Undir merkjum Jóhönnu Mörður Árnason skrifar 16. nóvember 2012 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir hættir stjórnmálastörfum við lok kjörtímabilsins. Ferill hennar er merkilegur og glæsilegur. Þegar frá líður held ég að menn staldri ekki síst við endurreisnina úr hruninu. Við það erfiða forystuverk hefur Jóhanna haft skýra sýn – sýn jafnaðarstefnunnar. Strax var ljóst að velferðarþjónustunni yrði hlíft eins og hægt var við niðurskurði – öfugt við hörmungar í ýmsum löndum sem lentu í fjármagnskreppu um leið og Ísland. Til að verja þá sem verst voru staddir, en líka atvinnulífinu í hag. Velferðarþjónusta og gott menntakerfi er ekki lúxus sem menn geta því aðeins leyft sér að það veiðist vel og markaðir séu hagstæðir. Velferð og menntir eru lífsgæði – en líka forsenda þess að atvinnufyrirtækin njóti heilbrigðra og hæfra starfsmanna. Það yrði að halda á floti sem flestum fyrirtækjum, til þess að tryggja samfellu í atvinnulífinu og forðast himinhrópandi atvinnuleysi – þar komu meðal annars ráð frá sænskum jafnaðarmönnum, og ekki síður frá Finnum sem á sínum tíma völdu vonda leið gjaldþrotahrinu og fjöldaatvinnuleysis. Atvinnuleysið varð yfir 50% í norðurhéruðum landsins með tilheyrandi eymd og drunga. Jóhanna og hennar fólk lögðu líka áherslu á að hreinsa til í stjórnsýslunni og koma böndum á fjármálakerfið eftir átján ára græðgisvæðingu hægriaflanna. Undir forystu Jóhönnu gáfu stjórnmálamenn sérkjörnum fulltrúum þjóðarinnar svigrúm til að móta nýja stjórnarskrá, sem um daginn sigldi þöndum seglum gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu. Verk að vinna Það hefur ekki allt tekist. Þar ber meðal annars að nefna að þrátt fyrir að hér hafi verið gert meira en nokkurs staðar annars staðar í okkar samtíma til að aðstoða fólk í skuldavanda er víða mikill vandi – einkum hjá lánsveðshópnum og öðrum sem tóku verðtryggð lán rétt fyrir hrun. Þar er verk að vinna. Og víðar er verk að vinna – með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Við þurfum að byggja upp velferðarþjónustuna að nýju – og virða þar meðal annars rétt fólks á „þriðja æviskeiðinu“. Raunar í húsnæðismálunum yfirhöfuð. Eftir sameiginlegt skipbrot okkar í húsnæðisskuldunum – þótt einstaklingarnir hafi sloppið misvel eru í öllum fjölskyldum dæmi um vanda, jafnvel neyð – er kominn tími til að líta upp úr séreignarþrákelkni og líta til annarra þjóða, svo sem jafnaðarsamfélaganna á Norðurlöndum, eftir fyrirmyndum við að koma þaki yfir höfuð nýjum kynslóðum. Margt bendir til þess að nú sé að ljúka stóriðjuöldinni í íslenskri atvinnusögu, rétt eins og skútuöldin rann sitt skeið. Lítið er orðið eftir af virkjanlegri vatnsorku og reynsla liðinna ára sýnir að á jarðvarmann er ekki að stóla. Sovésk einblíning á orkuöflun og stóriðju sem bjargráð er ekki vænleg til árangurs á 21. öld. Nú þarf að sinna öðrum greinum í undirstöðunni: Velrekinni og markvissri ferðaþjónustu, þekkingargreinunum, nýsköpun í iðnaði, sjávarútvegi og landbúnaði. Græna hagkerfið er að koma – ef við kunnum að greiða því leið. Til þess að ná árangri verðum við að temja okkur aga í hagstjórn, og við þurfum að losna við sífelldar sveiflur og óróa. Til þess þurfum við nána samvinnu við grannþjóðir okkar, sem við höfum umgengist í blíðu og stríðu í þúsund ár. Slíkt samstarf hentar vel stoltri og sjálfráða þjóð með góðan menningararf og langa sköpunarhefð. Evrópa endar hér, sagði Hannes Pétursson nokkurn veginn í góðu kvæði. Ég segi: Evrópa byrjar hér. Evrópa, græn framtíð, betri velferðarþjónusta, almennileg húsnæðisstefna, stjórnfesta hjá ríki og sveitarfélögum, markaðurinn notaður sem þjónn en ekki hafður sem húsbóndi. Þessi eru nokkur erindi jafnaðarmanna á næstu árum – með fordæmi Jóhönnu Sigurðardóttur í farteskinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir hættir stjórnmálastörfum við lok kjörtímabilsins. Ferill hennar er merkilegur og glæsilegur. Þegar frá líður held ég að menn staldri ekki síst við endurreisnina úr hruninu. Við það erfiða forystuverk hefur Jóhanna haft skýra sýn – sýn jafnaðarstefnunnar. Strax var ljóst að velferðarþjónustunni yrði hlíft eins og hægt var við niðurskurði – öfugt við hörmungar í ýmsum löndum sem lentu í fjármagnskreppu um leið og Ísland. Til að verja þá sem verst voru staddir, en líka atvinnulífinu í hag. Velferðarþjónusta og gott menntakerfi er ekki lúxus sem menn geta því aðeins leyft sér að það veiðist vel og markaðir séu hagstæðir. Velferð og menntir eru lífsgæði – en líka forsenda þess að atvinnufyrirtækin njóti heilbrigðra og hæfra starfsmanna. Það yrði að halda á floti sem flestum fyrirtækjum, til þess að tryggja samfellu í atvinnulífinu og forðast himinhrópandi atvinnuleysi – þar komu meðal annars ráð frá sænskum jafnaðarmönnum, og ekki síður frá Finnum sem á sínum tíma völdu vonda leið gjaldþrotahrinu og fjöldaatvinnuleysis. Atvinnuleysið varð yfir 50% í norðurhéruðum landsins með tilheyrandi eymd og drunga. Jóhanna og hennar fólk lögðu líka áherslu á að hreinsa til í stjórnsýslunni og koma böndum á fjármálakerfið eftir átján ára græðgisvæðingu hægriaflanna. Undir forystu Jóhönnu gáfu stjórnmálamenn sérkjörnum fulltrúum þjóðarinnar svigrúm til að móta nýja stjórnarskrá, sem um daginn sigldi þöndum seglum gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu. Verk að vinna Það hefur ekki allt tekist. Þar ber meðal annars að nefna að þrátt fyrir að hér hafi verið gert meira en nokkurs staðar annars staðar í okkar samtíma til að aðstoða fólk í skuldavanda er víða mikill vandi – einkum hjá lánsveðshópnum og öðrum sem tóku verðtryggð lán rétt fyrir hrun. Þar er verk að vinna. Og víðar er verk að vinna – með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Við þurfum að byggja upp velferðarþjónustuna að nýju – og virða þar meðal annars rétt fólks á „þriðja æviskeiðinu“. Raunar í húsnæðismálunum yfirhöfuð. Eftir sameiginlegt skipbrot okkar í húsnæðisskuldunum – þótt einstaklingarnir hafi sloppið misvel eru í öllum fjölskyldum dæmi um vanda, jafnvel neyð – er kominn tími til að líta upp úr séreignarþrákelkni og líta til annarra þjóða, svo sem jafnaðarsamfélaganna á Norðurlöndum, eftir fyrirmyndum við að koma þaki yfir höfuð nýjum kynslóðum. Margt bendir til þess að nú sé að ljúka stóriðjuöldinni í íslenskri atvinnusögu, rétt eins og skútuöldin rann sitt skeið. Lítið er orðið eftir af virkjanlegri vatnsorku og reynsla liðinna ára sýnir að á jarðvarmann er ekki að stóla. Sovésk einblíning á orkuöflun og stóriðju sem bjargráð er ekki vænleg til árangurs á 21. öld. Nú þarf að sinna öðrum greinum í undirstöðunni: Velrekinni og markvissri ferðaþjónustu, þekkingargreinunum, nýsköpun í iðnaði, sjávarútvegi og landbúnaði. Græna hagkerfið er að koma – ef við kunnum að greiða því leið. Til þess að ná árangri verðum við að temja okkur aga í hagstjórn, og við þurfum að losna við sífelldar sveiflur og óróa. Til þess þurfum við nána samvinnu við grannþjóðir okkar, sem við höfum umgengist í blíðu og stríðu í þúsund ár. Slíkt samstarf hentar vel stoltri og sjálfráða þjóð með góðan menningararf og langa sköpunarhefð. Evrópa endar hér, sagði Hannes Pétursson nokkurn veginn í góðu kvæði. Ég segi: Evrópa byrjar hér. Evrópa, græn framtíð, betri velferðarþjónusta, almennileg húsnæðisstefna, stjórnfesta hjá ríki og sveitarfélögum, markaðurinn notaður sem þjónn en ekki hafður sem húsbóndi. Þessi eru nokkur erindi jafnaðarmanna á næstu árum – með fordæmi Jóhönnu Sigurðardóttur í farteskinu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun