Vafasöm vigtun sjávarafla Kristinn H. Gunnarsson skrifar 7. júní 2012 06:00 Hinar opinberu reglur um vigtun fiskafla eru hriplekar sem gatasigti. Látið er að mestu eftirlitslaust í hendur vinnsluaðila að ákvarða magn, stærð, meðalþyngd og tegund aflans. Framkvæmd vigtunarinnar þýðir að kaupendum aflans einum er treyst fyrir því að gefa ríkinu upp hve mikill kvóti hefur verið nýttur. Þetta er vafasamt fyrirkomulag. Afli er að jafnaði vigtaður fyrst á hafnarvog sveitarfélagsins. Hins vegar hafa um 90 fiskkaupendur um allt land leyfi til þess að endurvigta aflann. Það er gert innan veggja fyrirtækisins án viðveru opinberra eftirlitsmanna. Endurvigtunin er send til hafnarvogarinnar þar sem fyrst var vigtað. Beri tölunum ekki saman ræður endurvigtunin og er færð inn í gagnagrunn Fiskistofu. Ekkert samband er milli vigtunarkerfanna tveggja og því engin leið að staðreyna mælingu fiskkaupandans. Gildandi fyrirkomulag býður hættunni heim, þar sem endurvigtunin er að mestu í höndum aðila sem fjárhagslegan ávinning hafa af því að hafa rangt við. Sé fiskaflinn vanvigtaður er hægt að veiða meira en nemur útgefnum kvóta og sé meðalþyngd lækkuð verður fiskverðið lægra en rétt er. Afleiðing af svindli er að meira er veitt en kvóti leyfir og að ríkið, sveitarfélögin, fiskseljandi og sjómenn eru hlunnfarin um kvóta og tekjur. Sáralítið af veiddum afla er endanlega vigtaður af hinu opinbera eða hlutlausum og trúverðugum aðila. Fiskur sem vinnsluskip veiða er aldrei vigtaður heldur er stuðst við mælingar á afurðum eftir á. Óunninn fiskur sem seldur er erlendis er vigtaður þar. Mest af óunnum fiski sem seldur er innanlands er vigtað af fiskkaupandanum. Aðeins afli sem seldur er á innlendum fiskmarkaði er vigtaður af hlutlausum aðila. Það eru um 15% af veiddum þorski, hin 85% eru vigtuð af aðilum sem hagnast fjárhagslega af frávikum. Í frumvarpi Jóns Bjarnasonar var í fyrra lagt til að breyta þessu og láta hina opinberu vigtun gilda. En það hefur verið dregið til baka. Kvótakerfið hvílir á ótraustum mælingum og býður upp á umfangsmikil undanskot og svik. Hið opinbera líður ekki slíkt í öðrum atvinnugreinum. Hverju sætir þessi sérmeðferð sem útgerðargreifar landsins fá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Hinar opinberu reglur um vigtun fiskafla eru hriplekar sem gatasigti. Látið er að mestu eftirlitslaust í hendur vinnsluaðila að ákvarða magn, stærð, meðalþyngd og tegund aflans. Framkvæmd vigtunarinnar þýðir að kaupendum aflans einum er treyst fyrir því að gefa ríkinu upp hve mikill kvóti hefur verið nýttur. Þetta er vafasamt fyrirkomulag. Afli er að jafnaði vigtaður fyrst á hafnarvog sveitarfélagsins. Hins vegar hafa um 90 fiskkaupendur um allt land leyfi til þess að endurvigta aflann. Það er gert innan veggja fyrirtækisins án viðveru opinberra eftirlitsmanna. Endurvigtunin er send til hafnarvogarinnar þar sem fyrst var vigtað. Beri tölunum ekki saman ræður endurvigtunin og er færð inn í gagnagrunn Fiskistofu. Ekkert samband er milli vigtunarkerfanna tveggja og því engin leið að staðreyna mælingu fiskkaupandans. Gildandi fyrirkomulag býður hættunni heim, þar sem endurvigtunin er að mestu í höndum aðila sem fjárhagslegan ávinning hafa af því að hafa rangt við. Sé fiskaflinn vanvigtaður er hægt að veiða meira en nemur útgefnum kvóta og sé meðalþyngd lækkuð verður fiskverðið lægra en rétt er. Afleiðing af svindli er að meira er veitt en kvóti leyfir og að ríkið, sveitarfélögin, fiskseljandi og sjómenn eru hlunnfarin um kvóta og tekjur. Sáralítið af veiddum afla er endanlega vigtaður af hinu opinbera eða hlutlausum og trúverðugum aðila. Fiskur sem vinnsluskip veiða er aldrei vigtaður heldur er stuðst við mælingar á afurðum eftir á. Óunninn fiskur sem seldur er erlendis er vigtaður þar. Mest af óunnum fiski sem seldur er innanlands er vigtað af fiskkaupandanum. Aðeins afli sem seldur er á innlendum fiskmarkaði er vigtaður af hlutlausum aðila. Það eru um 15% af veiddum þorski, hin 85% eru vigtuð af aðilum sem hagnast fjárhagslega af frávikum. Í frumvarpi Jóns Bjarnasonar var í fyrra lagt til að breyta þessu og láta hina opinberu vigtun gilda. En það hefur verið dregið til baka. Kvótakerfið hvílir á ótraustum mælingum og býður upp á umfangsmikil undanskot og svik. Hið opinbera líður ekki slíkt í öðrum atvinnugreinum. Hverju sætir þessi sérmeðferð sem útgerðargreifar landsins fá?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar