Mótum betri samskiptaleiðir Toshiki Toma skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Reykjavíkurborg heldur fjölmenningarþing í annað skipti nú í nóvember og er undirbúningur þess í gangi. Umræðuefnin sem fjölmenningarþingið á að taka fyrir virðast vera margvísleg, eins og t.d. samræmi milli stefnu sveitarfélaga og ríkis, þjónusta ríkisstofnana, upplýsingamiðlun til og meðal innflytjenda, atvinna og menntun o.fl. Það er svo auðvitað frábært að ræðuefni verða einnig valin eftir óskum innflytjenda sjálfra. En valið er ekki svo auðvelt. Það er fyrst og fremst í höndum skipuleggjenda þingsins sem sjá um að kynna fyrir innflytjendum áætlun þingsins og biðja um þeirra skoðun á ræðuefni. Til hverra eiga skipuleggjendur að senda erindi og á hvaða tungumáli? Síðan kemur annað mál sem er erfitt. Hvernig geta innflytjendur komið því sem þeir hafa í huga til skipuleggjenda? Það snýst ekki aðeins um atriði eins og tungumál heldur einnig þau sem lúta að innri hvötum og vilja okkar innflytjenda. Það virðist vera meiri fjarlægð í samskiptum milli borgarstjórnar og/eða ríkisstjórnar en sem nemur raunverulegri fjarlægð innflytjenda. Mér finnst að við – stjórn ríkis og sveitarfélaga og innflytjendur – eigum að horfast í augu við að við þurfum að móta samskiptaleiðir á milli okkar. Af reynslu minni sem prestur innflytjenda hefur þetta verið vandamál alla tíð undanfarinn áratug. Annars vegar getur meirihluti innflytjenda ekki skilið hvað stjórnvöld vilja gera fyrir innflytjendur og hins vegar geta stjórnvöld ekki vitað hvað innflytjendur hugsa og hvers þeir óska. Nú blasir það við að þetta er vandamál sem við komumst ekki yfir án sérstaks átaks. Þá er bara spurningin hvenær og hvernig eigum við að finna betri leiðir fyrir samskiptin? Mér finnst það vera áríðandi á verkefnaskrá innflytjendamála að stofna fasta leið til þess að samskiptin séu nægileg, sérstaklega fyrir innflytjendur. Ég trúi því raunar að mörg vandamál sem myndast stundum í kringum innflytjendur myndu leysast með því að tryggja samskiptin á milli stjórnar og innflytjenda. Ég get því miður ekki komið með góða tillögu um hvernig við eigum að móta netkerfið en það hlýtur að vera samvinnuverkefni. Eitt sem er ómissandi í verkefninu er að virkja innflytjendur og stöðuga þátttöku okkar innflytjenda sjálfra enda varðar þetta okkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Toshiki Toma Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg heldur fjölmenningarþing í annað skipti nú í nóvember og er undirbúningur þess í gangi. Umræðuefnin sem fjölmenningarþingið á að taka fyrir virðast vera margvísleg, eins og t.d. samræmi milli stefnu sveitarfélaga og ríkis, þjónusta ríkisstofnana, upplýsingamiðlun til og meðal innflytjenda, atvinna og menntun o.fl. Það er svo auðvitað frábært að ræðuefni verða einnig valin eftir óskum innflytjenda sjálfra. En valið er ekki svo auðvelt. Það er fyrst og fremst í höndum skipuleggjenda þingsins sem sjá um að kynna fyrir innflytjendum áætlun þingsins og biðja um þeirra skoðun á ræðuefni. Til hverra eiga skipuleggjendur að senda erindi og á hvaða tungumáli? Síðan kemur annað mál sem er erfitt. Hvernig geta innflytjendur komið því sem þeir hafa í huga til skipuleggjenda? Það snýst ekki aðeins um atriði eins og tungumál heldur einnig þau sem lúta að innri hvötum og vilja okkar innflytjenda. Það virðist vera meiri fjarlægð í samskiptum milli borgarstjórnar og/eða ríkisstjórnar en sem nemur raunverulegri fjarlægð innflytjenda. Mér finnst að við – stjórn ríkis og sveitarfélaga og innflytjendur – eigum að horfast í augu við að við þurfum að móta samskiptaleiðir á milli okkar. Af reynslu minni sem prestur innflytjenda hefur þetta verið vandamál alla tíð undanfarinn áratug. Annars vegar getur meirihluti innflytjenda ekki skilið hvað stjórnvöld vilja gera fyrir innflytjendur og hins vegar geta stjórnvöld ekki vitað hvað innflytjendur hugsa og hvers þeir óska. Nú blasir það við að þetta er vandamál sem við komumst ekki yfir án sérstaks átaks. Þá er bara spurningin hvenær og hvernig eigum við að finna betri leiðir fyrir samskiptin? Mér finnst það vera áríðandi á verkefnaskrá innflytjendamála að stofna fasta leið til þess að samskiptin séu nægileg, sérstaklega fyrir innflytjendur. Ég trúi því raunar að mörg vandamál sem myndast stundum í kringum innflytjendur myndu leysast með því að tryggja samskiptin á milli stjórnar og innflytjenda. Ég get því miður ekki komið með góða tillögu um hvernig við eigum að móta netkerfið en það hlýtur að vera samvinnuverkefni. Eitt sem er ómissandi í verkefninu er að virkja innflytjendur og stöðuga þátttöku okkar innflytjenda sjálfra enda varðar þetta okkur sjálf.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun