átján gíga, sem varð til í augsýn fólksins sem hér bjó fyrir tæpum 800 árum. Einnig fornminjar, sumar frá tímum Tyrkjaránsins, og gönguleiðir vermanna fyrri alda og fólk gæti upplifað forna tíma baráttu fátækrar þjóðar við óblíða náttúru, „survival", æ eftirsóttari tegund ferðamennsku í fágætu umhverfi. Sömuleiðis byrjað að upplifa þá landsköpun og hamfarir, sem gígaröðin vitnar um. Síðan yrði farið austur að Krýsuvík og Sveifluhálsi til að sjá ummerki eftir sams konar eldvirkni undir jökli. Á leið til Reykjavíkur mætti bæta við Sogunum við Trölladyngju, en fara þarf austur í Landmannalaugar eða upp í Kerlingarfjöll til að sjá viðlíka gil. Ef útlendur gestur væri tímabundinn, léti hann þetta nægja, en vissi þó að þetta væri aðeins upphaf Eldhringsins og því full ástæða til að koma aftur til Íslands eða lengja ferðina, því að næsti áfangastaður Eldhringsins yrði gossvæði Kröfluelda, Leirhnjúkur-Gjástykki. Þar blasa við enn magnaðri og skýrari ummerki um „sköpun jarðarinnar", sem hvergi er að sjá annars staðar í víðri veröld, auk fyrirhugaðs æfingasvæðis fyrir marsfara framtíðarinnar. Hægt að sjá kvikmyndir, ljósmyndir og vitnisburði þeirra sem upplifðu þessar hamfarir og lifa sig inn í það í leiðinni. Eldhringnum yrði síðan lokað í Lakagígum í mögnuðustu gígaröð jarðar og þá kemur sér vel að hafa komið áður í Gjástykki. Óafturkræf spjöll Nú má sjá í rammaáætlun að gefin hefur verið út sú aftökuskipun á Eldvörp að gera þau að virkjunarsvæði í stíl Hellisheiðarvirkjunar og sóa jarðvarma svæðisins á innan við 30 árum í stað 50. Einnig á að gera Sveifluháls, Krýsuvík og Trölladyngju að virkjanasvæði og fara það langt með virkjanir inn á Leirhnjúks-Gjástykkissvæðið að það yrði laskað verulega. Allt óafturkræf spjöll. Þetta er ekki aðeins botnlaus græðgi heldur brot gegn þeim ungu Íslendingum, sem neyða á til að taka við Eldvarpasvæðinu lemstruðu og ónýtu eftir 30 ár og hinum svæðunum ónýtum eftir 50 ár og fá engu um það ráðið. Að ekki sé talað um þær milljónir Íslendinga sem ófæddir eru. Þetta er hróplegt brot á skuldbindingum okkar í Ríósáttmálanum um sjálfbæra þróun og heitir rányrkja á góðri íslensku. Aðeins sjálfhverfar kynslóðir ástunda þann meðvitaða þjófnað og glæp að skila landinu með græðgi og rányrkju verra til afkomendanna en þær tóku við því og brjóta með því gegn jafnrétti kynslóðanna, sem er stærsta og mikilvægasta réttlætismál mannkynsins á 21. öldinni og forsenda þess að lifa af. Ég á mér að vísu draum um Eldhringinn. En stærri er draumurinn um heiður Íslands, jafnrétti kynslóðanna og framtíð Íslendinga og mannkynsins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun