Leiftursókn frá raunveruleikanum 27. september 2012 06:00 Nú þegar styttist í alþingiskosningar er ekki laust við að greina megi ákveðna örvæntingu meðal þeirra sem ekki fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum. Nýlega töldu oddvitar ríkisstjórnarinnar sig knúna til að taka það sérstaklega fram að þeim hugnaðist ekki stefna Sjálfstæðisflokksins. Var þeim yfirlýsingum almennt vel tekið meðal sjálfstæðismanna. Greina mátti svipaða örvæntingu í pistli rithöfundarins Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu þann 24. september sl. sem fjallaði öðrum þræði um Sjálfstæðisflokkinn undir yfirskriftinni Leiftursókn gegn fylginu. Reyndar fjallaði pistillinn ekki um Sjálfstæðisflokkinn heldur það sem Guðmundur Andri vill að eigi við um Sjálfstæðisflokkinn. Það er alls ekki það sama. Guðmundur Andri er lipur penni og góður skáldsagnahöfundur. Það var því viðbúið, nú sem endranær, að skrif hans um þetta málefni ættu ekkert skylt við raunveruleikann. Það er ekki nýtt í rökræðukeppni stjórnmálanna að þeir sem verða rökþrota dragi upp falska mynd af andstæðingi sínum og reyni með þeim hætti að höfða til kjósenda með hræðsluáróðri, lygum og dylgjum. Virðing þeirra fyrir kjósendum er oftast jafnmikil og sannleiksgildi slíks málflutnings. Sem betur fer dæmir slíkur málflutningur sig iðulega sjálfur enda slík skrif oftast nær að finna meðal þeirra sem teljast virkir í athugasemdum á hinum ýmsu netmiðlum. Það óvenjulega við pistil Guðmundar Andra var ekki hvernig hann reyndi að ljúga upp á Sjálfstæðiflokkinn ýmsu vondu heldur hvernig hann reyndi að afbaka staðreyndir um tvo stjórnmálaflokka, hvorn í sínu landinu, og skeyta þeim svo saman í einn til þess að hæðast að öllu saman. Að búa til strámann til þess að rífa hann svo í sundur er áhrifamikið áróðursbragð ef vel tekst til. Slíkar barbarabrellur eiga þó meira skylt við umræðuhefð í fjölmiðlum vestanhafs og er jöfnum höndum beitt á repúblikana og demókrata. Sökum smæðar íslensks samfélags þýðir hins vegar sem betur fer lítið að ófrægja náungann með slíkum hætti eða leggjast í lygaherferð gegn einum stjórnmálaflokki. Fólk einfaldlega veit betur og þarf ekki að treysta með öllu á fjölmiðla til að fræðast um hvað er rétt og rangt í þeim efnum. Ljóst er að Guðmundur Andri fylgir ekki Sjálfstæðisflokknum að málum. Að sama skapi er líka ljóst að skrif hans um ímyndaðan flokk, sem hann kallar Sjálfstæðisflokk, hafa enga raunverulega þýðingu í þjóðmálaumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í alþingiskosningar er ekki laust við að greina megi ákveðna örvæntingu meðal þeirra sem ekki fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum. Nýlega töldu oddvitar ríkisstjórnarinnar sig knúna til að taka það sérstaklega fram að þeim hugnaðist ekki stefna Sjálfstæðisflokksins. Var þeim yfirlýsingum almennt vel tekið meðal sjálfstæðismanna. Greina mátti svipaða örvæntingu í pistli rithöfundarins Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu þann 24. september sl. sem fjallaði öðrum þræði um Sjálfstæðisflokkinn undir yfirskriftinni Leiftursókn gegn fylginu. Reyndar fjallaði pistillinn ekki um Sjálfstæðisflokkinn heldur það sem Guðmundur Andri vill að eigi við um Sjálfstæðisflokkinn. Það er alls ekki það sama. Guðmundur Andri er lipur penni og góður skáldsagnahöfundur. Það var því viðbúið, nú sem endranær, að skrif hans um þetta málefni ættu ekkert skylt við raunveruleikann. Það er ekki nýtt í rökræðukeppni stjórnmálanna að þeir sem verða rökþrota dragi upp falska mynd af andstæðingi sínum og reyni með þeim hætti að höfða til kjósenda með hræðsluáróðri, lygum og dylgjum. Virðing þeirra fyrir kjósendum er oftast jafnmikil og sannleiksgildi slíks málflutnings. Sem betur fer dæmir slíkur málflutningur sig iðulega sjálfur enda slík skrif oftast nær að finna meðal þeirra sem teljast virkir í athugasemdum á hinum ýmsu netmiðlum. Það óvenjulega við pistil Guðmundar Andra var ekki hvernig hann reyndi að ljúga upp á Sjálfstæðiflokkinn ýmsu vondu heldur hvernig hann reyndi að afbaka staðreyndir um tvo stjórnmálaflokka, hvorn í sínu landinu, og skeyta þeim svo saman í einn til þess að hæðast að öllu saman. Að búa til strámann til þess að rífa hann svo í sundur er áhrifamikið áróðursbragð ef vel tekst til. Slíkar barbarabrellur eiga þó meira skylt við umræðuhefð í fjölmiðlum vestanhafs og er jöfnum höndum beitt á repúblikana og demókrata. Sökum smæðar íslensks samfélags þýðir hins vegar sem betur fer lítið að ófrægja náungann með slíkum hætti eða leggjast í lygaherferð gegn einum stjórnmálaflokki. Fólk einfaldlega veit betur og þarf ekki að treysta með öllu á fjölmiðla til að fræðast um hvað er rétt og rangt í þeim efnum. Ljóst er að Guðmundur Andri fylgir ekki Sjálfstæðisflokknum að málum. Að sama skapi er líka ljóst að skrif hans um ímyndaðan flokk, sem hann kallar Sjálfstæðisflokk, hafa enga raunverulega þýðingu í þjóðmálaumræðunni.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun