Einstök aðgerð bjargaði lífi 9. júní 2012 14:00 Andemariam starfar nú fyrir ÍSOR eftir að hafa numið jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Áður hafði hann stundað nám við jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm Andemariam Teklesenbet Beyene er 36 ára Erítreubúi sem hefur síðustu ár stundað nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Fyrir tveimur og hálfu ári greindist Andemariam með krabbamein í barka og virtist um tíma sem veikindin gætu dregið til hann dauða. Komst hann þá í kynni við Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands og yfirlækni á Landspítalanum, sem tók síðar þátt í skurðaðgerð sem bjargaði lífi Andemariam. Í aðgerðinni var græddur í hann plastbarki sem þakinn var stofnfrumum en slík aðgerð hafði aldrei áður verið framkvæmd. Um þessar mundir er ár liðið frá aðgerðinni og er heilsa Andemariams sífellt að batna. „Mér líður miklu betur en áður. Ég get núna unnið af fullum krafti og varið tíma með fjölskyldu minni eins og venjulegur maður. Ég þarf þó enn að fara reglulega á spítala vegna lítilla sýkinga eða annarra vandamála en þau er hægt að leysa með speglun og án þess að ég þurfi að fara í skurðaðgerð,“ segir Andemariam og bætir við að hann sé bjartsýnn á framtíðina. „Andemariam fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum 2009 en það uppgötvaðist ekki strax að hann væri með æxli og hvað þá að æxlið væri krabbamein. Þegar það kom í ljós þurfti að framkvæma neyðarskurðaðgerð á honum og í kjölfarið fór hann í geislameðferð. Þetta virtist vera að bera árangur en svo fór æxlið að stækka aftur,“ segir Tómas og heldur áfram: „Ég ráðfærði mig í kjölfarið við erlenda sérfræðinga í æxlum sem þessum og fékk víðast hvar þau svör að fátt væri hægt að geri fyrir Andemariam annað en að veita honum líknarmeðferð.“ Tómas segist ekki hafa verið fyllilega sáttur við þau svör enda hefði komið í ljós að Andemariam væri mjög harður af sér. „Þá mundi ég eftir fyrirlestri sem ég hafði séð Dr. Paolo Macchiarini, á Karolínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð, flytja um barkaígræðslu sem hann hafði framkvæmt þar sem notast hafði verið við barka úr látnum einstaklingi sem hann hafði þakið stofnfrumum úr líffæraþeganum,“ segir Tómas og bætir við: „Slík aðgerð kom ekki til greina í þessu tilfelli vegna langrar biðar eftir líffæri en Macchiarini hafði einnig gert tilraunir með gervilíffæri þakin stofnfrumum sem hann hafði grætt í dýr. Slík aðgerð hafði hins vegar ekki verið framkvæmd á manni. En við létum sem sagt að lokum slag standa og aðgerðin heppnaðist.“ Aðgerðin var gríðarlega flókin og tók um 20 klukkustundir. Þá tók hún mjög á Andemariam sem þurfti í kjölfarið að dvelja á gjörgæslu í tvær vikur. Hefur hann hins vegar sýnt mikinn bata síðan. Þá hefur aðgerðin vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi enda hin fyrsta þar sem gervilíffæri þakið stofnfrumum hefur verið grætt í mann. Tómas segir að aðgerðin hafi orðið aflvaki mikilla rannsókna á þessum möguleika víða um heim og segir marga binda vonir við að aðgerðir sem þessar geti orðið algengar í framtíðinni. Gæti það haft mikil áhrif á læknavísindin þar sem skortur á tiltækum líffærum kostar ótal mannslíf á hverju ári. Aðgerðin á Andemariam og þeir möguleikar sem felast í notkun stofnfruma í skurðaðgerðum verður meðal þess sem fjallað verður um á málþingi í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Hefst málþingið klukkan 10 og stendur til 12.30 en Tómas og Guðmundur Þorgeirsson, prófessor, verða fundarstjórar.magnusl@frettabladid.is Plastbarkamálið Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Andemariam Teklesenbet Beyene er 36 ára Erítreubúi sem hefur síðustu ár stundað nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Fyrir tveimur og hálfu ári greindist Andemariam með krabbamein í barka og virtist um tíma sem veikindin gætu dregið til hann dauða. Komst hann þá í kynni við Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands og yfirlækni á Landspítalanum, sem tók síðar þátt í skurðaðgerð sem bjargaði lífi Andemariam. Í aðgerðinni var græddur í hann plastbarki sem þakinn var stofnfrumum en slík aðgerð hafði aldrei áður verið framkvæmd. Um þessar mundir er ár liðið frá aðgerðinni og er heilsa Andemariams sífellt að batna. „Mér líður miklu betur en áður. Ég get núna unnið af fullum krafti og varið tíma með fjölskyldu minni eins og venjulegur maður. Ég þarf þó enn að fara reglulega á spítala vegna lítilla sýkinga eða annarra vandamála en þau er hægt að leysa með speglun og án þess að ég þurfi að fara í skurðaðgerð,“ segir Andemariam og bætir við að hann sé bjartsýnn á framtíðina. „Andemariam fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum 2009 en það uppgötvaðist ekki strax að hann væri með æxli og hvað þá að æxlið væri krabbamein. Þegar það kom í ljós þurfti að framkvæma neyðarskurðaðgerð á honum og í kjölfarið fór hann í geislameðferð. Þetta virtist vera að bera árangur en svo fór æxlið að stækka aftur,“ segir Tómas og heldur áfram: „Ég ráðfærði mig í kjölfarið við erlenda sérfræðinga í æxlum sem þessum og fékk víðast hvar þau svör að fátt væri hægt að geri fyrir Andemariam annað en að veita honum líknarmeðferð.“ Tómas segist ekki hafa verið fyllilega sáttur við þau svör enda hefði komið í ljós að Andemariam væri mjög harður af sér. „Þá mundi ég eftir fyrirlestri sem ég hafði séð Dr. Paolo Macchiarini, á Karolínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð, flytja um barkaígræðslu sem hann hafði framkvæmt þar sem notast hafði verið við barka úr látnum einstaklingi sem hann hafði þakið stofnfrumum úr líffæraþeganum,“ segir Tómas og bætir við: „Slík aðgerð kom ekki til greina í þessu tilfelli vegna langrar biðar eftir líffæri en Macchiarini hafði einnig gert tilraunir með gervilíffæri þakin stofnfrumum sem hann hafði grætt í dýr. Slík aðgerð hafði hins vegar ekki verið framkvæmd á manni. En við létum sem sagt að lokum slag standa og aðgerðin heppnaðist.“ Aðgerðin var gríðarlega flókin og tók um 20 klukkustundir. Þá tók hún mjög á Andemariam sem þurfti í kjölfarið að dvelja á gjörgæslu í tvær vikur. Hefur hann hins vegar sýnt mikinn bata síðan. Þá hefur aðgerðin vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi enda hin fyrsta þar sem gervilíffæri þakið stofnfrumum hefur verið grætt í mann. Tómas segir að aðgerðin hafi orðið aflvaki mikilla rannsókna á þessum möguleika víða um heim og segir marga binda vonir við að aðgerðir sem þessar geti orðið algengar í framtíðinni. Gæti það haft mikil áhrif á læknavísindin þar sem skortur á tiltækum líffærum kostar ótal mannslíf á hverju ári. Aðgerðin á Andemariam og þeir möguleikar sem felast í notkun stofnfruma í skurðaðgerðum verður meðal þess sem fjallað verður um á málþingi í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Hefst málþingið klukkan 10 og stendur til 12.30 en Tómas og Guðmundur Þorgeirsson, prófessor, verða fundarstjórar.magnusl@frettabladid.is
Plastbarkamálið Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira