Skattgreiðendur urðu ekki fyrir tjóni Illugi Gunnarsson skrifar 25. júlí 2012 06:00 Uppgjör svokallaðra peningamarkaðssjóða hefur verið nokkuð til umræðu. Höfundur pistilsins “Frá degi til dags” kallaði eftir því að ég útskýrði þá fullyrðingu mína að fjármunir skattborgaranna hefðu ekki verið notaðir, þegar sá sjóður sem ég sat í stjórn hjá var gerður upp í kjölfar bankahrunsins. Það er mér bæði ljúft og skylt að gera. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn til þáverandi fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar, um hvort fjármunir ríkissjóðs hefðu verið notaðir til þess að gera upp peningamarkaðssjóðina. Svar fjármálaráðherra var skýrt, engir fjármunir fóru úr ríkissjóði vegna uppgjörs peningamarkaðssjóðanna. Þessu til viðbótar er rétt að benda á að engar fjárhæðir má greiða úr ríkissjóði án heimilda í fjárlögum eða fjáraukalögum og fráleitt að ætla að einhvern veginn hafi verið hægt að taka peninga úr ríkissjóði án þess að það kæmi einhvers staðar fram. Jafnframt liggur fyrir að ríkið tók engar fjárhagslegar skuldbindingar á sig vegna þessa uppgjörs. Tugir þúsunda einstaklinga, fyrirtækja og sveitafélaga ávöxtuðu fjármuni sína í peningamarkaðssjóðum. Við uppgjör þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá varð niðurstaðan sú að sjóðsfélagar fengu endurgreidd tæplega 80% af inneign sinni. Uppgjörið þessara sjóða var gert þannig að hinir föllnu bankar, sem ríkið hafði tekið yfir, keyptu allar eignir þeirra að undangengnu verðmati. ESA hefur nú staðfest að sú ákvörðun var heimil. Á þeim tímapunkti hafði ríkið vissulega tekið yfir hina föllnu og gjaldþrota banka, og því er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að þar með sé um ríkisstuðning að ræða. Íslenska ríkið er reyndar ósammála þeirri niðurstöðu eins og fram hefur komið á opinberum vettvangi. Tveir hinna föllnu banka voru síðan afhendir kröfuhöfum þeirra, en Landsbankinn er enn í ríkiseign. Niðurstaðan er því þessi: Engir fjármunir voru greiddir úr ríkissjóði og engar skuldbindingar féllu á íslenska skattgreiðendur vegna uppgjörs þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá. Mögulegt tap sem varð vegna uppkaupa á eignum sjóðsins var að lokum borið af kröfuhöfum, sem tóku bankann yfir eftir að þetta uppgjör hafði farið fram. Skattgreiðendur voru því jafn settir, fyrir uppgjör og eftir, en kröfuhafarnir fengu minna fyrir sinn snúð þegar þeir fengu bankana afhenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Uppgjör svokallaðra peningamarkaðssjóða hefur verið nokkuð til umræðu. Höfundur pistilsins “Frá degi til dags” kallaði eftir því að ég útskýrði þá fullyrðingu mína að fjármunir skattborgaranna hefðu ekki verið notaðir, þegar sá sjóður sem ég sat í stjórn hjá var gerður upp í kjölfar bankahrunsins. Það er mér bæði ljúft og skylt að gera. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn til þáverandi fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar, um hvort fjármunir ríkissjóðs hefðu verið notaðir til þess að gera upp peningamarkaðssjóðina. Svar fjármálaráðherra var skýrt, engir fjármunir fóru úr ríkissjóði vegna uppgjörs peningamarkaðssjóðanna. Þessu til viðbótar er rétt að benda á að engar fjárhæðir má greiða úr ríkissjóði án heimilda í fjárlögum eða fjáraukalögum og fráleitt að ætla að einhvern veginn hafi verið hægt að taka peninga úr ríkissjóði án þess að það kæmi einhvers staðar fram. Jafnframt liggur fyrir að ríkið tók engar fjárhagslegar skuldbindingar á sig vegna þessa uppgjörs. Tugir þúsunda einstaklinga, fyrirtækja og sveitafélaga ávöxtuðu fjármuni sína í peningamarkaðssjóðum. Við uppgjör þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá varð niðurstaðan sú að sjóðsfélagar fengu endurgreidd tæplega 80% af inneign sinni. Uppgjörið þessara sjóða var gert þannig að hinir föllnu bankar, sem ríkið hafði tekið yfir, keyptu allar eignir þeirra að undangengnu verðmati. ESA hefur nú staðfest að sú ákvörðun var heimil. Á þeim tímapunkti hafði ríkið vissulega tekið yfir hina föllnu og gjaldþrota banka, og því er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að þar með sé um ríkisstuðning að ræða. Íslenska ríkið er reyndar ósammála þeirri niðurstöðu eins og fram hefur komið á opinberum vettvangi. Tveir hinna föllnu banka voru síðan afhendir kröfuhöfum þeirra, en Landsbankinn er enn í ríkiseign. Niðurstaðan er því þessi: Engir fjármunir voru greiddir úr ríkissjóði og engar skuldbindingar féllu á íslenska skattgreiðendur vegna uppgjörs þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá. Mögulegt tap sem varð vegna uppkaupa á eignum sjóðsins var að lokum borið af kröfuhöfum, sem tóku bankann yfir eftir að þetta uppgjör hafði farið fram. Skattgreiðendur voru því jafn settir, fyrir uppgjör og eftir, en kröfuhafarnir fengu minna fyrir sinn snúð þegar þeir fengu bankana afhenta.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun