Forsetinn og Skúli Finnur Torfi Stefánsson skrifar 16. júní 2012 06:00 Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, kvartar undan skrifum mínum hér í blaðið um völd forsetans og mér rennur blóðið til skyldunnar að standa betur fyrir máli mínu. Ágreiningur virðist vera milli okkar Skúla aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi eðli starfsskyldna forseta eins og þeim er lýst í stjórnarskrá. Í öðru lagi hvað getur talist sem lögfræðilegur rökstuðningur þegar staðhæft er að forseti hafi málskotsrétt. Um það fyrra segir Skúli, að „forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra". Í þessum orðum virðist sú hugsun liggja að forseti verði ekki þvingaður með líkamlegu valdi til að sinna skyldum sínum og er það að sönnu alveg rétt. Hitt er á að líta að menn eru ekki almennt þvingaðir til að hlýða lögum með slíkum hætti heldur er vitneskja um viðurlög venjulega látin duga. Maður sem neitar að greiða skattinn sinn er ekki færður með lögregluvaldi niður á skattstofu og féð þar dregið upp úr vösum hans. Skatturinn hefur önnur úrræði sem virka mun betur. Forsetinn er þvingaður til að gegna skyldum sínum samkvæmt stjórnarskrá, á sama hátt og almennt er, með hótunum um viðurlög. Skúli segir að gagnvart forseta sé „engum viðurlögum fyrir að fara enda er forsetinn ábyrgðarlaus", skv. stjskr. Hér fipast Skúli í skilgreiningunum, því að ábyrgðarleysi forseta nær aðeins til stjórnarathafna, sem eru að öllu leyti á ábyrgð og valdi ráðherra. Að öðru leyti ber hann að fullu ábyrgð á gjörðum sínum rétt eins og annað fólk. Þá er og sérstakt ákvæði í 2.mgr. 11. greinar stjskr. þar sem því er lýst hvernig dæma má forsetann til refsingar fyrir ólöglega háttsemi. Þar er viðurlögunum lýst og þar með þeirri lögþvingun sem á forseta hvílir til þess að fara eftir lögum í störfum sínum. Það er að sönnu erfiðara og viðurhlutameira að koma refsiábyrgð fram við forseta en venjulegt fólk, en heimildin er fyrir hendi. Um síðara atriðið, málskotsrétt forsetans, leyfði ég mér að segja að talsmenn pólitísks forseta hefðu aldrei fært rök fyrir staðhæfingum sínum. Skúli hefur nú bætt úr þessu. Hann segir skoðun sína eiga „skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð". Í lögfræði er mikið lagt upp úr því að skoða og skilja réttarheimildir og vega og meta gildi þeirra, sem er mjög misjafnt. Æðst réttarheimilda er stjórnarskráin sjálf og verður allt annað að lúta henni. Því næst koma sett lög, dómar Hæstaréttar og má svo lengi telja. Greinargerðir með lagafrumvörpum geta talist veita skýringu á hugmyndum þess sem samdi greinargerðina og þeirra sem hann starfaði fyrir, en raunar ekkert um hugsanir þeirra sem á endanum samþykktu frumvarpið. Umræður á Alþingi festast lítt í hendi, því ekki aðeins segja menn eitt nú og annað á eftir, heldur kunna þeir einnig að greiða atkvæði þvert gegn ræðum sínum. Aðdragandi að setningu stjórnarskrár hefur, eftir því sem ég best veit, ekki talist réttarheimild hingað til. Ef átt er við fjölmiðlaumræðu hefur hún að lögum ekkert gildi. Réttarheimildir Skúla eru því heldur léttvægar og aldeilis fráleitt að þær víki til hliðar skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar sjálfrar. Þrátt fyrir skoðanaágreining okkar Skúla kemur mér ekki til hugar að hann láti stjórnast af „vanþekkingu eða óskammfeilni" svo vitnað sé til orða hans sjálfs. Ég leiði ekki hugann að því af hverju Skúli lætur stjórnast. Hitt veit ég að þær hugmyndir hafa lengi verið uppi, að lögin ættu að vera þannig að leið væri til þess að bera lög frá Alþingi undir atkvæði kjósenda. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það gæti verið til bóta, þótt mér sýnist ótækt að forseti hafi slík völd. Þar eru önnur og betri úrræði tiltæk. Leiðin sem fara á í þessu máli er að breyta stjórnarskránni með löglegum hætti. Meðan lögin eru eins og þau eru ber að fara eftir þeim. Ef menn eru ekki sammála um hver lögin séu á að láta dómstóla skera úr. Allt annað er frumstætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, kvartar undan skrifum mínum hér í blaðið um völd forsetans og mér rennur blóðið til skyldunnar að standa betur fyrir máli mínu. Ágreiningur virðist vera milli okkar Skúla aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi eðli starfsskyldna forseta eins og þeim er lýst í stjórnarskrá. Í öðru lagi hvað getur talist sem lögfræðilegur rökstuðningur þegar staðhæft er að forseti hafi málskotsrétt. Um það fyrra segir Skúli, að „forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra". Í þessum orðum virðist sú hugsun liggja að forseti verði ekki þvingaður með líkamlegu valdi til að sinna skyldum sínum og er það að sönnu alveg rétt. Hitt er á að líta að menn eru ekki almennt þvingaðir til að hlýða lögum með slíkum hætti heldur er vitneskja um viðurlög venjulega látin duga. Maður sem neitar að greiða skattinn sinn er ekki færður með lögregluvaldi niður á skattstofu og féð þar dregið upp úr vösum hans. Skatturinn hefur önnur úrræði sem virka mun betur. Forsetinn er þvingaður til að gegna skyldum sínum samkvæmt stjórnarskrá, á sama hátt og almennt er, með hótunum um viðurlög. Skúli segir að gagnvart forseta sé „engum viðurlögum fyrir að fara enda er forsetinn ábyrgðarlaus", skv. stjskr. Hér fipast Skúli í skilgreiningunum, því að ábyrgðarleysi forseta nær aðeins til stjórnarathafna, sem eru að öllu leyti á ábyrgð og valdi ráðherra. Að öðru leyti ber hann að fullu ábyrgð á gjörðum sínum rétt eins og annað fólk. Þá er og sérstakt ákvæði í 2.mgr. 11. greinar stjskr. þar sem því er lýst hvernig dæma má forsetann til refsingar fyrir ólöglega háttsemi. Þar er viðurlögunum lýst og þar með þeirri lögþvingun sem á forseta hvílir til þess að fara eftir lögum í störfum sínum. Það er að sönnu erfiðara og viðurhlutameira að koma refsiábyrgð fram við forseta en venjulegt fólk, en heimildin er fyrir hendi. Um síðara atriðið, málskotsrétt forsetans, leyfði ég mér að segja að talsmenn pólitísks forseta hefðu aldrei fært rök fyrir staðhæfingum sínum. Skúli hefur nú bætt úr þessu. Hann segir skoðun sína eiga „skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð". Í lögfræði er mikið lagt upp úr því að skoða og skilja réttarheimildir og vega og meta gildi þeirra, sem er mjög misjafnt. Æðst réttarheimilda er stjórnarskráin sjálf og verður allt annað að lúta henni. Því næst koma sett lög, dómar Hæstaréttar og má svo lengi telja. Greinargerðir með lagafrumvörpum geta talist veita skýringu á hugmyndum þess sem samdi greinargerðina og þeirra sem hann starfaði fyrir, en raunar ekkert um hugsanir þeirra sem á endanum samþykktu frumvarpið. Umræður á Alþingi festast lítt í hendi, því ekki aðeins segja menn eitt nú og annað á eftir, heldur kunna þeir einnig að greiða atkvæði þvert gegn ræðum sínum. Aðdragandi að setningu stjórnarskrár hefur, eftir því sem ég best veit, ekki talist réttarheimild hingað til. Ef átt er við fjölmiðlaumræðu hefur hún að lögum ekkert gildi. Réttarheimildir Skúla eru því heldur léttvægar og aldeilis fráleitt að þær víki til hliðar skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar sjálfrar. Þrátt fyrir skoðanaágreining okkar Skúla kemur mér ekki til hugar að hann láti stjórnast af „vanþekkingu eða óskammfeilni" svo vitnað sé til orða hans sjálfs. Ég leiði ekki hugann að því af hverju Skúli lætur stjórnast. Hitt veit ég að þær hugmyndir hafa lengi verið uppi, að lögin ættu að vera þannig að leið væri til þess að bera lög frá Alþingi undir atkvæði kjósenda. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það gæti verið til bóta, þótt mér sýnist ótækt að forseti hafi slík völd. Þar eru önnur og betri úrræði tiltæk. Leiðin sem fara á í þessu máli er að breyta stjórnarskránni með löglegum hætti. Meðan lögin eru eins og þau eru ber að fara eftir þeim. Ef menn eru ekki sammála um hver lögin séu á að láta dómstóla skera úr. Allt annað er frumstætt.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar