Eiga auðlindir að vera í þjóðareign? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 17. október 2012 06:00 Deilur um auðlindir hafa verið háværar hér á landi, en hafa að mestu lotið að virkjanakostum eða fiskinum í sjónum. fréttablaðið/anton Önnur spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag lýtur að því hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeign séu lýstar þjóðareign. Fréttablaðið leitaði röksemda með og á móti. Samhliða spurningunni um hvort drög stjórnlagaráðs eigi að vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár verða fimm spurningar lagðar fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag. Önnur spurningin snýst um hvort í stjórnarskránni eigi að vera ákvæði um að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu séu í þjóðareign. Um þetta er reyndar skýrt ákvæði í umræddum drögum, en líkt og sést hér til hliðar segir í þeim að slíkar auðlindir eigi að vera "sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar". Sú staða gæti því komið upp að kjósendur samþykki drögin sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár, en felli þetta ákvæði. Þegar er í lögum um stjórn fiskveiða að nytjastofnar á miðunum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Í frumvarpi sjávarútvegsráðherra til laga um stjórn fiskveiða er að finna sama orðalag og í drögum stjórnlagaráðs, að nytjastofnar séu "sameiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar". Í stjórnarskrá Íslands er ekki að finna ákvæði um eignarhald á náttúruauðlindum eða nýtingu þeirra. Þó er að finna ákvæði sem heimilar takmörkun á rétti erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í landi. Á upplýsingavef Lagastofnunar Háskóla Íslands um þjóðaratkvæðagreiðsluna segir: "Löggjafanum er heimilt að setja reglur um meðferð, nýtingu og eignarhald á auðlindum hvort sem þær eru í einkaeigu, ríkiseigu eða eru eigendalausar. Ýmsar reglur um eignarhald á auðlindum, t.d. eignarhald ríkisins á þjóðlendum og auðlindum hafsbotnsins, svo og meðferð auðlinda, t.d. kvótakerfi í fiskveiðum í sjó, er þannig að finna í almennum lögum."Um auðlindir í drögum stjórnlagaráðs Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.Endurskoðunarferlið fær hæstu einkunn Þrír virtir fræðimenn við erlenda háskóla hafa lagt mat á endurskoðunarferlið og gefið því hæstu einkunn. Þetta eru þeir Tom Ginsburg, lagaprófessor við University of Chicago Law School, Zachary Elkins, aðstoðarprófessor við University of Texas og James Melton hjá University College of London. Þremenningarnir gáfu nýverið út bókina The Endurance of National Constitutions (Varanleiki stjórnarskráa þjóðríkja). Þar komast þeir að þeirri niðurstöðu að meðallíftími stjórnarskráa sé 19 ár, en að þeim tíma liðnum séu þær endurskoðaðar eða nýjar samdar. Líftími stjórnarskrár íslenska lýðveldisins, frá 1944, sé því liðinn. Fræðimennirnir rekja endurskoðunarferlið nú til búsáhaldabyltingarinnar, en þar hafi krafan um endurskoðun stjórnarskrárinnar verið hávær. Í áliti þeirra er að finna mjög jákvæða afstöðu til ferlisins. "Ferlið við endurskoðun stjórnarskrár Íslands hefur einkennst af gríðarlega mikilli hugkvæmni og þátttöku margra. Almenningur hefur haft mikil áhrif á drögin og þó að rætur þeirra séu tryggar í stjórnarskrárhefð Íslands, sem birtist í stjórnarskránni frá 1944, mundi samþykkt þeirra þýða mikilvæg og táknræn skil við fortíðina. Samþykkt þeirra mundi vera leiðandi í því að tryggja þátttöku almennings í ríkjandi stjórnsýslu, nokkuð sem við teljum að hafi tryggt varanleika í stjórnarskrám annarra landa."Sýnishorn af kjörseðlinum.2. spurning: Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, lýstar þjóðareign?SVAR: JÁ Daði Ingólfsson, framkvæmdastjóri SANS - samtaka um nýja stjórnarskrá. Í rauninni ætti spurningin að vera óþörf, það nánast liggur í hlutarins eðli að náttúruauðlindir þjóðarinnar eru eign hennar. En á tímum sem krefjast að allt fé hafi sinn hirði, virðist ekki vanþörf á að tryggja þjóðinni það sem þjóðarinnar er í grunnlögum. Þjóðfundurinn 2010 setti fram skýra kröfu um auðlindir í þjóðareign: "Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt." Gagnrýnendur frumvarpsins halda því fram að vafi leiki á merkingu orðsins "þjóðareign". Þeirri gagnrýni er hægt að svara þannig að inntakið er nú þegar í lögum landsins, þar sem segir að Þingvellir skuli "vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar" auk þess sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka nota orðið sífellt í málflutningi sínum. Enda er þjóðfundur ekki feiminn við að nota einmitt orðið þjóðareign. Því má heldur ekki gleyma að auðlindir landsins eru fleiri en fiskurinn í sjónum. Munum eftir vatninu okkar, orkunni í jörðinni, óbyggðunum, svo ekki sé minnst á olíuna, ef hún finnst. Öll þessi stórfenglegu auðæfi eru nú "án hirðis" og eru eign barnanna okkar og annarra afkomenda, rétt eins og þau eru eign okkar. Með nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá tryggjum við þjóðinni enn frekar þennan eignarrétt. Ekkert af ofantöldu hefur þó með nýtingu að gera, heldur einungis eignarrétt þjóðarinnar og kröfu um að þjóðin fái eðlilegan arð af eign sinni. Það er ekkert minnst á kvótakerfi í nýju stjórnarskránni né heldur eru því settar skorður hvernig einkaaðilar geti notað hyggjuvit sitt til að hámarka eigin arðsemi af þeim auðlindum sem þjóðin veitir þeim afnotarétt af tímabundið. Það er tekið fram í lögum eins og nú er og breytir ný stjórnarskrá engu um það.2. spurning: Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, lýstar þjóðareign?SVAR: NEIDavíð Þorláksson, héraðsdómslögmaður og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Í fyrsta lagi þá er það samdóma álit lögfræðinga að þjóð geti ekki átt eignir. Auðlindir geta annaðhvort verið í eigu ríkisins eða einkaaðila. Sé það vilji fólks að ríkið eigi allar auðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, þá er miklu eðlilegra að segja það berum orðum, og vera ekki að blekkja fólk með því að tala um þjóðareign. Í öðru lagi er ekki verið að nýta eða rannsaka neinar auðlindir á íslensku forráðasvæði í dag sem ekki eru annaðhvort í eigu ríkisins eða einkaaðila. Þar sem auðlindir í einkaeigu eru sérstaklega undanskyldar í spurningunni þá myndi ákvæðið ekki taka til neinna auðlinda í dag. Maður spyr sig því hver tilgangur þess sé. Í þriðja lagi eru nágrannalönd okkar ekki með þjóðareignarákvæði í sínum stjórnarskrám. Einu ákvæðin sem finnast um slíkt í Evrópu eru í 5 gr. stjórnarskrár Eistlands og í 70 gr. stjórnarskrár Slóveníu. Í fjórða lagi þá eru það lög sem eru stjórntæki ríkisins. Eignarréttur á ekki að vera stjórntæki. Markmið þjóðareignarákvæðis, um að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda í sátt við umhverfið, er göfugt. Með því að hrófla við eignarrétti að auðlindum er hins vegar verið að fara mjög öfgafulla leið til að ná því markmiði. Þá leið hafa engin lönd farið nema gömul ráðstjórnarríki. Nærtækara væri að líta til Norðurlandanna þar sem mun skynsamlegri leið hefur verið farin. Í stjórnarskrám þeirra má finna ákvæði sem gera ráð fyrir að eignarrétt megi skerða með hliðsjón af náttúruverndarsjónarmiðum. Þannig mætti segja í stjórnarskrá að auðlindir skyldi nýta með sjálfbærum hætti. Löggjafanum væri svo eftirlátið að fylgja því eftir með regluverki um auðlindanýtingu. Fréttaskýringar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Önnur spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag lýtur að því hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeign séu lýstar þjóðareign. Fréttablaðið leitaði röksemda með og á móti. Samhliða spurningunni um hvort drög stjórnlagaráðs eigi að vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár verða fimm spurningar lagðar fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag. Önnur spurningin snýst um hvort í stjórnarskránni eigi að vera ákvæði um að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu séu í þjóðareign. Um þetta er reyndar skýrt ákvæði í umræddum drögum, en líkt og sést hér til hliðar segir í þeim að slíkar auðlindir eigi að vera "sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar". Sú staða gæti því komið upp að kjósendur samþykki drögin sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár, en felli þetta ákvæði. Þegar er í lögum um stjórn fiskveiða að nytjastofnar á miðunum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Í frumvarpi sjávarútvegsráðherra til laga um stjórn fiskveiða er að finna sama orðalag og í drögum stjórnlagaráðs, að nytjastofnar séu "sameiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar". Í stjórnarskrá Íslands er ekki að finna ákvæði um eignarhald á náttúruauðlindum eða nýtingu þeirra. Þó er að finna ákvæði sem heimilar takmörkun á rétti erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í landi. Á upplýsingavef Lagastofnunar Háskóla Íslands um þjóðaratkvæðagreiðsluna segir: "Löggjafanum er heimilt að setja reglur um meðferð, nýtingu og eignarhald á auðlindum hvort sem þær eru í einkaeigu, ríkiseigu eða eru eigendalausar. Ýmsar reglur um eignarhald á auðlindum, t.d. eignarhald ríkisins á þjóðlendum og auðlindum hafsbotnsins, svo og meðferð auðlinda, t.d. kvótakerfi í fiskveiðum í sjó, er þannig að finna í almennum lögum."Um auðlindir í drögum stjórnlagaráðs Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.Endurskoðunarferlið fær hæstu einkunn Þrír virtir fræðimenn við erlenda háskóla hafa lagt mat á endurskoðunarferlið og gefið því hæstu einkunn. Þetta eru þeir Tom Ginsburg, lagaprófessor við University of Chicago Law School, Zachary Elkins, aðstoðarprófessor við University of Texas og James Melton hjá University College of London. Þremenningarnir gáfu nýverið út bókina The Endurance of National Constitutions (Varanleiki stjórnarskráa þjóðríkja). Þar komast þeir að þeirri niðurstöðu að meðallíftími stjórnarskráa sé 19 ár, en að þeim tíma liðnum séu þær endurskoðaðar eða nýjar samdar. Líftími stjórnarskrár íslenska lýðveldisins, frá 1944, sé því liðinn. Fræðimennirnir rekja endurskoðunarferlið nú til búsáhaldabyltingarinnar, en þar hafi krafan um endurskoðun stjórnarskrárinnar verið hávær. Í áliti þeirra er að finna mjög jákvæða afstöðu til ferlisins. "Ferlið við endurskoðun stjórnarskrár Íslands hefur einkennst af gríðarlega mikilli hugkvæmni og þátttöku margra. Almenningur hefur haft mikil áhrif á drögin og þó að rætur þeirra séu tryggar í stjórnarskrárhefð Íslands, sem birtist í stjórnarskránni frá 1944, mundi samþykkt þeirra þýða mikilvæg og táknræn skil við fortíðina. Samþykkt þeirra mundi vera leiðandi í því að tryggja þátttöku almennings í ríkjandi stjórnsýslu, nokkuð sem við teljum að hafi tryggt varanleika í stjórnarskrám annarra landa."Sýnishorn af kjörseðlinum.2. spurning: Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, lýstar þjóðareign?SVAR: JÁ Daði Ingólfsson, framkvæmdastjóri SANS - samtaka um nýja stjórnarskrá. Í rauninni ætti spurningin að vera óþörf, það nánast liggur í hlutarins eðli að náttúruauðlindir þjóðarinnar eru eign hennar. En á tímum sem krefjast að allt fé hafi sinn hirði, virðist ekki vanþörf á að tryggja þjóðinni það sem þjóðarinnar er í grunnlögum. Þjóðfundurinn 2010 setti fram skýra kröfu um auðlindir í þjóðareign: "Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt." Gagnrýnendur frumvarpsins halda því fram að vafi leiki á merkingu orðsins "þjóðareign". Þeirri gagnrýni er hægt að svara þannig að inntakið er nú þegar í lögum landsins, þar sem segir að Þingvellir skuli "vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar" auk þess sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka nota orðið sífellt í málflutningi sínum. Enda er þjóðfundur ekki feiminn við að nota einmitt orðið þjóðareign. Því má heldur ekki gleyma að auðlindir landsins eru fleiri en fiskurinn í sjónum. Munum eftir vatninu okkar, orkunni í jörðinni, óbyggðunum, svo ekki sé minnst á olíuna, ef hún finnst. Öll þessi stórfenglegu auðæfi eru nú "án hirðis" og eru eign barnanna okkar og annarra afkomenda, rétt eins og þau eru eign okkar. Með nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá tryggjum við þjóðinni enn frekar þennan eignarrétt. Ekkert af ofantöldu hefur þó með nýtingu að gera, heldur einungis eignarrétt þjóðarinnar og kröfu um að þjóðin fái eðlilegan arð af eign sinni. Það er ekkert minnst á kvótakerfi í nýju stjórnarskránni né heldur eru því settar skorður hvernig einkaaðilar geti notað hyggjuvit sitt til að hámarka eigin arðsemi af þeim auðlindum sem þjóðin veitir þeim afnotarétt af tímabundið. Það er tekið fram í lögum eins og nú er og breytir ný stjórnarskrá engu um það.2. spurning: Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, lýstar þjóðareign?SVAR: NEIDavíð Þorláksson, héraðsdómslögmaður og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Í fyrsta lagi þá er það samdóma álit lögfræðinga að þjóð geti ekki átt eignir. Auðlindir geta annaðhvort verið í eigu ríkisins eða einkaaðila. Sé það vilji fólks að ríkið eigi allar auðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, þá er miklu eðlilegra að segja það berum orðum, og vera ekki að blekkja fólk með því að tala um þjóðareign. Í öðru lagi er ekki verið að nýta eða rannsaka neinar auðlindir á íslensku forráðasvæði í dag sem ekki eru annaðhvort í eigu ríkisins eða einkaaðila. Þar sem auðlindir í einkaeigu eru sérstaklega undanskyldar í spurningunni þá myndi ákvæðið ekki taka til neinna auðlinda í dag. Maður spyr sig því hver tilgangur þess sé. Í þriðja lagi eru nágrannalönd okkar ekki með þjóðareignarákvæði í sínum stjórnarskrám. Einu ákvæðin sem finnast um slíkt í Evrópu eru í 5 gr. stjórnarskrár Eistlands og í 70 gr. stjórnarskrár Slóveníu. Í fjórða lagi þá eru það lög sem eru stjórntæki ríkisins. Eignarréttur á ekki að vera stjórntæki. Markmið þjóðareignarákvæðis, um að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda í sátt við umhverfið, er göfugt. Með því að hrófla við eignarrétti að auðlindum er hins vegar verið að fara mjög öfgafulla leið til að ná því markmiði. Þá leið hafa engin lönd farið nema gömul ráðstjórnarríki. Nærtækara væri að líta til Norðurlandanna þar sem mun skynsamlegri leið hefur verið farin. Í stjórnarskrám þeirra má finna ákvæði sem gera ráð fyrir að eignarrétt megi skerða með hliðsjón af náttúruverndarsjónarmiðum. Þannig mætti segja í stjórnarskrá að auðlindir skyldi nýta með sjálfbærum hætti. Löggjafanum væri svo eftirlátið að fylgja því eftir með regluverki um auðlindanýtingu.
Fréttaskýringar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira