Skulda Isavia tugi milljóna króna 25. október 2012 06:00 Búið spil Iceland Express mun skipta um nafn, leita samninga við birgja sína og samstarfsaðila um uppgjör krafna og ljúka í kjölfarið starfsemi. fréttablaðið/pjetur Isavia kyrrsetti í gærmorgun vél sem Iceland Express var með á leigu vegna ógreiddra lendingagjalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar Iceland Express Isavia, sem á og rekur Keflavíkurflugvöll, um hálfa milljón dollara, eða rúmlega 60 milljónir króna. Wow air keypti í gær hluta af starfsemi Iceland Express. Kröfur birgja og annarra samstarfsaðila voru hins vegar skildar eftir í Iceland Express. Til stóð að breyta nafni félagsins í gær eða í dag til að aðskilja það frá vörumerkinu sem selt var til Wow air. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi félagsins sem í gær hét enn Iceland Express, segist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort skuldin við Isavia verði gerð upp. Hann segist ekki vera með yfirsýn yfir hversu mikið félagið skuldi birgjum og samstarfsaðilum. „Það eru sjálfsagt skuldir hér og þar líkt og gengur og gerist í öllum rekstri. En það eru ekki einhverjir halar. Félagið mun taka þann tíma sem þarf til að ganga frá þessum málum. Um þetta gilda ákveðin lög og reglur. Menn afgreiða það ekkert á nokkrum dögum." Það kaupverð sem Wow air greiddi fyrir ákveðna þætti úr rekstri Iceland Express fæst ekki uppgefið. Aðspurður um hvort það fé fari til gamla Iceland Express eða til eigenda þess og helsta kröfuhafa, Pálma Haraldssonar, segist Heimir Már ekki þekkja þann samning. „Sá samningur er trúnaðarmál milli Pálma og Skúla. Ég get ekki svarað því hvort og þá hversu miklir fjármunir skiptu um hendur. Þeir tveir eru einir um að vita það." - þsj Fréttir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Isavia kyrrsetti í gærmorgun vél sem Iceland Express var með á leigu vegna ógreiddra lendingagjalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar Iceland Express Isavia, sem á og rekur Keflavíkurflugvöll, um hálfa milljón dollara, eða rúmlega 60 milljónir króna. Wow air keypti í gær hluta af starfsemi Iceland Express. Kröfur birgja og annarra samstarfsaðila voru hins vegar skildar eftir í Iceland Express. Til stóð að breyta nafni félagsins í gær eða í dag til að aðskilja það frá vörumerkinu sem selt var til Wow air. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi félagsins sem í gær hét enn Iceland Express, segist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort skuldin við Isavia verði gerð upp. Hann segist ekki vera með yfirsýn yfir hversu mikið félagið skuldi birgjum og samstarfsaðilum. „Það eru sjálfsagt skuldir hér og þar líkt og gengur og gerist í öllum rekstri. En það eru ekki einhverjir halar. Félagið mun taka þann tíma sem þarf til að ganga frá þessum málum. Um þetta gilda ákveðin lög og reglur. Menn afgreiða það ekkert á nokkrum dögum." Það kaupverð sem Wow air greiddi fyrir ákveðna þætti úr rekstri Iceland Express fæst ekki uppgefið. Aðspurður um hvort það fé fari til gamla Iceland Express eða til eigenda þess og helsta kröfuhafa, Pálma Haraldssonar, segist Heimir Már ekki þekkja þann samning. „Sá samningur er trúnaðarmál milli Pálma og Skúla. Ég get ekki svarað því hvort og þá hversu miklir fjármunir skiptu um hendur. Þeir tveir eru einir um að vita það." - þsj
Fréttir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira