Ruglingsleg þjóðaratkvæðagreiðsla Birgir Ármannsson skrifar 30. ágúst 2012 06:00 Í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag víkur Þorkell Helgason, fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður, nokkuð að þeim spurningum, sem leggja á fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem innanríkisráðuneytið hefur auglýst að fara eigi fram þann 20. október nk. Eins og fram kemur í greininni er ráðgert að spyrja annars vegar almennt hvort fólk sé fylgjandi því eða andvígt að tillögur stjórnlagaráðs frá síðasta ári verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, og hins vegar er spurt um afstöðu til fimm tiltekinna álitamála, sem tengjast stjórnarskránni. Þorkell lætur þess getið, að sé fólk sammála tillögu stjórnlagaráðs í einu og öllu hljóti það að svara almennu spurningunni og fjórum sértæku spurninganna játandi en einni, þeirri sem tengist þjóðkirkjunni, neitandi. Þetta má vera rétt, svo langt sem það nær. Þessi orð lýsa hins vegar valmöguleikum kjósenda, og túlkunarmöguleikum í þessu sambandi, aðeins að mjög takmörkuðu leyti. Þannig að sjá má fyrir sér að allmargir kjósendur geti hugsað sér að svara flestum ef ekki öllum sértæku spurningum játandi, en almennu spurningunni um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs neitandi. Það er ekkert sem útilokar að kjósendur leggist gegn því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, þótt þeir geti fyrir sitt leyti svarað hinum spurningunum játandi. Kjósandi getur verið fylgjandi því að auka vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og að atkvæðisréttur í landinu verði jafn, svo dæmi séu tekin, en verið alfarið andvígur útfærslu þessara atriða í tillögum stjórnlagaráðs – eða einfaldlega mjög á móti einhverjum öðrum atriðum í tillögum ráðsins. Þessu til skýringar er einfaldast að benda á, að í sértæku spurningunum fimm er orðalagið með þeim hætti, að ekki er vísað til tiltekinna ákvæða eða útfærslna í tillögum stjórnlagaráðs. Orðalagið er mun opnara og almennara. Ef ætlunin hefði verið að spyrja um afstöðu kjósenda til útfærslu stjórnlagaráðs á þessum tilteknu álitamálum, hefðu spurningarnar að sjálfsögðu verið orðaðar skýrt með þeim hætti og vísað beint til viðkomandi ákvæða í tillögum ráðsins. Það var ekki gert af hálfu meirihluta Alþingis í vor, og ætla verður að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að vel athuguðu máli. Eins ber að hafa í huga, að álitamálin, sem tengjast stjórnarskránni og tillögum stjórnlagaráðs, eru miklu fleiri en þau fimm tilteknu atriði sem dregin eru fram í sérstökum spurningum í hinni fyrirhuguðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögur stjórnlagaráðs gera ráð fyrir að svo til öllum ákvæðum núgildandi stjórnarskrár verði breytt, mörgum verulega, og við bætt mörgum tugum nýrra ákvæða. Vonandi mun kynning og umfjöllum um þessi mál á næstu vikum taka mið af því. Það var meðal annars af ofangreindum ástæðum, sem ég og fleiri þingmenn lögðumst gegn tillögunni um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem var til afgreiðslu á þingi í vor. Það, að blanda saman annars vegar almennri spurningu um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs og hins vegar fimm sértækum spurningum, skapar rugling fyrir kjósendur og gerir það að verkum, að unnt verður eftir á að túlka úrslitin út og suður. Það að orða spurningarnar með þeim hætti, sem gert er, eykur auðvitað enn á þá hættu og fyrir vikið verður leiðbeiningargildi þessarar atkvæðagreiðslu miklu minna en ella. Um aðra galla í sambandi við meðferð og framsetningu þessa máls mun ég fjalla nánar síðar. Þar er af nógu að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag víkur Þorkell Helgason, fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður, nokkuð að þeim spurningum, sem leggja á fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem innanríkisráðuneytið hefur auglýst að fara eigi fram þann 20. október nk. Eins og fram kemur í greininni er ráðgert að spyrja annars vegar almennt hvort fólk sé fylgjandi því eða andvígt að tillögur stjórnlagaráðs frá síðasta ári verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, og hins vegar er spurt um afstöðu til fimm tiltekinna álitamála, sem tengjast stjórnarskránni. Þorkell lætur þess getið, að sé fólk sammála tillögu stjórnlagaráðs í einu og öllu hljóti það að svara almennu spurningunni og fjórum sértæku spurninganna játandi en einni, þeirri sem tengist þjóðkirkjunni, neitandi. Þetta má vera rétt, svo langt sem það nær. Þessi orð lýsa hins vegar valmöguleikum kjósenda, og túlkunarmöguleikum í þessu sambandi, aðeins að mjög takmörkuðu leyti. Þannig að sjá má fyrir sér að allmargir kjósendur geti hugsað sér að svara flestum ef ekki öllum sértæku spurningum játandi, en almennu spurningunni um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs neitandi. Það er ekkert sem útilokar að kjósendur leggist gegn því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, þótt þeir geti fyrir sitt leyti svarað hinum spurningunum játandi. Kjósandi getur verið fylgjandi því að auka vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og að atkvæðisréttur í landinu verði jafn, svo dæmi séu tekin, en verið alfarið andvígur útfærslu þessara atriða í tillögum stjórnlagaráðs – eða einfaldlega mjög á móti einhverjum öðrum atriðum í tillögum ráðsins. Þessu til skýringar er einfaldast að benda á, að í sértæku spurningunum fimm er orðalagið með þeim hætti, að ekki er vísað til tiltekinna ákvæða eða útfærslna í tillögum stjórnlagaráðs. Orðalagið er mun opnara og almennara. Ef ætlunin hefði verið að spyrja um afstöðu kjósenda til útfærslu stjórnlagaráðs á þessum tilteknu álitamálum, hefðu spurningarnar að sjálfsögðu verið orðaðar skýrt með þeim hætti og vísað beint til viðkomandi ákvæða í tillögum ráðsins. Það var ekki gert af hálfu meirihluta Alþingis í vor, og ætla verður að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að vel athuguðu máli. Eins ber að hafa í huga, að álitamálin, sem tengjast stjórnarskránni og tillögum stjórnlagaráðs, eru miklu fleiri en þau fimm tilteknu atriði sem dregin eru fram í sérstökum spurningum í hinni fyrirhuguðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögur stjórnlagaráðs gera ráð fyrir að svo til öllum ákvæðum núgildandi stjórnarskrár verði breytt, mörgum verulega, og við bætt mörgum tugum nýrra ákvæða. Vonandi mun kynning og umfjöllum um þessi mál á næstu vikum taka mið af því. Það var meðal annars af ofangreindum ástæðum, sem ég og fleiri þingmenn lögðumst gegn tillögunni um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem var til afgreiðslu á þingi í vor. Það, að blanda saman annars vegar almennri spurningu um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs og hins vegar fimm sértækum spurningum, skapar rugling fyrir kjósendur og gerir það að verkum, að unnt verður eftir á að túlka úrslitin út og suður. Það að orða spurningarnar með þeim hætti, sem gert er, eykur auðvitað enn á þá hættu og fyrir vikið verður leiðbeiningargildi þessarar atkvæðagreiðslu miklu minna en ella. Um aðra galla í sambandi við meðferð og framsetningu þessa máls mun ég fjalla nánar síðar. Þar er af nógu að taka.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun