Allt rangt hjá Þorsteini Kristinn H. Gunnarsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, setur fram staðhæfingar um jákvæð áhrif af framsali kvóta. Opinber gögn sýna hins vegar að fullyrðingar Þorsteins eru rangar. Núverandi löggjöf um stjórn fiskveiða hefur yfirskuldsett sjávarútveginn, fært fáum gífurleg auðævi og komið í veg fyrir hagræðingu og framfarir sem ætíð verða í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Óvíða í heiminum hefur einkavæðing almannaverðmæta gengið svo langt sem hér á landi undanfarna tvo áratugi. Allir vita, segir Þorsteinn, að skuldir útgerða eiga fyrst og fremst rætur í fjárfestingum í nýjum skipum og tækjum og viðbótaraflaheimildum. Staðreyndin er önnur. Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) segir í skýrslu frá maí 2010 að fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum hafi frá 2003 ekki hækkað skuldir í sjávarútvegi. RHA telur að 40-50% af nærri 400 milljarða króna skuldaaukningu frá 1997 til 2008 sé vegna fjárfestinga í rekstri ótengdum sjávarútvegi og vegna gjaldeyris- og afleiðuviðskipta. Rúmur helmingur skuldaaukningarinnar er vegna kaupa á aflaheimildum á uppsprengdu verði. Verð á þorskkvóta fimmtánfaldaðist frá 1995 til júní 2008, en féll þá í einu vetfangi um ríflega helming. Allir vita, nema Þorsteinn, að fáir tugir kvótahafa fengu að selja veiðiréttinn til langrar framtíðar á tilbúnu verði og færðu andvirðið í eigin vasa. Allir vita, segir Þorsteinn, að skuldaaukningin hefur leitt til betri nýtingar og arðsemi. Skýrsla RHA segir að engin framleiðniaukning hafi orðið í veiðum frá 1991 til 2008. Fiskiskipaflotinn hefur elst síðan framsalið var lögleitt og meðalaldur togaraflotans er nú 27 ár samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þrátt fyrir að verð á íslenskum sjávarafurðum hafi frá 1991 til 2009 hækkað um 20% að raunvirði og þrátt fyrir að óverulega hafi verið fjárfest í skipum og búnaði á sama tíma segir RHA að efnahagsleg staða sjávarútvegsins hafi stórversnað. Ifs Greining segir í nýlegri skýrslu að stór hluti útgerðarfélaga virðist vera yfirskuldsettur og þurfi á fjárhagslegri endurskipulagningu að halda. Þetta er reynslan af 20 ára framsali Þorsteins Pálssonar. Fáir hafa efnast mikið og þjóðin á að borga með því að neita sér um bætt lífskjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðanir Skoðun Tengdar fréttir Á Heimaey betur heima í ríkissjóði? Ný Heimaey í eigu Ísfélagsins kom fyrir skömmu til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Margir hrukku í kút þegar stjórnarformaðurinn sagði í viðtali að sá skuggi hvíldi yfir góðum degi að svo kynni að fara að selja yrði skipið ef áform ríkisstjórnarinnar um að bylta stjórnkerfi fiskveiða næðu fram. Fréttamenn spurðu hvort slík yfirlýsing væri ekki pólitísk hótun. 26. maí 2012 06:00 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, setur fram staðhæfingar um jákvæð áhrif af framsali kvóta. Opinber gögn sýna hins vegar að fullyrðingar Þorsteins eru rangar. Núverandi löggjöf um stjórn fiskveiða hefur yfirskuldsett sjávarútveginn, fært fáum gífurleg auðævi og komið í veg fyrir hagræðingu og framfarir sem ætíð verða í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Óvíða í heiminum hefur einkavæðing almannaverðmæta gengið svo langt sem hér á landi undanfarna tvo áratugi. Allir vita, segir Þorsteinn, að skuldir útgerða eiga fyrst og fremst rætur í fjárfestingum í nýjum skipum og tækjum og viðbótaraflaheimildum. Staðreyndin er önnur. Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) segir í skýrslu frá maí 2010 að fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum hafi frá 2003 ekki hækkað skuldir í sjávarútvegi. RHA telur að 40-50% af nærri 400 milljarða króna skuldaaukningu frá 1997 til 2008 sé vegna fjárfestinga í rekstri ótengdum sjávarútvegi og vegna gjaldeyris- og afleiðuviðskipta. Rúmur helmingur skuldaaukningarinnar er vegna kaupa á aflaheimildum á uppsprengdu verði. Verð á þorskkvóta fimmtánfaldaðist frá 1995 til júní 2008, en féll þá í einu vetfangi um ríflega helming. Allir vita, nema Þorsteinn, að fáir tugir kvótahafa fengu að selja veiðiréttinn til langrar framtíðar á tilbúnu verði og færðu andvirðið í eigin vasa. Allir vita, segir Þorsteinn, að skuldaaukningin hefur leitt til betri nýtingar og arðsemi. Skýrsla RHA segir að engin framleiðniaukning hafi orðið í veiðum frá 1991 til 2008. Fiskiskipaflotinn hefur elst síðan framsalið var lögleitt og meðalaldur togaraflotans er nú 27 ár samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þrátt fyrir að verð á íslenskum sjávarafurðum hafi frá 1991 til 2009 hækkað um 20% að raunvirði og þrátt fyrir að óverulega hafi verið fjárfest í skipum og búnaði á sama tíma segir RHA að efnahagsleg staða sjávarútvegsins hafi stórversnað. Ifs Greining segir í nýlegri skýrslu að stór hluti útgerðarfélaga virðist vera yfirskuldsettur og þurfi á fjárhagslegri endurskipulagningu að halda. Þetta er reynslan af 20 ára framsali Þorsteins Pálssonar. Fáir hafa efnast mikið og þjóðin á að borga með því að neita sér um bætt lífskjör.
Á Heimaey betur heima í ríkissjóði? Ný Heimaey í eigu Ísfélagsins kom fyrir skömmu til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Margir hrukku í kút þegar stjórnarformaðurinn sagði í viðtali að sá skuggi hvíldi yfir góðum degi að svo kynni að fara að selja yrði skipið ef áform ríkisstjórnarinnar um að bylta stjórnkerfi fiskveiða næðu fram. Fréttamenn spurðu hvort slík yfirlýsing væri ekki pólitísk hótun. 26. maí 2012 06:00
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar