Skulda Isavia tugi milljóna króna 25. október 2012 06:00 Búið spil Iceland Express mun skipta um nafn, leita samninga við birgja sína og samstarfsaðila um uppgjör krafna og ljúka í kjölfarið starfsemi. fréttablaðið/pjetur Isavia kyrrsetti í gærmorgun vél sem Iceland Express var með á leigu vegna ógreiddra lendingagjalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar Iceland Express Isavia, sem á og rekur Keflavíkurflugvöll, um hálfa milljón dollara, eða rúmlega 60 milljónir króna. Wow air keypti í gær hluta af starfsemi Iceland Express. Kröfur birgja og annarra samstarfsaðila voru hins vegar skildar eftir í Iceland Express. Til stóð að breyta nafni félagsins í gær eða í dag til að aðskilja það frá vörumerkinu sem selt var til Wow air. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi félagsins sem í gær hét enn Iceland Express, segist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort skuldin við Isavia verði gerð upp. Hann segist ekki vera með yfirsýn yfir hversu mikið félagið skuldi birgjum og samstarfsaðilum. „Það eru sjálfsagt skuldir hér og þar líkt og gengur og gerist í öllum rekstri. En það eru ekki einhverjir halar. Félagið mun taka þann tíma sem þarf til að ganga frá þessum málum. Um þetta gilda ákveðin lög og reglur. Menn afgreiða það ekkert á nokkrum dögum." Það kaupverð sem Wow air greiddi fyrir ákveðna þætti úr rekstri Iceland Express fæst ekki uppgefið. Aðspurður um hvort það fé fari til gamla Iceland Express eða til eigenda þess og helsta kröfuhafa, Pálma Haraldssonar, segist Heimir Már ekki þekkja þann samning. „Sá samningur er trúnaðarmál milli Pálma og Skúla. Ég get ekki svarað því hvort og þá hversu miklir fjármunir skiptu um hendur. Þeir tveir eru einir um að vita það." - þsj Fréttir Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Isavia kyrrsetti í gærmorgun vél sem Iceland Express var með á leigu vegna ógreiddra lendingagjalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar Iceland Express Isavia, sem á og rekur Keflavíkurflugvöll, um hálfa milljón dollara, eða rúmlega 60 milljónir króna. Wow air keypti í gær hluta af starfsemi Iceland Express. Kröfur birgja og annarra samstarfsaðila voru hins vegar skildar eftir í Iceland Express. Til stóð að breyta nafni félagsins í gær eða í dag til að aðskilja það frá vörumerkinu sem selt var til Wow air. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi félagsins sem í gær hét enn Iceland Express, segist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort skuldin við Isavia verði gerð upp. Hann segist ekki vera með yfirsýn yfir hversu mikið félagið skuldi birgjum og samstarfsaðilum. „Það eru sjálfsagt skuldir hér og þar líkt og gengur og gerist í öllum rekstri. En það eru ekki einhverjir halar. Félagið mun taka þann tíma sem þarf til að ganga frá þessum málum. Um þetta gilda ákveðin lög og reglur. Menn afgreiða það ekkert á nokkrum dögum." Það kaupverð sem Wow air greiddi fyrir ákveðna þætti úr rekstri Iceland Express fæst ekki uppgefið. Aðspurður um hvort það fé fari til gamla Iceland Express eða til eigenda þess og helsta kröfuhafa, Pálma Haraldssonar, segist Heimir Már ekki þekkja þann samning. „Sá samningur er trúnaðarmál milli Pálma og Skúla. Ég get ekki svarað því hvort og þá hversu miklir fjármunir skiptu um hendur. Þeir tveir eru einir um að vita það." - þsj
Fréttir Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira