Gamaldags, einskisnýt skotgrafapólitík! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 15. júní 2012 06:00 Sem almennum borgara og kjósanda blöskrar manni að horfa á og hlusta á umræður á Alþingi Íslendinga. Sérstaklega að undanförnu, þegar menn hafa verið að ræða kvóta og veiðigjaldsmálið, málefni SpKef, eða ESB, svo nokkur dæmi séu tekin. Hin svokallaða „umræðuhefð" er mikið rædd í sambandi við Alþingi, en hún virðist nú einkennast mest af skítkasti, málþófi, skætingi, framíköllum og jafnvel grófum persónulegum ásökunum. Ástandið á Alþingi Íslendinga er svo sorglegt, að það er næstum því grátlegt. Það segir kannski sína sögu að bjöllusláttur forseta Alþingis, hefur sennilega aldrei verið meiri, en á yfirstandandi þingi og kjörtímabili. Það er sem sagt hver höndin upp á móti annarri, ekki bara á milli flokka, heldur einnig innan flokka. Og þetta er fólkið sem á að stýra landinu, setja landsmönnum lög, taka mikilvægar ákvarðanir sem kjörnir fulltrúar! En þetta minnir því miður meira á sandkassa, þar sem ríkir stöðugur ófriður og slegist er um þau „gæði" sem þar eru í boði. Sandurinn flýgur í allar áttir og sandkassinn tæmist óðum. Það er slegist með „skóflunum" í stað þess að þær séu notaðar til þess að byggja með þeim. Virðing Alþingis er í algeru lágmarki. Um 10% landsmanna bera traust til löggjafarsamkundu landsins. Þetta er í raun grafalvarleg staða fyrir íslenskt lýðræði. En er hægt að finna skýringar á þessu? Það er kannski ekki svo auðvelt, en bent hefur verið á að stjórnarandstaðan, sem samanstendur af flokkum sem lengst af hafa verið í valdastöðu hér á landi, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, séu í bullandi fráhvarfi. Að þeir nái ekki að tækla það að vera í stjórnarandstöðu, að hafa ekki völdin. Önnur skýring kann að vera sú að Íslendingar hafa verið að glíma við afleiðingar eins stærsta efnahagslega/siðferðilega skipbrots þjóðar á heimsvísu og að vandamálin séu þess eðlis að allar átakalínur séu einstaklega skarpar. Að verið sé að glíma við einstaklega erfið mál. Þó ber að geta þess að Alþingi Íslendinga hefur áður glímt við mjög stór og erfið mál fyrr, á borð við aðildina að EFTA, NATO og EES. Þriðju skýringuna væri hægt að kalla mannkosti. Að á Alþingi Íslendinga sitji nú einfaldlega einstaklingar sem einfaldlega hafi ekki þann siðferðisþroska að fara eftir settum reglum þingsins og hefðum þess. Að gæði „áhafnarinnar" séu einfaldlega með lægra móti. Þetta sést t.d. í fjölmiðlum með skýrum hætti. Vel má vera að þessar skýringar séu að einhverra mati léttvægar og ekki alls kostar réttar. Það má því líta á þetta sem tilraun til skýringar og aðrar skýringar því alveg mögulegar. En ofurlágt álit á störfum og „hegðun" Alþingis er staðreynd. Alþingi er mótandi aðili á því sem kallað er „pólitísk menning". Og miðað við þá pólitísku menningu sem undirritaður þekkir frá öðrum löndum í kringum okkur verður því miður að segjast að sú íslenska er á afskaplega lágu plani. Hún einkennist af gegndarlausum átökum, oft á tíðum mjög litlum vilja til málamiðlana og sátta, og (að því er virðist) lítils vilja til samvinnu. Vilji hins sterka virðist vera viðmiðið. Ekki nema von að fólki blöskri því sú ímynd sem langflestir Íslendingar hafa af Alþingi er að ég held sú að þar sé helst ástunduð hallærisleg, gamaldags og einskis nýt skotgrafapólitík, sem alls ekki þjóni hagsmunum heildarinnar. Þá hlýtur hún að þjóna einhverjum öðrum hagsmunum, sérhagsmunum. En hvað er til ráða? Jú, ég held að þingmenn ættu að nota komandi frí til þess að líta í eigin barm og meta einfaldlega eigin frammistöðu. Kannski út frá því viðmiði hvort þeir hafi verið að vinna til gagns fyrir land og þjóð. Þeir eru jú kosnir til þess! Svo væri ekki heldur úr vegi að þingmenn myndu hugsa aðeins um almenna hegðun, framkomu og kurteisi. Það hafa allir gott af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Sem almennum borgara og kjósanda blöskrar manni að horfa á og hlusta á umræður á Alþingi Íslendinga. Sérstaklega að undanförnu, þegar menn hafa verið að ræða kvóta og veiðigjaldsmálið, málefni SpKef, eða ESB, svo nokkur dæmi séu tekin. Hin svokallaða „umræðuhefð" er mikið rædd í sambandi við Alþingi, en hún virðist nú einkennast mest af skítkasti, málþófi, skætingi, framíköllum og jafnvel grófum persónulegum ásökunum. Ástandið á Alþingi Íslendinga er svo sorglegt, að það er næstum því grátlegt. Það segir kannski sína sögu að bjöllusláttur forseta Alþingis, hefur sennilega aldrei verið meiri, en á yfirstandandi þingi og kjörtímabili. Það er sem sagt hver höndin upp á móti annarri, ekki bara á milli flokka, heldur einnig innan flokka. Og þetta er fólkið sem á að stýra landinu, setja landsmönnum lög, taka mikilvægar ákvarðanir sem kjörnir fulltrúar! En þetta minnir því miður meira á sandkassa, þar sem ríkir stöðugur ófriður og slegist er um þau „gæði" sem þar eru í boði. Sandurinn flýgur í allar áttir og sandkassinn tæmist óðum. Það er slegist með „skóflunum" í stað þess að þær séu notaðar til þess að byggja með þeim. Virðing Alþingis er í algeru lágmarki. Um 10% landsmanna bera traust til löggjafarsamkundu landsins. Þetta er í raun grafalvarleg staða fyrir íslenskt lýðræði. En er hægt að finna skýringar á þessu? Það er kannski ekki svo auðvelt, en bent hefur verið á að stjórnarandstaðan, sem samanstendur af flokkum sem lengst af hafa verið í valdastöðu hér á landi, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, séu í bullandi fráhvarfi. Að þeir nái ekki að tækla það að vera í stjórnarandstöðu, að hafa ekki völdin. Önnur skýring kann að vera sú að Íslendingar hafa verið að glíma við afleiðingar eins stærsta efnahagslega/siðferðilega skipbrots þjóðar á heimsvísu og að vandamálin séu þess eðlis að allar átakalínur séu einstaklega skarpar. Að verið sé að glíma við einstaklega erfið mál. Þó ber að geta þess að Alþingi Íslendinga hefur áður glímt við mjög stór og erfið mál fyrr, á borð við aðildina að EFTA, NATO og EES. Þriðju skýringuna væri hægt að kalla mannkosti. Að á Alþingi Íslendinga sitji nú einfaldlega einstaklingar sem einfaldlega hafi ekki þann siðferðisþroska að fara eftir settum reglum þingsins og hefðum þess. Að gæði „áhafnarinnar" séu einfaldlega með lægra móti. Þetta sést t.d. í fjölmiðlum með skýrum hætti. Vel má vera að þessar skýringar séu að einhverra mati léttvægar og ekki alls kostar réttar. Það má því líta á þetta sem tilraun til skýringar og aðrar skýringar því alveg mögulegar. En ofurlágt álit á störfum og „hegðun" Alþingis er staðreynd. Alþingi er mótandi aðili á því sem kallað er „pólitísk menning". Og miðað við þá pólitísku menningu sem undirritaður þekkir frá öðrum löndum í kringum okkur verður því miður að segjast að sú íslenska er á afskaplega lágu plani. Hún einkennist af gegndarlausum átökum, oft á tíðum mjög litlum vilja til málamiðlana og sátta, og (að því er virðist) lítils vilja til samvinnu. Vilji hins sterka virðist vera viðmiðið. Ekki nema von að fólki blöskri því sú ímynd sem langflestir Íslendingar hafa af Alþingi er að ég held sú að þar sé helst ástunduð hallærisleg, gamaldags og einskis nýt skotgrafapólitík, sem alls ekki þjóni hagsmunum heildarinnar. Þá hlýtur hún að þjóna einhverjum öðrum hagsmunum, sérhagsmunum. En hvað er til ráða? Jú, ég held að þingmenn ættu að nota komandi frí til þess að líta í eigin barm og meta einfaldlega eigin frammistöðu. Kannski út frá því viðmiði hvort þeir hafi verið að vinna til gagns fyrir land og þjóð. Þeir eru jú kosnir til þess! Svo væri ekki heldur úr vegi að þingmenn myndu hugsa aðeins um almenna hegðun, framkomu og kurteisi. Það hafa allir gott af því.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar