Krónan og Björn Bjarnason Össur Skarphéðinsson skrifar 25. september 2012 06:00 Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ætti að losa Íslendinga við krónuna. Björn vill að við gerum tvíhliða samning við ESB um að taka hana upp í gegnum EES-samninginn. Þetta er flott hjá Birni. Eini gallinn á þessari fínu hugmynd er að hún er sama marki brennd og flest það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa um gjaldmiðilsmálin. Hún er óframkvæmanleg. Það veit Björn reyndar sjálfur. Hvernig veit ég að Björn veit það? Það veit Björn líka. Hann var nefnilega formaður í frægri Evrópunefnd, sem ég sat í með honum, og hún gaf út stórmerka skýrslu. Þar var meðal annars fjallað um gjaldmiðilsmálin. Við könnuðum sérstaklega hvort gerlegt væri að taka evruna upp einhliða eða með sérstökum samningum við ESB án aðildar. Niðurstaðan var alveg skýr. Við Björn Bjarnason, og raunar aðrir nefndarmenn, vorum sammála um að þeir möguleikar „verða í reynd að teljast óraunhæfir". Seðlabankinn lagði svo þessa nýjustu hugmynd Björns endanlega til verðskuldaðrar hvílu í skýrslu sinni frá síðustu viku. Þar rökstyður bankinn hví upptaka evru án aðildar að ESB, hvort sem er einhliða eða tvíhliða, er ekki raunhæfur kostur. Það breytir þó engu um fögnuð minn yfir hugmynd Björns. Þó hún sé óraunhæf að mati bæði Seðlabankans og hans sjálfs eins og hann hugsaði árið 2007, þá sýnir hún aðra og merkilegri þróun hjá einum af hugsuðum Sjálfstæðisflokksins: Fyrst Björn Bjarnason vill nú taka upp evruna með sínum hætti, þá er vart hægt að gagnálykta annað en hann sé kominn á þá skoðun að Íslendingum sé ekki hald í krónunni til framtíðar. Þar erum við sammála. Við Björn Bjarnason viljum báðir taka upp evruna – hann vill bara nota leið sem Seðlabankinn segir óraunhæfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ætti að losa Íslendinga við krónuna. Björn vill að við gerum tvíhliða samning við ESB um að taka hana upp í gegnum EES-samninginn. Þetta er flott hjá Birni. Eini gallinn á þessari fínu hugmynd er að hún er sama marki brennd og flest það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa um gjaldmiðilsmálin. Hún er óframkvæmanleg. Það veit Björn reyndar sjálfur. Hvernig veit ég að Björn veit það? Það veit Björn líka. Hann var nefnilega formaður í frægri Evrópunefnd, sem ég sat í með honum, og hún gaf út stórmerka skýrslu. Þar var meðal annars fjallað um gjaldmiðilsmálin. Við könnuðum sérstaklega hvort gerlegt væri að taka evruna upp einhliða eða með sérstökum samningum við ESB án aðildar. Niðurstaðan var alveg skýr. Við Björn Bjarnason, og raunar aðrir nefndarmenn, vorum sammála um að þeir möguleikar „verða í reynd að teljast óraunhæfir". Seðlabankinn lagði svo þessa nýjustu hugmynd Björns endanlega til verðskuldaðrar hvílu í skýrslu sinni frá síðustu viku. Þar rökstyður bankinn hví upptaka evru án aðildar að ESB, hvort sem er einhliða eða tvíhliða, er ekki raunhæfur kostur. Það breytir þó engu um fögnuð minn yfir hugmynd Björns. Þó hún sé óraunhæf að mati bæði Seðlabankans og hans sjálfs eins og hann hugsaði árið 2007, þá sýnir hún aðra og merkilegri þróun hjá einum af hugsuðum Sjálfstæðisflokksins: Fyrst Björn Bjarnason vill nú taka upp evruna með sínum hætti, þá er vart hægt að gagnálykta annað en hann sé kominn á þá skoðun að Íslendingum sé ekki hald í krónunni til framtíðar. Þar erum við sammála. Við Björn Bjarnason viljum báðir taka upp evruna – hann vill bara nota leið sem Seðlabankinn segir óraunhæfa.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun