Hvers vegna Húsafriðunarnefnd hætti við að friða Nasa-salinn Björn B. Björnsson skrifar 31. ágúst 2012 06:00 Það er merkilegt að kynna sér hvernig Húsafriðunarnefnd hefur algerlega skipt um skoðun á því hvort friða beri Nasa-salinn – og velta fyrir sér hvað orsakaði þessi sinnaskipti. Árið 2008 samþykkti Húsafriðunarnefnd að leggja til við ráðherra að friða gamla kvennaskólann við Austurvöll (græna húsið sem er inngangurinn á Nasa) – og innréttingarnar í Nasa. Ekki kom á óvart að nefndin legði þetta til; að varðveita gamalt hús með sögu sem stendur við Austurvöll – og innréttingar helsta samkomuhúss Reykvíkinga um áratuga skeið, sem auk þess eru vönduð og söguleg íslensk hönnun sem ekki á sinn líka. Tilefnið var að Pétur Þór Sigurðsson, eigandi hússins sem jafnframt á nærliggjandi hús og lóðir og hafði í hyggju að setja upp risahótel milli Austurvallar, Fógetagarðsins og Ingólfstorgs og Húsafriðunarnefnd, óttaðist að gamli Kvennaskólinn og Nasa salurinn yrðu rifin. Pétur reis upp til mótmæla gegn þessum áformum nefndarinnar og lét bæði arkitektastofu og lögfræðistofu senda Húsafriðunarnefnd bréf til að mótmæla því að nefndin legði til friðun innréttinganna í Nasa. Jafnframt bauð hann nefndinni á sinn fund til að skoða aðstæður og reyna að fá hana á sitt band. En Húsafriðunarnefnd átti eðlilega ekki auðvelt með að snúa við blaðinu jafnvel þótt hún hefði viljað láta undan þrýstingnum. Þá gerist það, að undirlagi Péturs Þórs, að borgaryfirvöld kynna tillögu að nýju deiliskipulagi á reitnum og nú er gert ráð fyrir að endurbyggja Nasa-salinn í sömu mynd inni í nýbyggingunni. Þessi tillaga dugði Húsafriðunarnefnd til að þvo hendur sínar af málinu og haustið 2008 gerir nefndin eftirfarandi samþykkt: „Húsafriðunarnefnd fagnar þeim skilmálum í deiliskipulagstillögunni að salurinn sem nú hýsir skemmtistaðinn Nasa skuli endurbyggður í sömu mynd og hann er nú og að leitast skuli við að endurnýta sem mest af núverandi innréttingum salarins, „til að móta andrúmsloft núverandi salar" eins og segir í skilmálum." Í framhaldinu samþykkir Húsafriðunarnefnd að leggja til við ráðherra friðun Kvennaskólahússins, framhússins – en Nasa-salurinn sat eftir. Skipulagstillagan sem Húsafriðunarnefnd fagnaði vegna þess að hún gerði ráð fyrir endurbyggingu Nasa-salarins í sömu mynd var hins vegar aldrei samþykkt – en Pétri Þór hafði tekist það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir að Húsafriðunarnefnd friðaði innréttingarnar í Nasa. Næst tekur Húsafriðunarnefnd Nasa-salinn til umfjöllunar nú í sumar þegar fjallað er um tillöguna sem varð ofan á í samkeppni um hönnun hótelsins – og nú hefur orðið alger viðsnúningur á afstöðu nefndarinnar til Nasa-salarins því í bókun meirihluta nefndarinnar segir: „Það er ekki talið að umræddur salur geti í núverandi mynd talist til þjóðminja og því sé ekki tilefni til þess að gerðar verði tillögur um friðun hans." Hvernig má það vera að Húsafriðunarnefnd snúi svo algerlega við blaðinu að hún telji nú enga ástæðu til að friða salinn sem hún vildi að eigin frumkvæði friða fjórum árum fyrr? Tæplega hafa hinar faglegu forsendur breyst; salurinn er eftir sem áður einstakur að hönnun og útliti auk þess að vera merkilegur frá sögulegu sjónarmiði. Hefur þrýstingur lóðahafans skilað þessum viðsnúningi? Ekki er annað að sjá. Fyrir utan þann þrýsting sem hann beitti nefndina beint og áður er lýst fann hann upp á því snjallræði að fá Reykjavíkurborg til þess að fara með sér í samkeppni um skipulag á lóðum sínum á svæðinu með það að markmiði að koma þar fyrir fyrirhuguðu hóteli. Pétur Þór kostaði keppnina að hluta og sat sjálfur í valnefndinni ásamt fulltrúum borgarinnar. Klókindin í þessu fyrirkomulagi eru að í stað þess að borgaryfirvöld horfi á tillögur lóðahafa út frá hagsmunum borgarbúa hafa þau nú sameinast lóðahafanum um „verðlaunatillöguna". Að kynna hana og selja. Þetta bandalag lóðahafans og borgaryfirvalda kann að hafa ráðið úrslitum um að Húsafriðunarnefnd kúventi í afstöðu sinni til Nasa-salarins. „Verðlaunatillagan" sem nefndin útnefndi hafði nú þá stöðu að vera komin frá pólitískum valdhöfum skipulagsmála í Reykjavík en ekki einstökum lóðahafa. Ekki hefur það spillt fyrir því að þessi niðurstaða fengist að einn nefndarmaður af þeim fjórum sem stóðu að bókuninni er tengdur skipulagsyfirvöldum hagsmunaböndum en hann er undirmaður skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar – sem einmitt kom á umræddan fund Húsafriðunarnefndar til að kynna tillögurnar fyrir nefndinni! Hæfi annars nefndarmanns til að fjalla um tillöguna er einnig mjög vafasamt því hann var ráðgjafi nefndarinnar sem valdi „verðlaunatillöguna". Svona gerast kaupin í borginni. Á móti þessum áformum um niðurrif Nasa-salarins og byggingu risahótels í hjarta Reykjavíkur stendur almenningur og safnar undirskriftum á Ekkihotel.is. Ég hvet ykkur til að skrifa undir nú þegar til að hindra að Nasa-salurinn verði eyðilagður. Húsafriðunarnefnd mun ekki leggja þar lið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að kynna sér hvernig Húsafriðunarnefnd hefur algerlega skipt um skoðun á því hvort friða beri Nasa-salinn – og velta fyrir sér hvað orsakaði þessi sinnaskipti. Árið 2008 samþykkti Húsafriðunarnefnd að leggja til við ráðherra að friða gamla kvennaskólann við Austurvöll (græna húsið sem er inngangurinn á Nasa) – og innréttingarnar í Nasa. Ekki kom á óvart að nefndin legði þetta til; að varðveita gamalt hús með sögu sem stendur við Austurvöll – og innréttingar helsta samkomuhúss Reykvíkinga um áratuga skeið, sem auk þess eru vönduð og söguleg íslensk hönnun sem ekki á sinn líka. Tilefnið var að Pétur Þór Sigurðsson, eigandi hússins sem jafnframt á nærliggjandi hús og lóðir og hafði í hyggju að setja upp risahótel milli Austurvallar, Fógetagarðsins og Ingólfstorgs og Húsafriðunarnefnd, óttaðist að gamli Kvennaskólinn og Nasa salurinn yrðu rifin. Pétur reis upp til mótmæla gegn þessum áformum nefndarinnar og lét bæði arkitektastofu og lögfræðistofu senda Húsafriðunarnefnd bréf til að mótmæla því að nefndin legði til friðun innréttinganna í Nasa. Jafnframt bauð hann nefndinni á sinn fund til að skoða aðstæður og reyna að fá hana á sitt band. En Húsafriðunarnefnd átti eðlilega ekki auðvelt með að snúa við blaðinu jafnvel þótt hún hefði viljað láta undan þrýstingnum. Þá gerist það, að undirlagi Péturs Þórs, að borgaryfirvöld kynna tillögu að nýju deiliskipulagi á reitnum og nú er gert ráð fyrir að endurbyggja Nasa-salinn í sömu mynd inni í nýbyggingunni. Þessi tillaga dugði Húsafriðunarnefnd til að þvo hendur sínar af málinu og haustið 2008 gerir nefndin eftirfarandi samþykkt: „Húsafriðunarnefnd fagnar þeim skilmálum í deiliskipulagstillögunni að salurinn sem nú hýsir skemmtistaðinn Nasa skuli endurbyggður í sömu mynd og hann er nú og að leitast skuli við að endurnýta sem mest af núverandi innréttingum salarins, „til að móta andrúmsloft núverandi salar" eins og segir í skilmálum." Í framhaldinu samþykkir Húsafriðunarnefnd að leggja til við ráðherra friðun Kvennaskólahússins, framhússins – en Nasa-salurinn sat eftir. Skipulagstillagan sem Húsafriðunarnefnd fagnaði vegna þess að hún gerði ráð fyrir endurbyggingu Nasa-salarins í sömu mynd var hins vegar aldrei samþykkt – en Pétri Þór hafði tekist það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir að Húsafriðunarnefnd friðaði innréttingarnar í Nasa. Næst tekur Húsafriðunarnefnd Nasa-salinn til umfjöllunar nú í sumar þegar fjallað er um tillöguna sem varð ofan á í samkeppni um hönnun hótelsins – og nú hefur orðið alger viðsnúningur á afstöðu nefndarinnar til Nasa-salarins því í bókun meirihluta nefndarinnar segir: „Það er ekki talið að umræddur salur geti í núverandi mynd talist til þjóðminja og því sé ekki tilefni til þess að gerðar verði tillögur um friðun hans." Hvernig má það vera að Húsafriðunarnefnd snúi svo algerlega við blaðinu að hún telji nú enga ástæðu til að friða salinn sem hún vildi að eigin frumkvæði friða fjórum árum fyrr? Tæplega hafa hinar faglegu forsendur breyst; salurinn er eftir sem áður einstakur að hönnun og útliti auk þess að vera merkilegur frá sögulegu sjónarmiði. Hefur þrýstingur lóðahafans skilað þessum viðsnúningi? Ekki er annað að sjá. Fyrir utan þann þrýsting sem hann beitti nefndina beint og áður er lýst fann hann upp á því snjallræði að fá Reykjavíkurborg til þess að fara með sér í samkeppni um skipulag á lóðum sínum á svæðinu með það að markmiði að koma þar fyrir fyrirhuguðu hóteli. Pétur Þór kostaði keppnina að hluta og sat sjálfur í valnefndinni ásamt fulltrúum borgarinnar. Klókindin í þessu fyrirkomulagi eru að í stað þess að borgaryfirvöld horfi á tillögur lóðahafa út frá hagsmunum borgarbúa hafa þau nú sameinast lóðahafanum um „verðlaunatillöguna". Að kynna hana og selja. Þetta bandalag lóðahafans og borgaryfirvalda kann að hafa ráðið úrslitum um að Húsafriðunarnefnd kúventi í afstöðu sinni til Nasa-salarins. „Verðlaunatillagan" sem nefndin útnefndi hafði nú þá stöðu að vera komin frá pólitískum valdhöfum skipulagsmála í Reykjavík en ekki einstökum lóðahafa. Ekki hefur það spillt fyrir því að þessi niðurstaða fengist að einn nefndarmaður af þeim fjórum sem stóðu að bókuninni er tengdur skipulagsyfirvöldum hagsmunaböndum en hann er undirmaður skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar – sem einmitt kom á umræddan fund Húsafriðunarnefndar til að kynna tillögurnar fyrir nefndinni! Hæfi annars nefndarmanns til að fjalla um tillöguna er einnig mjög vafasamt því hann var ráðgjafi nefndarinnar sem valdi „verðlaunatillöguna". Svona gerast kaupin í borginni. Á móti þessum áformum um niðurrif Nasa-salarins og byggingu risahótels í hjarta Reykjavíkur stendur almenningur og safnar undirskriftum á Ekkihotel.is. Ég hvet ykkur til að skrifa undir nú þegar til að hindra að Nasa-salurinn verði eyðilagður. Húsafriðunarnefnd mun ekki leggja þar lið.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun