Sérfræðingur að sunnan Brynjar Níelsson skrifar 22. maí 2012 06:00 Helga Vala Helgadóttir hefur í nýlegu viðtali við Fréttatímann og í grein í Fréttablaðinu sagt mig hafa brotið siðareglur lögmanna og vegið að starfsheiðri hennar sem lögmanns í síðasta pistli mínum á Pressunni. Forsaga málsins er sú að Helga Vala hafði í viðtali á RÚV sagt héraðsdómara hafa brotið gegn ungum mönnum sem komu til landsins á fölsuðum skilríkjum með því að dæma þá til fangelsisrefsingar. Vísaði hún í því sambandi til 31. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu Þjóðanna sem ekki hefur verið lögfestur hér á landi. Ég taldi í mínum pistli þessa túlkun undarlega og í engu samræmi við skýran texta ákvæðisins. Þar að auki hefur Hæstiréttur margdæmt þá til refsingar sem reynt hafa að koma til landsins með því að framvísa fölsuðum skilríkjum án þess að gefa sig fram við yfirvöld. Um þetta eru því skýr og fjölmörg dómafordæmi. Með hliðsjón af því og að Helga Vala hefur látið málefni hælisleitenda sig varða í pólitísku starfi sem flokksmaður og varaþingmaður Samfylkingarinnar velti ég því fyrir mér hvort lögfræðingurinn Helga eða stjórnmálamaðurinn Vala væri að tjá sig um dóminn. Þegar Helga Vala gefur álit í fjölmiðlum á málum sem til umræðu eru verður hún að vera undir það búin að einhver andmæli henni. Skiptir þá engu máli hvort það eru félagar hennar í Lögmannafélaginu eða aðrir. Helga Vala var ekki að sinna lögmannsstörfum þegar hún gaf álit sitt á brotlega héraðsdómaranum og túlkun á gildandi lögum og reglum. Með gagnrýni minni er ég því ekkert að vega að starfsheiðri hennar sem lögmanns. Ég taldi bara túlkun hennar á gildandi rétti vera ranga. Ég hef hins vegar enga ástæðu til að ætla annað en að Helga Vala sinni lögmannsstörfum sínum af samviskusemi og gæti hagsmuna umbjóðanda síns í hvívetna eins og lögmönnum ber. Helga Vala segir að ég hafi kallað hana „svokallaðan sérfræðing" og hafi leyft mér á opinberum vettvangi að efast um þekkingu hennar í flóttamannarétti, sakamálaréttarfari og refsilögum. Ég hvorki kallaði hana „svokallaðan sérfræðing" né efaðist ég um þekkingu hennar í flóttamannarétti eða öðrum greinum lögfræðinnar. Umfjöllun mín um „svokallaða sérfræðinga" var í tengslum við dæmalausa orðræðu Marðar Árnasonar sem tók að sér í þingsal að vega að starfsheiðri verjanda mannanna og taldi nær að tilefndir yrðu sérfræðingar að sunnan til að halda uppi vörnum fyrir hælisleitendur. Ég vissi ekki að Mörður ætti við samflokksmann sinn, Helgu Völu, þegar hann talaði um sérfræðinga að sunnan. Ég hef hins vegar oft velt því fyrir mér, ótengt þessu máli, hvernig menn verða sérfræðingar, sérstaklega þegar þeir eru nýútskrifaðir úr skóla. En einhvern veginn verða sumir sérfræðingar í öllu öðru fremur um leið og þeir opna munninn í fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Tengdar fréttir Hvenær vegur maður að… Þann 30. apríl sl. voru 15 og 16 ára gamlir hælisumsækjendur dæmdir í 1 mánaðar langt óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum í Leifsstöð. 19. maí 2012 06:00 Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir hefur í nýlegu viðtali við Fréttatímann og í grein í Fréttablaðinu sagt mig hafa brotið siðareglur lögmanna og vegið að starfsheiðri hennar sem lögmanns í síðasta pistli mínum á Pressunni. Forsaga málsins er sú að Helga Vala hafði í viðtali á RÚV sagt héraðsdómara hafa brotið gegn ungum mönnum sem komu til landsins á fölsuðum skilríkjum með því að dæma þá til fangelsisrefsingar. Vísaði hún í því sambandi til 31. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu Þjóðanna sem ekki hefur verið lögfestur hér á landi. Ég taldi í mínum pistli þessa túlkun undarlega og í engu samræmi við skýran texta ákvæðisins. Þar að auki hefur Hæstiréttur margdæmt þá til refsingar sem reynt hafa að koma til landsins með því að framvísa fölsuðum skilríkjum án þess að gefa sig fram við yfirvöld. Um þetta eru því skýr og fjölmörg dómafordæmi. Með hliðsjón af því og að Helga Vala hefur látið málefni hælisleitenda sig varða í pólitísku starfi sem flokksmaður og varaþingmaður Samfylkingarinnar velti ég því fyrir mér hvort lögfræðingurinn Helga eða stjórnmálamaðurinn Vala væri að tjá sig um dóminn. Þegar Helga Vala gefur álit í fjölmiðlum á málum sem til umræðu eru verður hún að vera undir það búin að einhver andmæli henni. Skiptir þá engu máli hvort það eru félagar hennar í Lögmannafélaginu eða aðrir. Helga Vala var ekki að sinna lögmannsstörfum þegar hún gaf álit sitt á brotlega héraðsdómaranum og túlkun á gildandi lögum og reglum. Með gagnrýni minni er ég því ekkert að vega að starfsheiðri hennar sem lögmanns. Ég taldi bara túlkun hennar á gildandi rétti vera ranga. Ég hef hins vegar enga ástæðu til að ætla annað en að Helga Vala sinni lögmannsstörfum sínum af samviskusemi og gæti hagsmuna umbjóðanda síns í hvívetna eins og lögmönnum ber. Helga Vala segir að ég hafi kallað hana „svokallaðan sérfræðing" og hafi leyft mér á opinberum vettvangi að efast um þekkingu hennar í flóttamannarétti, sakamálaréttarfari og refsilögum. Ég hvorki kallaði hana „svokallaðan sérfræðing" né efaðist ég um þekkingu hennar í flóttamannarétti eða öðrum greinum lögfræðinnar. Umfjöllun mín um „svokallaða sérfræðinga" var í tengslum við dæmalausa orðræðu Marðar Árnasonar sem tók að sér í þingsal að vega að starfsheiðri verjanda mannanna og taldi nær að tilefndir yrðu sérfræðingar að sunnan til að halda uppi vörnum fyrir hælisleitendur. Ég vissi ekki að Mörður ætti við samflokksmann sinn, Helgu Völu, þegar hann talaði um sérfræðinga að sunnan. Ég hef hins vegar oft velt því fyrir mér, ótengt þessu máli, hvernig menn verða sérfræðingar, sérstaklega þegar þeir eru nýútskrifaðir úr skóla. En einhvern veginn verða sumir sérfræðingar í öllu öðru fremur um leið og þeir opna munninn í fjölmiðlum.
Hvenær vegur maður að… Þann 30. apríl sl. voru 15 og 16 ára gamlir hælisumsækjendur dæmdir í 1 mánaðar langt óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum í Leifsstöð. 19. maí 2012 06:00
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar