Ísland er land þitt. Ef þú kýst Stefán Jón Hafstein skrifar 16. október 2012 06:00 Rétt fyrir páska dó forseti Malaví skyndilega. Óvissa og ótti greip um sig meðal fylgismanna í valdaflokknum, fregnum var haldið leyndum og reynt að búa til þá sögu að hann væri kominn í aðgerð í Suður-Afríku. Allir í heiminum vissu að forsetinn var látinn, nema almenningur í Malaví sem átti ekkert að vita. Ástæðan var sú að varaforsetinn hafði nýlega verið rekinn úr valdaflokknum og stofnað nýjan flokk. Stjórnarskrá Malaví segir skýrt að verði forseti óstarfhæfur taki varaforseti við. Skotið var á klíkufundi helstu ráðamanna og leitað leiða fram hjá þessu ákvæði svo setja mætti bróður forsetans látna í embætti. Fremja valdarán. Reynt var að búa til „óvissuástand“ og skálda stjórnskipulegar eyður. En þegar klíkumönnum varð ljóst að æðstu menn í dómskerfi og her myndu ekki fylgja þeim var „óvissu aflétt“, forsetinn lýstur látinn og varaforsetinn tók við.Hentirök gegn stjórnarskránni Valinkunnir menn stóðu vörð með skýra stjórnarskrá Malaví að vopni. Á Íslandi höfum við sem betur fer ekki lifað tilraunir til valdaráns. En við höfum séð nokkrar tilraunir til að vega að stjórnarskránni, rangtúlka hana í hagsmunaskyni og stunda „valdaskilgreiningu“ utan við lög og rétt. Þegar fjölmiðlalögin alræmdu voru í undirbúningi 2004 staðhæfðu óbilgjarnir menn að forseti hefði ekki synjunarvald, sem stjórnarskráin kveður á um, af því að ákvæðið hefði aldrei verið notað. Pólitískum ragnarökum var hótað, með óbærilegu „óvissuástandi“. Sagan hefur dæmt þá menn. Þeim tókst samt að brjóta gegn stjórnarskránni með því að ógilda þau lög sem forseti vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa þannig af þjóðinni stjórnarskrárvarinn rétt til að greiða atkvæði um þau. Engin valdastofnun reis þá upp stjórnarskránni til varnar. Enn var hentirökum beitt þegar ábyrgð ráðherra vegna Hrunsins var á dagskrá. Í stjórnarskrá segir: „Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.“ Menn sem vilja láta taka sig alvarlega héldu fram að stjórnarskráin gilti ekki hvað þetta varðar. Væri úrelt. Annað kom á daginn. Svo einkennilegt sem það er berjast nú sömu hjarðmenn hentistefnunnar gegn breytingum á stjórnarskránni sem samþykkt var til bráðabirgða 1944 og kalla „atlögu að stjórnskipan“. Þeirri sömu stjórnskipan og þeir hafa oft véfengt sjálfir. Stjórnarskráin þarf að vera skýrari og taka verður af mörg tvímæli, hún má ekki vera fórnarlamb hentiraka eins og við þekkjum úr samtíma.Setjum valdi skorður Sú tillaga að breytingum sem stjórnlagaráð samþykkti er stórmerkilegt plagg og mun færa marga hluti til betri vegar. Sérstaklega ber að fagna ákvæði þess efnis að almenningi sé fær leið til að setja valdi skorður, krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um það sem aflaga fer hjá Alþingi og ríkisstjórn. Ákvæði um rétt til upplýsinga er mikilvægt. Skýrari ákvæði um hlutverk forseta. Gleggri aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Þjóðaratkvæðagreiðslan þar sem almenningi gefst kostur á að segja álit sitt á grundvallaratriðum málsins er fagnaðarefni. Allir eiga erindi á kjörstað. Þó ekki væri nema til að segja já við þessari spurningu: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?“ Ísland er land þitt. Ef þú kýst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Rétt fyrir páska dó forseti Malaví skyndilega. Óvissa og ótti greip um sig meðal fylgismanna í valdaflokknum, fregnum var haldið leyndum og reynt að búa til þá sögu að hann væri kominn í aðgerð í Suður-Afríku. Allir í heiminum vissu að forsetinn var látinn, nema almenningur í Malaví sem átti ekkert að vita. Ástæðan var sú að varaforsetinn hafði nýlega verið rekinn úr valdaflokknum og stofnað nýjan flokk. Stjórnarskrá Malaví segir skýrt að verði forseti óstarfhæfur taki varaforseti við. Skotið var á klíkufundi helstu ráðamanna og leitað leiða fram hjá þessu ákvæði svo setja mætti bróður forsetans látna í embætti. Fremja valdarán. Reynt var að búa til „óvissuástand“ og skálda stjórnskipulegar eyður. En þegar klíkumönnum varð ljóst að æðstu menn í dómskerfi og her myndu ekki fylgja þeim var „óvissu aflétt“, forsetinn lýstur látinn og varaforsetinn tók við.Hentirök gegn stjórnarskránni Valinkunnir menn stóðu vörð með skýra stjórnarskrá Malaví að vopni. Á Íslandi höfum við sem betur fer ekki lifað tilraunir til valdaráns. En við höfum séð nokkrar tilraunir til að vega að stjórnarskránni, rangtúlka hana í hagsmunaskyni og stunda „valdaskilgreiningu“ utan við lög og rétt. Þegar fjölmiðlalögin alræmdu voru í undirbúningi 2004 staðhæfðu óbilgjarnir menn að forseti hefði ekki synjunarvald, sem stjórnarskráin kveður á um, af því að ákvæðið hefði aldrei verið notað. Pólitískum ragnarökum var hótað, með óbærilegu „óvissuástandi“. Sagan hefur dæmt þá menn. Þeim tókst samt að brjóta gegn stjórnarskránni með því að ógilda þau lög sem forseti vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa þannig af þjóðinni stjórnarskrárvarinn rétt til að greiða atkvæði um þau. Engin valdastofnun reis þá upp stjórnarskránni til varnar. Enn var hentirökum beitt þegar ábyrgð ráðherra vegna Hrunsins var á dagskrá. Í stjórnarskrá segir: „Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.“ Menn sem vilja láta taka sig alvarlega héldu fram að stjórnarskráin gilti ekki hvað þetta varðar. Væri úrelt. Annað kom á daginn. Svo einkennilegt sem það er berjast nú sömu hjarðmenn hentistefnunnar gegn breytingum á stjórnarskránni sem samþykkt var til bráðabirgða 1944 og kalla „atlögu að stjórnskipan“. Þeirri sömu stjórnskipan og þeir hafa oft véfengt sjálfir. Stjórnarskráin þarf að vera skýrari og taka verður af mörg tvímæli, hún má ekki vera fórnarlamb hentiraka eins og við þekkjum úr samtíma.Setjum valdi skorður Sú tillaga að breytingum sem stjórnlagaráð samþykkti er stórmerkilegt plagg og mun færa marga hluti til betri vegar. Sérstaklega ber að fagna ákvæði þess efnis að almenningi sé fær leið til að setja valdi skorður, krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um það sem aflaga fer hjá Alþingi og ríkisstjórn. Ákvæði um rétt til upplýsinga er mikilvægt. Skýrari ákvæði um hlutverk forseta. Gleggri aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Þjóðaratkvæðagreiðslan þar sem almenningi gefst kostur á að segja álit sitt á grundvallaratriðum málsins er fagnaðarefni. Allir eiga erindi á kjörstað. Þó ekki væri nema til að segja já við þessari spurningu: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?“ Ísland er land þitt. Ef þú kýst.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar