Krónan og Björn Bjarnason Össur Skarphéðinsson skrifar 25. september 2012 06:00 Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ætti að losa Íslendinga við krónuna. Björn vill að við gerum tvíhliða samning við ESB um að taka hana upp í gegnum EES-samninginn. Þetta er flott hjá Birni. Eini gallinn á þessari fínu hugmynd er að hún er sama marki brennd og flest það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa um gjaldmiðilsmálin. Hún er óframkvæmanleg. Það veit Björn reyndar sjálfur. Hvernig veit ég að Björn veit það? Það veit Björn líka. Hann var nefnilega formaður í frægri Evrópunefnd, sem ég sat í með honum, og hún gaf út stórmerka skýrslu. Þar var meðal annars fjallað um gjaldmiðilsmálin. Við könnuðum sérstaklega hvort gerlegt væri að taka evruna upp einhliða eða með sérstökum samningum við ESB án aðildar. Niðurstaðan var alveg skýr. Við Björn Bjarnason, og raunar aðrir nefndarmenn, vorum sammála um að þeir möguleikar „verða í reynd að teljast óraunhæfir". Seðlabankinn lagði svo þessa nýjustu hugmynd Björns endanlega til verðskuldaðrar hvílu í skýrslu sinni frá síðustu viku. Þar rökstyður bankinn hví upptaka evru án aðildar að ESB, hvort sem er einhliða eða tvíhliða, er ekki raunhæfur kostur. Það breytir þó engu um fögnuð minn yfir hugmynd Björns. Þó hún sé óraunhæf að mati bæði Seðlabankans og hans sjálfs eins og hann hugsaði árið 2007, þá sýnir hún aðra og merkilegri þróun hjá einum af hugsuðum Sjálfstæðisflokksins: Fyrst Björn Bjarnason vill nú taka upp evruna með sínum hætti, þá er vart hægt að gagnálykta annað en hann sé kominn á þá skoðun að Íslendingum sé ekki hald í krónunni til framtíðar. Þar erum við sammála. Við Björn Bjarnason viljum báðir taka upp evruna – hann vill bara nota leið sem Seðlabankinn segir óraunhæfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ætti að losa Íslendinga við krónuna. Björn vill að við gerum tvíhliða samning við ESB um að taka hana upp í gegnum EES-samninginn. Þetta er flott hjá Birni. Eini gallinn á þessari fínu hugmynd er að hún er sama marki brennd og flest það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa um gjaldmiðilsmálin. Hún er óframkvæmanleg. Það veit Björn reyndar sjálfur. Hvernig veit ég að Björn veit það? Það veit Björn líka. Hann var nefnilega formaður í frægri Evrópunefnd, sem ég sat í með honum, og hún gaf út stórmerka skýrslu. Þar var meðal annars fjallað um gjaldmiðilsmálin. Við könnuðum sérstaklega hvort gerlegt væri að taka evruna upp einhliða eða með sérstökum samningum við ESB án aðildar. Niðurstaðan var alveg skýr. Við Björn Bjarnason, og raunar aðrir nefndarmenn, vorum sammála um að þeir möguleikar „verða í reynd að teljast óraunhæfir". Seðlabankinn lagði svo þessa nýjustu hugmynd Björns endanlega til verðskuldaðrar hvílu í skýrslu sinni frá síðustu viku. Þar rökstyður bankinn hví upptaka evru án aðildar að ESB, hvort sem er einhliða eða tvíhliða, er ekki raunhæfur kostur. Það breytir þó engu um fögnuð minn yfir hugmynd Björns. Þó hún sé óraunhæf að mati bæði Seðlabankans og hans sjálfs eins og hann hugsaði árið 2007, þá sýnir hún aðra og merkilegri þróun hjá einum af hugsuðum Sjálfstæðisflokksins: Fyrst Björn Bjarnason vill nú taka upp evruna með sínum hætti, þá er vart hægt að gagnálykta annað en hann sé kominn á þá skoðun að Íslendingum sé ekki hald í krónunni til framtíðar. Þar erum við sammála. Við Björn Bjarnason viljum báðir taka upp evruna – hann vill bara nota leið sem Seðlabankinn segir óraunhæfa.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun