Afbökun sannleikans Helga Katrín Tryggvadóttir og Jón Selmuson Guðmundsson skrifar 23. október 2012 06:00 Er hægt að fjalla um sína „upplifun" af atburði án þess að vera viðstaddur? Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, virðist vera fær um slíkt ef marka má erindi hans í Valhöll þann 16. október. Ýmis ummæli hans í því erindi vekja furðu, en ekki síst þau sem hann lét falla um „árásina" á Alþingi 8. desember 2008, þar sem um þrjátíu manns gerðu tilraun til að fara á þingpalla Alþingis. Níu úr þeim hópi voru í kjölfarið ákærð fyrir brot á 100. grein hegningarlaga (valdarán) og áttu yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Öll ákærðu voru sýknuð og telur Geir að almenningsálitið hafi haft áhrif á dómarana í málinu. Ummæli lögregluþjónsins bera þess merki að hann hafi litla trú á sjálfstæði dómstóla, nokkuð sem vekur athygli í ljósi þess að viðkomandi hefur um árabil unnið við það að færa fólk fram fyrir þá. Ef dómstólar sveigjast sem lauf í vindi sökum ábendinga almennings um að réttarhöldin væru pólitísk, hversu hæfir eru þeir þá í öðrum málum? Í öllu falli er um að ræða býsna alvarlega gagnrýni á íslenska dómstóla frá fyrrum háttsettum manni innan lögreglunnar. Varðandi dóminn sjálfan, þá getum við raunar fullyrt að í þessu máli hafi lögregluþjónninn rangt fyrir sér. Það var ekki almenningsálitinu að þakka að flestir sakborningar voru sýknaðir. Við undirrituð vorum viðstödd nær öll réttarhöldin og það sem við sáum ekki með eigin augum lásum við frá orði til orðs þar sem bloggað var úr réttarsalnum (www.rvk9.org). Augljóst er í málsgögnum að engin sönnunargögn eða áreiðanlegir vitnisburðir gáfu til kynna að hundraðasta grein hegningarlaga hefði verið brotin, né að það hefði staðið til. Hins vegar hlaut lögreglan áfellisdóm í málinu. Hún átti að miklu leyti sök á glundroðanum sem skapaðist í þinghúsinu þennan dag, þar sem hluti lögreglumannanna reyndi að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist upp stigann og á þingpallana, á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir niðurgöngu hópsins úr stiganum. Einu sakfellingarnar voru fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu og hindra hana í starfi en eins og fram kom í vitnaleiðslum voru þau fyrirmæli bæði óljós og misvísandi. Ákærðu voru sýknuð af öllum öðrum ákæruliðum. Framburður lögreglumannanna og þingvarða fyrir dómi var einnig misvísandi og óljós, rétt eins og skipanir þeirra umræddan dag. Samkvæmt vitnaleiðslum þá virtust þeir ekki einu sinni vita hver stjórnaði lögregluaðgerðinni. En hvaða máli skiptir það nú að Geir Jón tjái sig um sína „upplifun"? Hefur hann ekki rétt til að segja sína skoðun eins og aðrir? Alvarleikinn er sá að sem fyrrum yfirmaður í lögreglunni hefur hann töluvert meiri vigt í umræðunni en leikmaðurinn. Fyrir einhvern sem hefur kynnt sér málið til hlítar, lesið gögnin og hlustað á vitnaleiðslur í málinu (sem hann virðist ekki hafa gert) þá hljóma ásakanir Geirs sem argasta lygi. Og það sem verra er; lygi sem sett er fram í pólitískum tilgangi til þess að stjórnmálaflokkur hans nái til sín völdum. Eini tilgangur þeirra þrjátíu sem fóru inn í þinghúsið þennan dag var að koma skilaboðum áleiðis til þingsins. Ekkert þeirra var vopnað. Eitt þeirra bar á sér blaðsnepil með hættulegum orðum: „Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur". Hefðu nímenningarnir verið dæmdir fyrir aðför að Alþingi þá hefði verið um að ræða alvarlega aðför að réttindum okkar. Ef við lítum svo á að sannleikur sé vald þá má líkja afbökun á sannleikanum við valdarán. Hið raunverulega valdarán er að eiga sér stað núna, fyrir framan augun á okkur, þar sem lögregluforinginn og fylgismenn hans í Valhöll endurskrifa sannleikann til þess að koma sjálfum sér til valda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Er hægt að fjalla um sína „upplifun" af atburði án þess að vera viðstaddur? Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, virðist vera fær um slíkt ef marka má erindi hans í Valhöll þann 16. október. Ýmis ummæli hans í því erindi vekja furðu, en ekki síst þau sem hann lét falla um „árásina" á Alþingi 8. desember 2008, þar sem um þrjátíu manns gerðu tilraun til að fara á þingpalla Alþingis. Níu úr þeim hópi voru í kjölfarið ákærð fyrir brot á 100. grein hegningarlaga (valdarán) og áttu yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Öll ákærðu voru sýknuð og telur Geir að almenningsálitið hafi haft áhrif á dómarana í málinu. Ummæli lögregluþjónsins bera þess merki að hann hafi litla trú á sjálfstæði dómstóla, nokkuð sem vekur athygli í ljósi þess að viðkomandi hefur um árabil unnið við það að færa fólk fram fyrir þá. Ef dómstólar sveigjast sem lauf í vindi sökum ábendinga almennings um að réttarhöldin væru pólitísk, hversu hæfir eru þeir þá í öðrum málum? Í öllu falli er um að ræða býsna alvarlega gagnrýni á íslenska dómstóla frá fyrrum háttsettum manni innan lögreglunnar. Varðandi dóminn sjálfan, þá getum við raunar fullyrt að í þessu máli hafi lögregluþjónninn rangt fyrir sér. Það var ekki almenningsálitinu að þakka að flestir sakborningar voru sýknaðir. Við undirrituð vorum viðstödd nær öll réttarhöldin og það sem við sáum ekki með eigin augum lásum við frá orði til orðs þar sem bloggað var úr réttarsalnum (www.rvk9.org). Augljóst er í málsgögnum að engin sönnunargögn eða áreiðanlegir vitnisburðir gáfu til kynna að hundraðasta grein hegningarlaga hefði verið brotin, né að það hefði staðið til. Hins vegar hlaut lögreglan áfellisdóm í málinu. Hún átti að miklu leyti sök á glundroðanum sem skapaðist í þinghúsinu þennan dag, þar sem hluti lögreglumannanna reyndi að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist upp stigann og á þingpallana, á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir niðurgöngu hópsins úr stiganum. Einu sakfellingarnar voru fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu og hindra hana í starfi en eins og fram kom í vitnaleiðslum voru þau fyrirmæli bæði óljós og misvísandi. Ákærðu voru sýknuð af öllum öðrum ákæruliðum. Framburður lögreglumannanna og þingvarða fyrir dómi var einnig misvísandi og óljós, rétt eins og skipanir þeirra umræddan dag. Samkvæmt vitnaleiðslum þá virtust þeir ekki einu sinni vita hver stjórnaði lögregluaðgerðinni. En hvaða máli skiptir það nú að Geir Jón tjái sig um sína „upplifun"? Hefur hann ekki rétt til að segja sína skoðun eins og aðrir? Alvarleikinn er sá að sem fyrrum yfirmaður í lögreglunni hefur hann töluvert meiri vigt í umræðunni en leikmaðurinn. Fyrir einhvern sem hefur kynnt sér málið til hlítar, lesið gögnin og hlustað á vitnaleiðslur í málinu (sem hann virðist ekki hafa gert) þá hljóma ásakanir Geirs sem argasta lygi. Og það sem verra er; lygi sem sett er fram í pólitískum tilgangi til þess að stjórnmálaflokkur hans nái til sín völdum. Eini tilgangur þeirra þrjátíu sem fóru inn í þinghúsið þennan dag var að koma skilaboðum áleiðis til þingsins. Ekkert þeirra var vopnað. Eitt þeirra bar á sér blaðsnepil með hættulegum orðum: „Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur". Hefðu nímenningarnir verið dæmdir fyrir aðför að Alþingi þá hefði verið um að ræða alvarlega aðför að réttindum okkar. Ef við lítum svo á að sannleikur sé vald þá má líkja afbökun á sannleikanum við valdarán. Hið raunverulega valdarán er að eiga sér stað núna, fyrir framan augun á okkur, þar sem lögregluforinginn og fylgismenn hans í Valhöll endurskrifa sannleikann til þess að koma sjálfum sér til valda.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun