Jóhönnulánin Sigríður Andersen skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Það liggur fyrir að þeir sem tapað hafa mestu af eigin fé í húsnæði sínu eru þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð eða stækkuðu við sig á árunum 2007 og 2008. Í lok árs 2007 voru viðskiptabankarnir nær hættir að lána til íbúðarkaupa enda hafði þrengst um lánsfé og margt sem benti til að erfiðleikar væru fram undan í efnahagslífi Vesturlanda. Þá beitti Jóhanna Sigurðardóttir húsnæðismálaráðherra sér hins vegar fyrir auknum útlánaheimildum Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Hámarkslán ÍLS voru hækkuð og slakað á kröfum um hámarksveðsetningarhlutfall. Útlán sjóðsins tóku kipp við þessar aðgerðir. Í nýrri skýrslu Samtaka fjármálafyrirtækja um verðtryggingu, vexti og verðbólgu á Íslandi má glöggt sjá hvernig útlán ÍLS nær þrefölduðust frá áramótum þar til þau náðu hámarki síðsumars 2008. Jóhanna Sigurðardóttir narraði þannig fjölda manna til íbúðarkaupa síðustu mánuðina fyrir hrun. Í þingræðu 23. maí 2008 sagði Jóhanna að ÍLS hefði „sannað gildi sitt sem lífæð fasteignamarkaðarins“. Hið rétta er að mánuðina þar á eftir veitti þessi æð ólyfjan um fasteignamarkaðinn sem gerði það að verkum að fleiri fóru illa út úr fasteignaviðskiptum en ella hefði orðið. Þessi heimili hafa annaðhvort eða bæði tapað stórum hluta eigin fjár í fasteignum sínum eða eru komin í neikvæða stöðu. Auðvitað er hugsanlegt að með tímanum hækki íbúðaverð umfram lán og staða þessa fólks batni en þangað til verður staðan óþægileg. Í viðurkenningarskyni fyrir þessa frammistöðu tók Jóhanna svo við sem forsætisráðherra í vinstri stjórn sem bannaði þessu fólki helstu bjargir með því að snarhækka alla skatta og tefja fyrir atvinnusköpun vítt og breitt um landið. Lágir skattar og næg atvinna eru þó ein helsta forsenda þess að heimilin geti staðið við skuldbindingar sínar og treyst stöðu sína og þar með þjóðfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það liggur fyrir að þeir sem tapað hafa mestu af eigin fé í húsnæði sínu eru þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð eða stækkuðu við sig á árunum 2007 og 2008. Í lok árs 2007 voru viðskiptabankarnir nær hættir að lána til íbúðarkaupa enda hafði þrengst um lánsfé og margt sem benti til að erfiðleikar væru fram undan í efnahagslífi Vesturlanda. Þá beitti Jóhanna Sigurðardóttir húsnæðismálaráðherra sér hins vegar fyrir auknum útlánaheimildum Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Hámarkslán ÍLS voru hækkuð og slakað á kröfum um hámarksveðsetningarhlutfall. Útlán sjóðsins tóku kipp við þessar aðgerðir. Í nýrri skýrslu Samtaka fjármálafyrirtækja um verðtryggingu, vexti og verðbólgu á Íslandi má glöggt sjá hvernig útlán ÍLS nær þrefölduðust frá áramótum þar til þau náðu hámarki síðsumars 2008. Jóhanna Sigurðardóttir narraði þannig fjölda manna til íbúðarkaupa síðustu mánuðina fyrir hrun. Í þingræðu 23. maí 2008 sagði Jóhanna að ÍLS hefði „sannað gildi sitt sem lífæð fasteignamarkaðarins“. Hið rétta er að mánuðina þar á eftir veitti þessi æð ólyfjan um fasteignamarkaðinn sem gerði það að verkum að fleiri fóru illa út úr fasteignaviðskiptum en ella hefði orðið. Þessi heimili hafa annaðhvort eða bæði tapað stórum hluta eigin fjár í fasteignum sínum eða eru komin í neikvæða stöðu. Auðvitað er hugsanlegt að með tímanum hækki íbúðaverð umfram lán og staða þessa fólks batni en þangað til verður staðan óþægileg. Í viðurkenningarskyni fyrir þessa frammistöðu tók Jóhanna svo við sem forsætisráðherra í vinstri stjórn sem bannaði þessu fólki helstu bjargir með því að snarhækka alla skatta og tefja fyrir atvinnusköpun vítt og breitt um landið. Lágir skattar og næg atvinna eru þó ein helsta forsenda þess að heimilin geti staðið við skuldbindingar sínar og treyst stöðu sína og þar með þjóðfélagsins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun