Nýtt ráðuneyti allra atvinnugreina Steingrímur J. Sigfússon skrifar 5. september 2012 06:00 Á laugardaginn tók til starfa nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og með því hafa stjórnvöld og atvinnulífið eignast öflugt tæki til stefnumótunar, framþróunar og nýsköpunar. Markmiðið er skýrt og klárt – að búa eins vel og kostur er í haginn fyrir öflugt atvinnulíf. Meðal þess sem gagnrýnt var í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var að stjórnsýslueiningarnar væru of veikburða og að styrkja þyrfti ráðuneytin. Með því að sameina iðnaðarráðuneytið, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og hluta af efnahags- og viðskiptaráðuneytinu er orðið til nýtt 70 manna ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar sem hefur afl og burði til að ráða við þau mikilvægu verkefni sem við blasa. Í skipuriti nýja ráðuneytisins er ekki að finna nöfn hinna hefðbundnu atvinnugreina sem margar hverjar hafa hingað til átt sín eigin ráðuneyti. Þeim verður eftir sem áður sinnt af kostgæfni en til þess að takast á við ný tækifæri tókum við snemma þá ákvörðun að hólfa ekki atvinnugreinarnar niður hverja í sinn bás heldur nálgast þær út frá almennum starfsskilyrðum. Þetta er að mínu viti holl og tímabær uppstokkun því að atvinnugreinar þróast með tímanum. Hvern hefði til dæmis órað fyrir því fyrir 25 árum að árið 2012 yrði ferðaþjónustan ein af þeim þremur atvinnugreinum sem skapa okkur Íslendingum mestar gjaldeyristekjur? Hvað þá að uppgangur hinna svokölluðu skapandi greina yrði í líkingu við það sem raunin er. Það er ekki að ástæðulausu að síðara orðið í nafni hins nýja ráðuneytis sé nýsköpun. Stofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis ásamt stofnun fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis er lokahnykkurinn á viðamikilli endurskipulagningu stjórnarráðsins sem mælt var fyrir um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Ráðuneytum hefur fækkað úr tólf í átta og fyrir vikið stöndum við nú með skilvirkari og öflugri stjórnsýslu. Ég hlakka til að vinna að því að efla íslenskt atvinnulíf ásamt samstarfsfólki mínu í nýju ráðuneyti og í skapandi samvinnu við hagsmunaaðila. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn tók til starfa nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og með því hafa stjórnvöld og atvinnulífið eignast öflugt tæki til stefnumótunar, framþróunar og nýsköpunar. Markmiðið er skýrt og klárt – að búa eins vel og kostur er í haginn fyrir öflugt atvinnulíf. Meðal þess sem gagnrýnt var í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var að stjórnsýslueiningarnar væru of veikburða og að styrkja þyrfti ráðuneytin. Með því að sameina iðnaðarráðuneytið, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og hluta af efnahags- og viðskiptaráðuneytinu er orðið til nýtt 70 manna ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar sem hefur afl og burði til að ráða við þau mikilvægu verkefni sem við blasa. Í skipuriti nýja ráðuneytisins er ekki að finna nöfn hinna hefðbundnu atvinnugreina sem margar hverjar hafa hingað til átt sín eigin ráðuneyti. Þeim verður eftir sem áður sinnt af kostgæfni en til þess að takast á við ný tækifæri tókum við snemma þá ákvörðun að hólfa ekki atvinnugreinarnar niður hverja í sinn bás heldur nálgast þær út frá almennum starfsskilyrðum. Þetta er að mínu viti holl og tímabær uppstokkun því að atvinnugreinar þróast með tímanum. Hvern hefði til dæmis órað fyrir því fyrir 25 árum að árið 2012 yrði ferðaþjónustan ein af þeim þremur atvinnugreinum sem skapa okkur Íslendingum mestar gjaldeyristekjur? Hvað þá að uppgangur hinna svokölluðu skapandi greina yrði í líkingu við það sem raunin er. Það er ekki að ástæðulausu að síðara orðið í nafni hins nýja ráðuneytis sé nýsköpun. Stofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis ásamt stofnun fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis er lokahnykkurinn á viðamikilli endurskipulagningu stjórnarráðsins sem mælt var fyrir um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Ráðuneytum hefur fækkað úr tólf í átta og fyrir vikið stöndum við nú með skilvirkari og öflugri stjórnsýslu. Ég hlakka til að vinna að því að efla íslenskt atvinnulíf ásamt samstarfsfólki mínu í nýju ráðuneyti og í skapandi samvinnu við hagsmunaaðila. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar