Svar við bréfi Jóhanns Gylfi Arnbjörnsson skrifar 19. nóvember 2012 06:00 Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sendi mér opið bréf á föstudag þar sem hann spyr hverjum hann eigi að stefna fyrir að hafa tekið út séreignasparnað sinn til að takast á við kreppuna. Það er miður að Jóhann virðist ekki greina á milli samtryggingar og séreignar. Málið er ekki sérlega flókið. Ef teknir eru skattar af lífeyrissjóðunum þá minnkar geta þeirra til að greiða almennu launafólki lífeyri, af því leiðir að réttindi eru lækkuð. Hins vegar bætir ríkissjóður sem launagreiðandi sínum lífeyrissjóðum og sínum starfsmönnum þennan skatt með auknu framlagi og engin lífeyrisréttindi þarf að lækka. Miðað við almennan áhuga ráðherra og þingmanna á að nota ríkissjóð til að verja eigin réttindi og skilningsleysi þeirra á því að í landinu eru tvö ólík lífeyriskerfi ætti svo sem ekki að koma á óvart, að aðstoðarmenn vaði sömu villu. Og Jóhann, það var ASÍ sem lagði til í október 2008 að hækka yrði vaxtabætur til að hjálpa heimilunum. Ríkisstjórnin gerði hins vegar ekkert í málinu fyrr en 2011 eftir mikinn þrýsting frá ASÍ. Það er dapurlegt að Jóhann skuli setja samasemmerki milli lífeyrisréttinda almennings og stöðu bankanna í hruninu. Það ber vott um undarlega sýn á það sem hér gerðist 2008. Bankarnir voru gerendur í efnahagshruninu á meðan launafólk mátti þola skert lífeyrisréttindi vegna þess. Að ríkisstjórnin skuli útfæra sérstakan skatt á lífeyrisréttindi, skatt sem lendir eingöngu á almennu launafólki sem býr við lakari réttindi en opinberir starfsmenn, er ekki bara óþolandi heldur óréttlátt. Þetta er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. En sjáðu til Jóhann, þetta vissi forsætisráðherra og allur þingheimur. Þetta höfðu forseti og varaforseti ASÍ farið ítarlega yfir með fulltrúum ríkisstjórnarinnar haustið 2010 þegar ríkisstjórnin krafðist þess að stjórnir lífeyrissjóðanna brytu lög í landinu og aftur haustið 2011 þegar umrætt frumvarp kom fram. Samt var það þannig að þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna ákváðu að styðja þetta frumvarp, vitandi af þessu grófa ójafnræði. Þeir sáu ekki ástæðu til að standa vaktina fyrir 100 þúsund launamenn á hinum almenna vinnumarkaði. Það er miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Tengdar fréttir Opið bréf til forseta ASÍ Kæri Gylfi Arnbjörnsson. Ég er einn þeirra sem tóku út séreignarsparnað til þess að mæta áföllum bankahrunsins. Það var gert með heimild sem núverandi stjórnvöld lögleiddu. Þessi úttekt á sparnaði var mitt tjón vegna glæframennsku, gáleysis og vanrækslu sem ég tel mig ekki bera sérstaka ábyrgð á. Ég átti einnig svolítinn sparnað hjá Allianz í gjaldeyri sem ég varð einnig að tæma vegna hækkunar á íbúða- og lífeyrissjóðslánum mínum. 16. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sendi mér opið bréf á föstudag þar sem hann spyr hverjum hann eigi að stefna fyrir að hafa tekið út séreignasparnað sinn til að takast á við kreppuna. Það er miður að Jóhann virðist ekki greina á milli samtryggingar og séreignar. Málið er ekki sérlega flókið. Ef teknir eru skattar af lífeyrissjóðunum þá minnkar geta þeirra til að greiða almennu launafólki lífeyri, af því leiðir að réttindi eru lækkuð. Hins vegar bætir ríkissjóður sem launagreiðandi sínum lífeyrissjóðum og sínum starfsmönnum þennan skatt með auknu framlagi og engin lífeyrisréttindi þarf að lækka. Miðað við almennan áhuga ráðherra og þingmanna á að nota ríkissjóð til að verja eigin réttindi og skilningsleysi þeirra á því að í landinu eru tvö ólík lífeyriskerfi ætti svo sem ekki að koma á óvart, að aðstoðarmenn vaði sömu villu. Og Jóhann, það var ASÍ sem lagði til í október 2008 að hækka yrði vaxtabætur til að hjálpa heimilunum. Ríkisstjórnin gerði hins vegar ekkert í málinu fyrr en 2011 eftir mikinn þrýsting frá ASÍ. Það er dapurlegt að Jóhann skuli setja samasemmerki milli lífeyrisréttinda almennings og stöðu bankanna í hruninu. Það ber vott um undarlega sýn á það sem hér gerðist 2008. Bankarnir voru gerendur í efnahagshruninu á meðan launafólk mátti þola skert lífeyrisréttindi vegna þess. Að ríkisstjórnin skuli útfæra sérstakan skatt á lífeyrisréttindi, skatt sem lendir eingöngu á almennu launafólki sem býr við lakari réttindi en opinberir starfsmenn, er ekki bara óþolandi heldur óréttlátt. Þetta er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. En sjáðu til Jóhann, þetta vissi forsætisráðherra og allur þingheimur. Þetta höfðu forseti og varaforseti ASÍ farið ítarlega yfir með fulltrúum ríkisstjórnarinnar haustið 2010 þegar ríkisstjórnin krafðist þess að stjórnir lífeyrissjóðanna brytu lög í landinu og aftur haustið 2011 þegar umrætt frumvarp kom fram. Samt var það þannig að þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna ákváðu að styðja þetta frumvarp, vitandi af þessu grófa ójafnræði. Þeir sáu ekki ástæðu til að standa vaktina fyrir 100 þúsund launamenn á hinum almenna vinnumarkaði. Það er miður.
Opið bréf til forseta ASÍ Kæri Gylfi Arnbjörnsson. Ég er einn þeirra sem tóku út séreignarsparnað til þess að mæta áföllum bankahrunsins. Það var gert með heimild sem núverandi stjórnvöld lögleiddu. Þessi úttekt á sparnaði var mitt tjón vegna glæframennsku, gáleysis og vanrækslu sem ég tel mig ekki bera sérstaka ábyrgð á. Ég átti einnig svolítinn sparnað hjá Allianz í gjaldeyri sem ég varð einnig að tæma vegna hækkunar á íbúða- og lífeyrissjóðslánum mínum. 16. nóvember 2012 06:00
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar