Hvers vegna Húsafriðunarnefnd hætti við að friða Nasa-salinn Björn B. Björnsson skrifar 31. ágúst 2012 06:00 Það er merkilegt að kynna sér hvernig Húsafriðunarnefnd hefur algerlega skipt um skoðun á því hvort friða beri Nasa-salinn – og velta fyrir sér hvað orsakaði þessi sinnaskipti. Árið 2008 samþykkti Húsafriðunarnefnd að leggja til við ráðherra að friða gamla kvennaskólann við Austurvöll (græna húsið sem er inngangurinn á Nasa) – og innréttingarnar í Nasa. Ekki kom á óvart að nefndin legði þetta til; að varðveita gamalt hús með sögu sem stendur við Austurvöll – og innréttingar helsta samkomuhúss Reykvíkinga um áratuga skeið, sem auk þess eru vönduð og söguleg íslensk hönnun sem ekki á sinn líka. Tilefnið var að Pétur Þór Sigurðsson, eigandi hússins sem jafnframt á nærliggjandi hús og lóðir og hafði í hyggju að setja upp risahótel milli Austurvallar, Fógetagarðsins og Ingólfstorgs og Húsafriðunarnefnd, óttaðist að gamli Kvennaskólinn og Nasa salurinn yrðu rifin. Pétur reis upp til mótmæla gegn þessum áformum nefndarinnar og lét bæði arkitektastofu og lögfræðistofu senda Húsafriðunarnefnd bréf til að mótmæla því að nefndin legði til friðun innréttinganna í Nasa. Jafnframt bauð hann nefndinni á sinn fund til að skoða aðstæður og reyna að fá hana á sitt band. En Húsafriðunarnefnd átti eðlilega ekki auðvelt með að snúa við blaðinu jafnvel þótt hún hefði viljað láta undan þrýstingnum. Þá gerist það, að undirlagi Péturs Þórs, að borgaryfirvöld kynna tillögu að nýju deiliskipulagi á reitnum og nú er gert ráð fyrir að endurbyggja Nasa-salinn í sömu mynd inni í nýbyggingunni. Þessi tillaga dugði Húsafriðunarnefnd til að þvo hendur sínar af málinu og haustið 2008 gerir nefndin eftirfarandi samþykkt: „Húsafriðunarnefnd fagnar þeim skilmálum í deiliskipulagstillögunni að salurinn sem nú hýsir skemmtistaðinn Nasa skuli endurbyggður í sömu mynd og hann er nú og að leitast skuli við að endurnýta sem mest af núverandi innréttingum salarins, „til að móta andrúmsloft núverandi salar" eins og segir í skilmálum." Í framhaldinu samþykkir Húsafriðunarnefnd að leggja til við ráðherra friðun Kvennaskólahússins, framhússins – en Nasa-salurinn sat eftir. Skipulagstillagan sem Húsafriðunarnefnd fagnaði vegna þess að hún gerði ráð fyrir endurbyggingu Nasa-salarins í sömu mynd var hins vegar aldrei samþykkt – en Pétri Þór hafði tekist það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir að Húsafriðunarnefnd friðaði innréttingarnar í Nasa. Næst tekur Húsafriðunarnefnd Nasa-salinn til umfjöllunar nú í sumar þegar fjallað er um tillöguna sem varð ofan á í samkeppni um hönnun hótelsins – og nú hefur orðið alger viðsnúningur á afstöðu nefndarinnar til Nasa-salarins því í bókun meirihluta nefndarinnar segir: „Það er ekki talið að umræddur salur geti í núverandi mynd talist til þjóðminja og því sé ekki tilefni til þess að gerðar verði tillögur um friðun hans." Hvernig má það vera að Húsafriðunarnefnd snúi svo algerlega við blaðinu að hún telji nú enga ástæðu til að friða salinn sem hún vildi að eigin frumkvæði friða fjórum árum fyrr? Tæplega hafa hinar faglegu forsendur breyst; salurinn er eftir sem áður einstakur að hönnun og útliti auk þess að vera merkilegur frá sögulegu sjónarmiði. Hefur þrýstingur lóðahafans skilað þessum viðsnúningi? Ekki er annað að sjá. Fyrir utan þann þrýsting sem hann beitti nefndina beint og áður er lýst fann hann upp á því snjallræði að fá Reykjavíkurborg til þess að fara með sér í samkeppni um skipulag á lóðum sínum á svæðinu með það að markmiði að koma þar fyrir fyrirhuguðu hóteli. Pétur Þór kostaði keppnina að hluta og sat sjálfur í valnefndinni ásamt fulltrúum borgarinnar. Klókindin í þessu fyrirkomulagi eru að í stað þess að borgaryfirvöld horfi á tillögur lóðahafa út frá hagsmunum borgarbúa hafa þau nú sameinast lóðahafanum um „verðlaunatillöguna". Að kynna hana og selja. Þetta bandalag lóðahafans og borgaryfirvalda kann að hafa ráðið úrslitum um að Húsafriðunarnefnd kúventi í afstöðu sinni til Nasa-salarins. „Verðlaunatillagan" sem nefndin útnefndi hafði nú þá stöðu að vera komin frá pólitískum valdhöfum skipulagsmála í Reykjavík en ekki einstökum lóðahafa. Ekki hefur það spillt fyrir því að þessi niðurstaða fengist að einn nefndarmaður af þeim fjórum sem stóðu að bókuninni er tengdur skipulagsyfirvöldum hagsmunaböndum en hann er undirmaður skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar – sem einmitt kom á umræddan fund Húsafriðunarnefndar til að kynna tillögurnar fyrir nefndinni! Hæfi annars nefndarmanns til að fjalla um tillöguna er einnig mjög vafasamt því hann var ráðgjafi nefndarinnar sem valdi „verðlaunatillöguna". Svona gerast kaupin í borginni. Á móti þessum áformum um niðurrif Nasa-salarins og byggingu risahótels í hjarta Reykjavíkur stendur almenningur og safnar undirskriftum á Ekkihotel.is. Ég hvet ykkur til að skrifa undir nú þegar til að hindra að Nasa-salurinn verði eyðilagður. Húsafriðunarnefnd mun ekki leggja þar lið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að kynna sér hvernig Húsafriðunarnefnd hefur algerlega skipt um skoðun á því hvort friða beri Nasa-salinn – og velta fyrir sér hvað orsakaði þessi sinnaskipti. Árið 2008 samþykkti Húsafriðunarnefnd að leggja til við ráðherra að friða gamla kvennaskólann við Austurvöll (græna húsið sem er inngangurinn á Nasa) – og innréttingarnar í Nasa. Ekki kom á óvart að nefndin legði þetta til; að varðveita gamalt hús með sögu sem stendur við Austurvöll – og innréttingar helsta samkomuhúss Reykvíkinga um áratuga skeið, sem auk þess eru vönduð og söguleg íslensk hönnun sem ekki á sinn líka. Tilefnið var að Pétur Þór Sigurðsson, eigandi hússins sem jafnframt á nærliggjandi hús og lóðir og hafði í hyggju að setja upp risahótel milli Austurvallar, Fógetagarðsins og Ingólfstorgs og Húsafriðunarnefnd, óttaðist að gamli Kvennaskólinn og Nasa salurinn yrðu rifin. Pétur reis upp til mótmæla gegn þessum áformum nefndarinnar og lét bæði arkitektastofu og lögfræðistofu senda Húsafriðunarnefnd bréf til að mótmæla því að nefndin legði til friðun innréttinganna í Nasa. Jafnframt bauð hann nefndinni á sinn fund til að skoða aðstæður og reyna að fá hana á sitt band. En Húsafriðunarnefnd átti eðlilega ekki auðvelt með að snúa við blaðinu jafnvel þótt hún hefði viljað láta undan þrýstingnum. Þá gerist það, að undirlagi Péturs Þórs, að borgaryfirvöld kynna tillögu að nýju deiliskipulagi á reitnum og nú er gert ráð fyrir að endurbyggja Nasa-salinn í sömu mynd inni í nýbyggingunni. Þessi tillaga dugði Húsafriðunarnefnd til að þvo hendur sínar af málinu og haustið 2008 gerir nefndin eftirfarandi samþykkt: „Húsafriðunarnefnd fagnar þeim skilmálum í deiliskipulagstillögunni að salurinn sem nú hýsir skemmtistaðinn Nasa skuli endurbyggður í sömu mynd og hann er nú og að leitast skuli við að endurnýta sem mest af núverandi innréttingum salarins, „til að móta andrúmsloft núverandi salar" eins og segir í skilmálum." Í framhaldinu samþykkir Húsafriðunarnefnd að leggja til við ráðherra friðun Kvennaskólahússins, framhússins – en Nasa-salurinn sat eftir. Skipulagstillagan sem Húsafriðunarnefnd fagnaði vegna þess að hún gerði ráð fyrir endurbyggingu Nasa-salarins í sömu mynd var hins vegar aldrei samþykkt – en Pétri Þór hafði tekist það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir að Húsafriðunarnefnd friðaði innréttingarnar í Nasa. Næst tekur Húsafriðunarnefnd Nasa-salinn til umfjöllunar nú í sumar þegar fjallað er um tillöguna sem varð ofan á í samkeppni um hönnun hótelsins – og nú hefur orðið alger viðsnúningur á afstöðu nefndarinnar til Nasa-salarins því í bókun meirihluta nefndarinnar segir: „Það er ekki talið að umræddur salur geti í núverandi mynd talist til þjóðminja og því sé ekki tilefni til þess að gerðar verði tillögur um friðun hans." Hvernig má það vera að Húsafriðunarnefnd snúi svo algerlega við blaðinu að hún telji nú enga ástæðu til að friða salinn sem hún vildi að eigin frumkvæði friða fjórum árum fyrr? Tæplega hafa hinar faglegu forsendur breyst; salurinn er eftir sem áður einstakur að hönnun og útliti auk þess að vera merkilegur frá sögulegu sjónarmiði. Hefur þrýstingur lóðahafans skilað þessum viðsnúningi? Ekki er annað að sjá. Fyrir utan þann þrýsting sem hann beitti nefndina beint og áður er lýst fann hann upp á því snjallræði að fá Reykjavíkurborg til þess að fara með sér í samkeppni um skipulag á lóðum sínum á svæðinu með það að markmiði að koma þar fyrir fyrirhuguðu hóteli. Pétur Þór kostaði keppnina að hluta og sat sjálfur í valnefndinni ásamt fulltrúum borgarinnar. Klókindin í þessu fyrirkomulagi eru að í stað þess að borgaryfirvöld horfi á tillögur lóðahafa út frá hagsmunum borgarbúa hafa þau nú sameinast lóðahafanum um „verðlaunatillöguna". Að kynna hana og selja. Þetta bandalag lóðahafans og borgaryfirvalda kann að hafa ráðið úrslitum um að Húsafriðunarnefnd kúventi í afstöðu sinni til Nasa-salarins. „Verðlaunatillagan" sem nefndin útnefndi hafði nú þá stöðu að vera komin frá pólitískum valdhöfum skipulagsmála í Reykjavík en ekki einstökum lóðahafa. Ekki hefur það spillt fyrir því að þessi niðurstaða fengist að einn nefndarmaður af þeim fjórum sem stóðu að bókuninni er tengdur skipulagsyfirvöldum hagsmunaböndum en hann er undirmaður skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar – sem einmitt kom á umræddan fund Húsafriðunarnefndar til að kynna tillögurnar fyrir nefndinni! Hæfi annars nefndarmanns til að fjalla um tillöguna er einnig mjög vafasamt því hann var ráðgjafi nefndarinnar sem valdi „verðlaunatillöguna". Svona gerast kaupin í borginni. Á móti þessum áformum um niðurrif Nasa-salarins og byggingu risahótels í hjarta Reykjavíkur stendur almenningur og safnar undirskriftum á Ekkihotel.is. Ég hvet ykkur til að skrifa undir nú þegar til að hindra að Nasa-salurinn verði eyðilagður. Húsafriðunarnefnd mun ekki leggja þar lið.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun