Fantasíur Hildur Sverrisdóttir skrifar 4. júní 2012 09:15 Ég ákvað að leggja út í tilraun sem, ef vel tækist til, gæti stuðlað að því að konur fengju betur notið kynferðislegs efnis á sínum forsendum. Í upphafi verkefnisins var ákveðið að segja eins lítið og mögulegt var um aðferðafræði þess. Hugmyndin var sú, að þannig yrði komið í veg fyrir einhvers konar miðstýringu á því hvernig konur kysu að mæta verkefninu. Það hefur síðan komið í ljós að í eldfimu verkefni er vandmeðfarið að hafa svo rúman ramma. Því vil ég koma nokkrum atriðum á framfæri. Ekki er stefnt að því að hér verði um tæmandi úttekt á fantasíum eða kortlagningu á hugarheimi íslenskra kvenna. Það eina sem hefur verið stefnt að er að búa til kynferðislegt efni á forsendum kvenna, og við það verður staðið. Með því er átt við að efnistök verða valin út frá viðmiðum rannsókna um hvatir og hugaróra kvenna. Efniviðurinn mun veita innsýn í hugarheim þeirra sem langaði að senda inn fantasíur. Fantasíurnar verða svo stílfærðar eða settar í söguform svo að konur geti notið þeirra. Fantasíurnar sem berast eru fyrstu skrefin í átt að bókinni en alls ekki þau síðustu. Mörg fordæmi eru fyrir verkefnum og bókum þar sem fólk af fúsum og frjálsum vilja, nafnlaust eða ekki, deilir sögum, spurningum, leyndarmálum eða hugmyndum sem fara svo í frekari vinnslu. Þessi aðferð hefur virkað vel í hinum ýmsu verkefnum hingað til og var því tekin til fyrirmyndar. Að taka þetta tiltekna verkefni fyrir, án þess að gagnrýna jafnframt þau verkefni sem unnin hafa verið eins, stenst ekki sanngjarna skoðun. Bókin er gerð með konur í huga, líkt og aðrar svipaðar bækur sem hafa verið gefnar út í einkaframtaki án athugasemda. Tilgangurinn er að hún efli og skemmti konum. Markmiðið er að fagna kynferðislegum fantasíum kvenna, að setja svo stóran part af tilveru kvenna á eðlilegri og betri stað. Fantasíurnar eru sendar inn nafnlausar. Nafnleysið varð niðurstaðan eftir að meirihluti kvenna sem rætt var við um verkefnið sögðu að þó þær vildu deila fantasíum sínum með öðrum konum, gerðu þær það síður án þess að tryggt væri að ekki einu sinni ritstjóri bókarinnar vissi hver þær væru. Nafnleysið ber virðingu fyrir að hver og ein kona þurfi ekki að opinbera sig heldur sé í krafti leyndarinnar varpað ljósi á samhljóm kvenna sem hefur að mörgu leyti verið í þögn. Verkefnið er hugsað sem eitt af mörgum skrefum í þágu kvenna inn á markað þar sem karlmenn hafa um langt skeið haft tögl og hagldir. Ef vel tekst til gæti hér verið skref í átt að því að hægt sé að vinna ýmiss konar kynferðislegt efni á betri hátt og þar sem konur hafa rödd. Í verkefninu er lögð áhersla að tala til kvenna en vissulega þýðir nafnleysið að karlar geti sent inn sögur ef þeir endilega vilja. Ég mat það svo að mikilvægara væri að virða óskir um nafnleysi heldur en að girða fyrir þann möguleika, enda ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir hann hvernig sem útfærslan hefði verið. Innsendar sögur verða eftir sem áður metnar eftir forsendum kvenna. Ef innsend saga er þannig gerð að einhverjar konur gætu notið og samsamað sig henni þá samræmist það markmiðinu: að búa til kynferðislega örvandi efni fyrir konur, á þeirra forsendum. Verkefnið hefur þegar skilað þeim árangri að umræða um fantasíur kvenna hefur aukist og er það vel. Verkefnið virðist einnig eiga erindi þar sem innsendar fantasíur eru nú þegar orðnar margar. Sú staðreynd veitir öðru fremur innblástur og fullvissu um að þetta verkefni er skemmtilegt og þarft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég ákvað að leggja út í tilraun sem, ef vel tækist til, gæti stuðlað að því að konur fengju betur notið kynferðislegs efnis á sínum forsendum. Í upphafi verkefnisins var ákveðið að segja eins lítið og mögulegt var um aðferðafræði þess. Hugmyndin var sú, að þannig yrði komið í veg fyrir einhvers konar miðstýringu á því hvernig konur kysu að mæta verkefninu. Það hefur síðan komið í ljós að í eldfimu verkefni er vandmeðfarið að hafa svo rúman ramma. Því vil ég koma nokkrum atriðum á framfæri. Ekki er stefnt að því að hér verði um tæmandi úttekt á fantasíum eða kortlagningu á hugarheimi íslenskra kvenna. Það eina sem hefur verið stefnt að er að búa til kynferðislegt efni á forsendum kvenna, og við það verður staðið. Með því er átt við að efnistök verða valin út frá viðmiðum rannsókna um hvatir og hugaróra kvenna. Efniviðurinn mun veita innsýn í hugarheim þeirra sem langaði að senda inn fantasíur. Fantasíurnar verða svo stílfærðar eða settar í söguform svo að konur geti notið þeirra. Fantasíurnar sem berast eru fyrstu skrefin í átt að bókinni en alls ekki þau síðustu. Mörg fordæmi eru fyrir verkefnum og bókum þar sem fólk af fúsum og frjálsum vilja, nafnlaust eða ekki, deilir sögum, spurningum, leyndarmálum eða hugmyndum sem fara svo í frekari vinnslu. Þessi aðferð hefur virkað vel í hinum ýmsu verkefnum hingað til og var því tekin til fyrirmyndar. Að taka þetta tiltekna verkefni fyrir, án þess að gagnrýna jafnframt þau verkefni sem unnin hafa verið eins, stenst ekki sanngjarna skoðun. Bókin er gerð með konur í huga, líkt og aðrar svipaðar bækur sem hafa verið gefnar út í einkaframtaki án athugasemda. Tilgangurinn er að hún efli og skemmti konum. Markmiðið er að fagna kynferðislegum fantasíum kvenna, að setja svo stóran part af tilveru kvenna á eðlilegri og betri stað. Fantasíurnar eru sendar inn nafnlausar. Nafnleysið varð niðurstaðan eftir að meirihluti kvenna sem rætt var við um verkefnið sögðu að þó þær vildu deila fantasíum sínum með öðrum konum, gerðu þær það síður án þess að tryggt væri að ekki einu sinni ritstjóri bókarinnar vissi hver þær væru. Nafnleysið ber virðingu fyrir að hver og ein kona þurfi ekki að opinbera sig heldur sé í krafti leyndarinnar varpað ljósi á samhljóm kvenna sem hefur að mörgu leyti verið í þögn. Verkefnið er hugsað sem eitt af mörgum skrefum í þágu kvenna inn á markað þar sem karlmenn hafa um langt skeið haft tögl og hagldir. Ef vel tekst til gæti hér verið skref í átt að því að hægt sé að vinna ýmiss konar kynferðislegt efni á betri hátt og þar sem konur hafa rödd. Í verkefninu er lögð áhersla að tala til kvenna en vissulega þýðir nafnleysið að karlar geti sent inn sögur ef þeir endilega vilja. Ég mat það svo að mikilvægara væri að virða óskir um nafnleysi heldur en að girða fyrir þann möguleika, enda ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir hann hvernig sem útfærslan hefði verið. Innsendar sögur verða eftir sem áður metnar eftir forsendum kvenna. Ef innsend saga er þannig gerð að einhverjar konur gætu notið og samsamað sig henni þá samræmist það markmiðinu: að búa til kynferðislega örvandi efni fyrir konur, á þeirra forsendum. Verkefnið hefur þegar skilað þeim árangri að umræða um fantasíur kvenna hefur aukist og er það vel. Verkefnið virðist einnig eiga erindi þar sem innsendar fantasíur eru nú þegar orðnar margar. Sú staðreynd veitir öðru fremur innblástur og fullvissu um að þetta verkefni er skemmtilegt og þarft.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun