Fantasíur Hildur Sverrisdóttir skrifar 4. júní 2012 09:15 Ég ákvað að leggja út í tilraun sem, ef vel tækist til, gæti stuðlað að því að konur fengju betur notið kynferðislegs efnis á sínum forsendum. Í upphafi verkefnisins var ákveðið að segja eins lítið og mögulegt var um aðferðafræði þess. Hugmyndin var sú, að þannig yrði komið í veg fyrir einhvers konar miðstýringu á því hvernig konur kysu að mæta verkefninu. Það hefur síðan komið í ljós að í eldfimu verkefni er vandmeðfarið að hafa svo rúman ramma. Því vil ég koma nokkrum atriðum á framfæri. Ekki er stefnt að því að hér verði um tæmandi úttekt á fantasíum eða kortlagningu á hugarheimi íslenskra kvenna. Það eina sem hefur verið stefnt að er að búa til kynferðislegt efni á forsendum kvenna, og við það verður staðið. Með því er átt við að efnistök verða valin út frá viðmiðum rannsókna um hvatir og hugaróra kvenna. Efniviðurinn mun veita innsýn í hugarheim þeirra sem langaði að senda inn fantasíur. Fantasíurnar verða svo stílfærðar eða settar í söguform svo að konur geti notið þeirra. Fantasíurnar sem berast eru fyrstu skrefin í átt að bókinni en alls ekki þau síðustu. Mörg fordæmi eru fyrir verkefnum og bókum þar sem fólk af fúsum og frjálsum vilja, nafnlaust eða ekki, deilir sögum, spurningum, leyndarmálum eða hugmyndum sem fara svo í frekari vinnslu. Þessi aðferð hefur virkað vel í hinum ýmsu verkefnum hingað til og var því tekin til fyrirmyndar. Að taka þetta tiltekna verkefni fyrir, án þess að gagnrýna jafnframt þau verkefni sem unnin hafa verið eins, stenst ekki sanngjarna skoðun. Bókin er gerð með konur í huga, líkt og aðrar svipaðar bækur sem hafa verið gefnar út í einkaframtaki án athugasemda. Tilgangurinn er að hún efli og skemmti konum. Markmiðið er að fagna kynferðislegum fantasíum kvenna, að setja svo stóran part af tilveru kvenna á eðlilegri og betri stað. Fantasíurnar eru sendar inn nafnlausar. Nafnleysið varð niðurstaðan eftir að meirihluti kvenna sem rætt var við um verkefnið sögðu að þó þær vildu deila fantasíum sínum með öðrum konum, gerðu þær það síður án þess að tryggt væri að ekki einu sinni ritstjóri bókarinnar vissi hver þær væru. Nafnleysið ber virðingu fyrir að hver og ein kona þurfi ekki að opinbera sig heldur sé í krafti leyndarinnar varpað ljósi á samhljóm kvenna sem hefur að mörgu leyti verið í þögn. Verkefnið er hugsað sem eitt af mörgum skrefum í þágu kvenna inn á markað þar sem karlmenn hafa um langt skeið haft tögl og hagldir. Ef vel tekst til gæti hér verið skref í átt að því að hægt sé að vinna ýmiss konar kynferðislegt efni á betri hátt og þar sem konur hafa rödd. Í verkefninu er lögð áhersla að tala til kvenna en vissulega þýðir nafnleysið að karlar geti sent inn sögur ef þeir endilega vilja. Ég mat það svo að mikilvægara væri að virða óskir um nafnleysi heldur en að girða fyrir þann möguleika, enda ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir hann hvernig sem útfærslan hefði verið. Innsendar sögur verða eftir sem áður metnar eftir forsendum kvenna. Ef innsend saga er þannig gerð að einhverjar konur gætu notið og samsamað sig henni þá samræmist það markmiðinu: að búa til kynferðislega örvandi efni fyrir konur, á þeirra forsendum. Verkefnið hefur þegar skilað þeim árangri að umræða um fantasíur kvenna hefur aukist og er það vel. Verkefnið virðist einnig eiga erindi þar sem innsendar fantasíur eru nú þegar orðnar margar. Sú staðreynd veitir öðru fremur innblástur og fullvissu um að þetta verkefni er skemmtilegt og þarft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Ég ákvað að leggja út í tilraun sem, ef vel tækist til, gæti stuðlað að því að konur fengju betur notið kynferðislegs efnis á sínum forsendum. Í upphafi verkefnisins var ákveðið að segja eins lítið og mögulegt var um aðferðafræði þess. Hugmyndin var sú, að þannig yrði komið í veg fyrir einhvers konar miðstýringu á því hvernig konur kysu að mæta verkefninu. Það hefur síðan komið í ljós að í eldfimu verkefni er vandmeðfarið að hafa svo rúman ramma. Því vil ég koma nokkrum atriðum á framfæri. Ekki er stefnt að því að hér verði um tæmandi úttekt á fantasíum eða kortlagningu á hugarheimi íslenskra kvenna. Það eina sem hefur verið stefnt að er að búa til kynferðislegt efni á forsendum kvenna, og við það verður staðið. Með því er átt við að efnistök verða valin út frá viðmiðum rannsókna um hvatir og hugaróra kvenna. Efniviðurinn mun veita innsýn í hugarheim þeirra sem langaði að senda inn fantasíur. Fantasíurnar verða svo stílfærðar eða settar í söguform svo að konur geti notið þeirra. Fantasíurnar sem berast eru fyrstu skrefin í átt að bókinni en alls ekki þau síðustu. Mörg fordæmi eru fyrir verkefnum og bókum þar sem fólk af fúsum og frjálsum vilja, nafnlaust eða ekki, deilir sögum, spurningum, leyndarmálum eða hugmyndum sem fara svo í frekari vinnslu. Þessi aðferð hefur virkað vel í hinum ýmsu verkefnum hingað til og var því tekin til fyrirmyndar. Að taka þetta tiltekna verkefni fyrir, án þess að gagnrýna jafnframt þau verkefni sem unnin hafa verið eins, stenst ekki sanngjarna skoðun. Bókin er gerð með konur í huga, líkt og aðrar svipaðar bækur sem hafa verið gefnar út í einkaframtaki án athugasemda. Tilgangurinn er að hún efli og skemmti konum. Markmiðið er að fagna kynferðislegum fantasíum kvenna, að setja svo stóran part af tilveru kvenna á eðlilegri og betri stað. Fantasíurnar eru sendar inn nafnlausar. Nafnleysið varð niðurstaðan eftir að meirihluti kvenna sem rætt var við um verkefnið sögðu að þó þær vildu deila fantasíum sínum með öðrum konum, gerðu þær það síður án þess að tryggt væri að ekki einu sinni ritstjóri bókarinnar vissi hver þær væru. Nafnleysið ber virðingu fyrir að hver og ein kona þurfi ekki að opinbera sig heldur sé í krafti leyndarinnar varpað ljósi á samhljóm kvenna sem hefur að mörgu leyti verið í þögn. Verkefnið er hugsað sem eitt af mörgum skrefum í þágu kvenna inn á markað þar sem karlmenn hafa um langt skeið haft tögl og hagldir. Ef vel tekst til gæti hér verið skref í átt að því að hægt sé að vinna ýmiss konar kynferðislegt efni á betri hátt og þar sem konur hafa rödd. Í verkefninu er lögð áhersla að tala til kvenna en vissulega þýðir nafnleysið að karlar geti sent inn sögur ef þeir endilega vilja. Ég mat það svo að mikilvægara væri að virða óskir um nafnleysi heldur en að girða fyrir þann möguleika, enda ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir hann hvernig sem útfærslan hefði verið. Innsendar sögur verða eftir sem áður metnar eftir forsendum kvenna. Ef innsend saga er þannig gerð að einhverjar konur gætu notið og samsamað sig henni þá samræmist það markmiðinu: að búa til kynferðislega örvandi efni fyrir konur, á þeirra forsendum. Verkefnið hefur þegar skilað þeim árangri að umræða um fantasíur kvenna hefur aukist og er það vel. Verkefnið virðist einnig eiga erindi þar sem innsendar fantasíur eru nú þegar orðnar margar. Sú staðreynd veitir öðru fremur innblástur og fullvissu um að þetta verkefni er skemmtilegt og þarft.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun