Undir merkjum Jóhönnu Mörður Árnason skrifar 16. nóvember 2012 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir hættir stjórnmálastörfum við lok kjörtímabilsins. Ferill hennar er merkilegur og glæsilegur. Þegar frá líður held ég að menn staldri ekki síst við endurreisnina úr hruninu. Við það erfiða forystuverk hefur Jóhanna haft skýra sýn – sýn jafnaðarstefnunnar. Strax var ljóst að velferðarþjónustunni yrði hlíft eins og hægt var við niðurskurði – öfugt við hörmungar í ýmsum löndum sem lentu í fjármagnskreppu um leið og Ísland. Til að verja þá sem verst voru staddir, en líka atvinnulífinu í hag. Velferðarþjónusta og gott menntakerfi er ekki lúxus sem menn geta því aðeins leyft sér að það veiðist vel og markaðir séu hagstæðir. Velferð og menntir eru lífsgæði – en líka forsenda þess að atvinnufyrirtækin njóti heilbrigðra og hæfra starfsmanna. Það yrði að halda á floti sem flestum fyrirtækjum, til þess að tryggja samfellu í atvinnulífinu og forðast himinhrópandi atvinnuleysi – þar komu meðal annars ráð frá sænskum jafnaðarmönnum, og ekki síður frá Finnum sem á sínum tíma völdu vonda leið gjaldþrotahrinu og fjöldaatvinnuleysis. Atvinnuleysið varð yfir 50% í norðurhéruðum landsins með tilheyrandi eymd og drunga. Jóhanna og hennar fólk lögðu líka áherslu á að hreinsa til í stjórnsýslunni og koma böndum á fjármálakerfið eftir átján ára græðgisvæðingu hægriaflanna. Undir forystu Jóhönnu gáfu stjórnmálamenn sérkjörnum fulltrúum þjóðarinnar svigrúm til að móta nýja stjórnarskrá, sem um daginn sigldi þöndum seglum gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu. Verk að vinna Það hefur ekki allt tekist. Þar ber meðal annars að nefna að þrátt fyrir að hér hafi verið gert meira en nokkurs staðar annars staðar í okkar samtíma til að aðstoða fólk í skuldavanda er víða mikill vandi – einkum hjá lánsveðshópnum og öðrum sem tóku verðtryggð lán rétt fyrir hrun. Þar er verk að vinna. Og víðar er verk að vinna – með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Við þurfum að byggja upp velferðarþjónustuna að nýju – og virða þar meðal annars rétt fólks á „þriðja æviskeiðinu“. Raunar í húsnæðismálunum yfirhöfuð. Eftir sameiginlegt skipbrot okkar í húsnæðisskuldunum – þótt einstaklingarnir hafi sloppið misvel eru í öllum fjölskyldum dæmi um vanda, jafnvel neyð – er kominn tími til að líta upp úr séreignarþrákelkni og líta til annarra þjóða, svo sem jafnaðarsamfélaganna á Norðurlöndum, eftir fyrirmyndum við að koma þaki yfir höfuð nýjum kynslóðum. Margt bendir til þess að nú sé að ljúka stóriðjuöldinni í íslenskri atvinnusögu, rétt eins og skútuöldin rann sitt skeið. Lítið er orðið eftir af virkjanlegri vatnsorku og reynsla liðinna ára sýnir að á jarðvarmann er ekki að stóla. Sovésk einblíning á orkuöflun og stóriðju sem bjargráð er ekki vænleg til árangurs á 21. öld. Nú þarf að sinna öðrum greinum í undirstöðunni: Velrekinni og markvissri ferðaþjónustu, þekkingargreinunum, nýsköpun í iðnaði, sjávarútvegi og landbúnaði. Græna hagkerfið er að koma – ef við kunnum að greiða því leið. Til þess að ná árangri verðum við að temja okkur aga í hagstjórn, og við þurfum að losna við sífelldar sveiflur og óróa. Til þess þurfum við nána samvinnu við grannþjóðir okkar, sem við höfum umgengist í blíðu og stríðu í þúsund ár. Slíkt samstarf hentar vel stoltri og sjálfráða þjóð með góðan menningararf og langa sköpunarhefð. Evrópa endar hér, sagði Hannes Pétursson nokkurn veginn í góðu kvæði. Ég segi: Evrópa byrjar hér. Evrópa, græn framtíð, betri velferðarþjónusta, almennileg húsnæðisstefna, stjórnfesta hjá ríki og sveitarfélögum, markaðurinn notaður sem þjónn en ekki hafður sem húsbóndi. Þessi eru nokkur erindi jafnaðarmanna á næstu árum – með fordæmi Jóhönnu Sigurðardóttur í farteskinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir hættir stjórnmálastörfum við lok kjörtímabilsins. Ferill hennar er merkilegur og glæsilegur. Þegar frá líður held ég að menn staldri ekki síst við endurreisnina úr hruninu. Við það erfiða forystuverk hefur Jóhanna haft skýra sýn – sýn jafnaðarstefnunnar. Strax var ljóst að velferðarþjónustunni yrði hlíft eins og hægt var við niðurskurði – öfugt við hörmungar í ýmsum löndum sem lentu í fjármagnskreppu um leið og Ísland. Til að verja þá sem verst voru staddir, en líka atvinnulífinu í hag. Velferðarþjónusta og gott menntakerfi er ekki lúxus sem menn geta því aðeins leyft sér að það veiðist vel og markaðir séu hagstæðir. Velferð og menntir eru lífsgæði – en líka forsenda þess að atvinnufyrirtækin njóti heilbrigðra og hæfra starfsmanna. Það yrði að halda á floti sem flestum fyrirtækjum, til þess að tryggja samfellu í atvinnulífinu og forðast himinhrópandi atvinnuleysi – þar komu meðal annars ráð frá sænskum jafnaðarmönnum, og ekki síður frá Finnum sem á sínum tíma völdu vonda leið gjaldþrotahrinu og fjöldaatvinnuleysis. Atvinnuleysið varð yfir 50% í norðurhéruðum landsins með tilheyrandi eymd og drunga. Jóhanna og hennar fólk lögðu líka áherslu á að hreinsa til í stjórnsýslunni og koma böndum á fjármálakerfið eftir átján ára græðgisvæðingu hægriaflanna. Undir forystu Jóhönnu gáfu stjórnmálamenn sérkjörnum fulltrúum þjóðarinnar svigrúm til að móta nýja stjórnarskrá, sem um daginn sigldi þöndum seglum gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu. Verk að vinna Það hefur ekki allt tekist. Þar ber meðal annars að nefna að þrátt fyrir að hér hafi verið gert meira en nokkurs staðar annars staðar í okkar samtíma til að aðstoða fólk í skuldavanda er víða mikill vandi – einkum hjá lánsveðshópnum og öðrum sem tóku verðtryggð lán rétt fyrir hrun. Þar er verk að vinna. Og víðar er verk að vinna – með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Við þurfum að byggja upp velferðarþjónustuna að nýju – og virða þar meðal annars rétt fólks á „þriðja æviskeiðinu“. Raunar í húsnæðismálunum yfirhöfuð. Eftir sameiginlegt skipbrot okkar í húsnæðisskuldunum – þótt einstaklingarnir hafi sloppið misvel eru í öllum fjölskyldum dæmi um vanda, jafnvel neyð – er kominn tími til að líta upp úr séreignarþrákelkni og líta til annarra þjóða, svo sem jafnaðarsamfélaganna á Norðurlöndum, eftir fyrirmyndum við að koma þaki yfir höfuð nýjum kynslóðum. Margt bendir til þess að nú sé að ljúka stóriðjuöldinni í íslenskri atvinnusögu, rétt eins og skútuöldin rann sitt skeið. Lítið er orðið eftir af virkjanlegri vatnsorku og reynsla liðinna ára sýnir að á jarðvarmann er ekki að stóla. Sovésk einblíning á orkuöflun og stóriðju sem bjargráð er ekki vænleg til árangurs á 21. öld. Nú þarf að sinna öðrum greinum í undirstöðunni: Velrekinni og markvissri ferðaþjónustu, þekkingargreinunum, nýsköpun í iðnaði, sjávarútvegi og landbúnaði. Græna hagkerfið er að koma – ef við kunnum að greiða því leið. Til þess að ná árangri verðum við að temja okkur aga í hagstjórn, og við þurfum að losna við sífelldar sveiflur og óróa. Til þess þurfum við nána samvinnu við grannþjóðir okkar, sem við höfum umgengist í blíðu og stríðu í þúsund ár. Slíkt samstarf hentar vel stoltri og sjálfráða þjóð með góðan menningararf og langa sköpunarhefð. Evrópa endar hér, sagði Hannes Pétursson nokkurn veginn í góðu kvæði. Ég segi: Evrópa byrjar hér. Evrópa, græn framtíð, betri velferðarþjónusta, almennileg húsnæðisstefna, stjórnfesta hjá ríki og sveitarfélögum, markaðurinn notaður sem þjónn en ekki hafður sem húsbóndi. Þessi eru nokkur erindi jafnaðarmanna á næstu árum – með fordæmi Jóhönnu Sigurðardóttur í farteskinu.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun