Framtíðarsýnin breyttist á Sveinstindi 31. maí 2012 23:00 "Það er eins og pólitísk hrossakaup hafi átt sér stað og Reykjanesinu sé fórnað fyrir einhver önnur svæði,“ segir Ellert um rammaáætlun ríkisstjórnarinnar í virkjunarmálum. Ellert Grétarsson ljósmyndari hefur breyst úr virkjunarsinna í náttúrurverndarsinna og nú vekur hann athygli á fegurð Reykjanessins í nýrri bók. „Ef Reykjanesinu verður breytt í eina samfellda iðnaðarlóð skerðir það alla útivistar- og ferðamöguleika þar fyrir höfuðborgarbúa, heimafólk og gesti. Ríflega 80% erlendra ferðamanna eru hingað komnir til að upplifa ósnortna náttúru, þeir eru ekki að koma til að skoða borstæði og háspennulínur," segir Ellert Grétarsson, ljósmyndari og stuðningsfulltrúi, sem hefur gefið út bókina Reykjanesskagi – Ruslatunnan í Rammaáætlun. Aðallega er um vefútgáfu að ræða sem hefur vakið athygli og viðbrögð og er á slóðinni https://issuu.com/ellertg/docs/nsve1. Í samvinnu við Landvernd var bókin prentuð í litlu upplagi og í gær afhenti Ellert alþingismönnum eintök. „Mig langar að opna augu alþingis- og áhrifamanna á þeirri umhverfisröskun sem áformaðar virkjanir á Reykjanesi mundu valda," segir hann og útskýrir nánar. „Í rammaáætlun ríkisstjórnarinnar eru nítján virkjunarkostir á svæðinu frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Þegar er búið að nýta fjóra þeirra með Reykjanes-, Svartsengis-, Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjunum. Sjö aðrir kostir eru settir í orkunýtingarflokk, fimm í biðflokk en aðeins þrír í verndarflokk. Þannig gætu orðið allt að sextán virkjanir eftir endilöngum skaganum. Undir þetta fara vinsæl útivistarsvæði og náttúruperlur og við getum ímyndað okkur öll þau mannvirki sem fylgja svona framkvæmdum. Það verða stöðvarhús, borstæði, hitaveiturör, háspennulínur, skiljuhús og línuvegir sem gerbreyta ásýnd skagans að ekki sé minnst á brennisteinsmengunina sem fylgir. Orka frá gufuaflsvirkjunum er ekki eins hrein og græn eins og sumir vilja halda á lofti." Ellert kveðst hafa verið fylgjandi virkjunum í eina tíð, enda hafi hann búið á Egilsstöðum þegar framkvæmdir við Kárahnjúka hófust. „Ég var á þeirri línu að virkjanir væru undirstaða lífs í landinu og að virkja bæri sem mest og víðast. Hneykslaðist á lattelepjandi lopapeysukommum sem vildu helst að við lifðum á fjallagrösum og ljóðagerð. Svo flutti ég suður 2006 og endurnýjaði kynni mín af blaðamennsku. Þá voru virkjunarmál mikið í umræðunni og til að vera hlutlaus fannst mér ég verða að skoða þau svæði sem talað var um að virkja. Sumarið 2007 stóð ég uppi á Sveinstindi við Langasjó og þar bara kom eitthvað yfir mig. Ég breyttist úr hægri sinnuðum virkjanaaðdáanda í vinstri sinnaðan náttúruverndarmann. Þetta var svona U-beygja. Síðan hef ég farið fótgangandi um fleiri væntanleg virkjunarsvæði og því meira sem ég kynnist þeim því harðari verð ég í afstöðu minni. Ég er ekki orðinn alveg eins og Ómar Ragnarsson en það stefnir í það." gun@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Ellert Grétarsson ljósmyndari hefur breyst úr virkjunarsinna í náttúrurverndarsinna og nú vekur hann athygli á fegurð Reykjanessins í nýrri bók. „Ef Reykjanesinu verður breytt í eina samfellda iðnaðarlóð skerðir það alla útivistar- og ferðamöguleika þar fyrir höfuðborgarbúa, heimafólk og gesti. Ríflega 80% erlendra ferðamanna eru hingað komnir til að upplifa ósnortna náttúru, þeir eru ekki að koma til að skoða borstæði og háspennulínur," segir Ellert Grétarsson, ljósmyndari og stuðningsfulltrúi, sem hefur gefið út bókina Reykjanesskagi – Ruslatunnan í Rammaáætlun. Aðallega er um vefútgáfu að ræða sem hefur vakið athygli og viðbrögð og er á slóðinni https://issuu.com/ellertg/docs/nsve1. Í samvinnu við Landvernd var bókin prentuð í litlu upplagi og í gær afhenti Ellert alþingismönnum eintök. „Mig langar að opna augu alþingis- og áhrifamanna á þeirri umhverfisröskun sem áformaðar virkjanir á Reykjanesi mundu valda," segir hann og útskýrir nánar. „Í rammaáætlun ríkisstjórnarinnar eru nítján virkjunarkostir á svæðinu frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Þegar er búið að nýta fjóra þeirra með Reykjanes-, Svartsengis-, Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjunum. Sjö aðrir kostir eru settir í orkunýtingarflokk, fimm í biðflokk en aðeins þrír í verndarflokk. Þannig gætu orðið allt að sextán virkjanir eftir endilöngum skaganum. Undir þetta fara vinsæl útivistarsvæði og náttúruperlur og við getum ímyndað okkur öll þau mannvirki sem fylgja svona framkvæmdum. Það verða stöðvarhús, borstæði, hitaveiturör, háspennulínur, skiljuhús og línuvegir sem gerbreyta ásýnd skagans að ekki sé minnst á brennisteinsmengunina sem fylgir. Orka frá gufuaflsvirkjunum er ekki eins hrein og græn eins og sumir vilja halda á lofti." Ellert kveðst hafa verið fylgjandi virkjunum í eina tíð, enda hafi hann búið á Egilsstöðum þegar framkvæmdir við Kárahnjúka hófust. „Ég var á þeirri línu að virkjanir væru undirstaða lífs í landinu og að virkja bæri sem mest og víðast. Hneykslaðist á lattelepjandi lopapeysukommum sem vildu helst að við lifðum á fjallagrösum og ljóðagerð. Svo flutti ég suður 2006 og endurnýjaði kynni mín af blaðamennsku. Þá voru virkjunarmál mikið í umræðunni og til að vera hlutlaus fannst mér ég verða að skoða þau svæði sem talað var um að virkja. Sumarið 2007 stóð ég uppi á Sveinstindi við Langasjó og þar bara kom eitthvað yfir mig. Ég breyttist úr hægri sinnuðum virkjanaaðdáanda í vinstri sinnaðan náttúruverndarmann. Þetta var svona U-beygja. Síðan hef ég farið fótgangandi um fleiri væntanleg virkjunarsvæði og því meira sem ég kynnist þeim því harðari verð ég í afstöðu minni. Ég er ekki orðinn alveg eins og Ómar Ragnarsson en það stefnir í það." gun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira