Skulda Isavia tugi milljóna króna 25. október 2012 06:00 Búið spil Iceland Express mun skipta um nafn, leita samninga við birgja sína og samstarfsaðila um uppgjör krafna og ljúka í kjölfarið starfsemi. fréttablaðið/pjetur Isavia kyrrsetti í gærmorgun vél sem Iceland Express var með á leigu vegna ógreiddra lendingagjalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar Iceland Express Isavia, sem á og rekur Keflavíkurflugvöll, um hálfa milljón dollara, eða rúmlega 60 milljónir króna. Wow air keypti í gær hluta af starfsemi Iceland Express. Kröfur birgja og annarra samstarfsaðila voru hins vegar skildar eftir í Iceland Express. Til stóð að breyta nafni félagsins í gær eða í dag til að aðskilja það frá vörumerkinu sem selt var til Wow air. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi félagsins sem í gær hét enn Iceland Express, segist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort skuldin við Isavia verði gerð upp. Hann segist ekki vera með yfirsýn yfir hversu mikið félagið skuldi birgjum og samstarfsaðilum. „Það eru sjálfsagt skuldir hér og þar líkt og gengur og gerist í öllum rekstri. En það eru ekki einhverjir halar. Félagið mun taka þann tíma sem þarf til að ganga frá þessum málum. Um þetta gilda ákveðin lög og reglur. Menn afgreiða það ekkert á nokkrum dögum." Það kaupverð sem Wow air greiddi fyrir ákveðna þætti úr rekstri Iceland Express fæst ekki uppgefið. Aðspurður um hvort það fé fari til gamla Iceland Express eða til eigenda þess og helsta kröfuhafa, Pálma Haraldssonar, segist Heimir Már ekki þekkja þann samning. „Sá samningur er trúnaðarmál milli Pálma og Skúla. Ég get ekki svarað því hvort og þá hversu miklir fjármunir skiptu um hendur. Þeir tveir eru einir um að vita það." - þsj Fréttir Mest lesið Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Sjá meira
Isavia kyrrsetti í gærmorgun vél sem Iceland Express var með á leigu vegna ógreiddra lendingagjalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar Iceland Express Isavia, sem á og rekur Keflavíkurflugvöll, um hálfa milljón dollara, eða rúmlega 60 milljónir króna. Wow air keypti í gær hluta af starfsemi Iceland Express. Kröfur birgja og annarra samstarfsaðila voru hins vegar skildar eftir í Iceland Express. Til stóð að breyta nafni félagsins í gær eða í dag til að aðskilja það frá vörumerkinu sem selt var til Wow air. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi félagsins sem í gær hét enn Iceland Express, segist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort skuldin við Isavia verði gerð upp. Hann segist ekki vera með yfirsýn yfir hversu mikið félagið skuldi birgjum og samstarfsaðilum. „Það eru sjálfsagt skuldir hér og þar líkt og gengur og gerist í öllum rekstri. En það eru ekki einhverjir halar. Félagið mun taka þann tíma sem þarf til að ganga frá þessum málum. Um þetta gilda ákveðin lög og reglur. Menn afgreiða það ekkert á nokkrum dögum." Það kaupverð sem Wow air greiddi fyrir ákveðna þætti úr rekstri Iceland Express fæst ekki uppgefið. Aðspurður um hvort það fé fari til gamla Iceland Express eða til eigenda þess og helsta kröfuhafa, Pálma Haraldssonar, segist Heimir Már ekki þekkja þann samning. „Sá samningur er trúnaðarmál milli Pálma og Skúla. Ég get ekki svarað því hvort og þá hversu miklir fjármunir skiptu um hendur. Þeir tveir eru einir um að vita það." - þsj
Fréttir Mest lesið Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Sjá meira