Hafið: Vagga lífsins og fjöregg Íslands Svandís Svavarsdóttir skrifar 12. maí 2012 06:00 Hafið er gullkista Íslendinga. Gjöfulir fiskistofnar umhverfis landið eru þeir sjóðir sem gerðu Íslendingum kleift að brjótast frá fátækt til velsældar. Þar er enn að finna verðmæti sem standa öðrum fremur undir lífskjörum okkar, þótt íslenskur efnahagur hvíli nú á fleiri stoðum en áður. Stjórnkerfi fiskveiða hefur lengi verið ein helsta þrætubók þjóðarinnar, en við megum ekki gleyma því að þrátt fyrir allt ríkir hér kannski dýpri og almennari sátt um nauðsyn sjálfbærra fiskveiða en hjá flestum öðrum þjóðum. Áhersla á stundargróða í fiskveiðum á kostnað lífríkisins er bein ógn við efnahag og samfélag Íslendinga til lengri tíma. Vonandi berum við gæfu til þess að viðhalda sáttinni um sjálfbærni í þeirri umræðu sem nú fer fram um umbætur á stjórnkerfi fiskveiða. Árangur Íslendinga á þessu sviði og augljósir hagsmunir okkar hafa valdið því að tekið er mark á Íslandi í alþjóðlegri umræðu um málefni hafsins. Íslendingar voru brautryðjendur í útfærslu landhelgi og lögsögu, sem síðar festist í sessi í alþjóðlegum hafrétti. Síðar voru íslensk stjórnvöld í fararbroddi í alþjóðlegri umræðu um mengun hafsins. Margt hefur áunnist á þessum sviðum, en málefni hafsins eru í brennidepli sem aldrei fyrr. Með vaxandi álagi á vistkerfi þurrlendisins beinast sjónir margra að auðlindum og tækifærum sem leynast í höfunum. Þau þekja 70% af jörðinni, en við þekkjum lífríki þeirra ekki til hlítar og eigum langt í land bæði með að vernda þau sem skyldi og nýta auðæfi þeirra á skynsamlegan og sjálfbæran hátt. Ofveiði er víða vandamál, ekki síst hjá mörgum þróunarríkjum sem eru illa í stakk búin að nýta fiskistofna sína á sjálfbæran hátt og samkvæmt vísindalegri þekkingu. Mengun er víða alvarleg ógn, ekki síst í innhöfum og grunnsævi undan þéttbýlum strandsvæðum. Kóralrif og önnur lífauðug vistkerfi eiga mjög undir högg að sækja vegna mengunar, loftslagsbreytinga og skemmda af völdum skaðlegra veiðiaðferða. Vaxandi sókn er í olíu á hafsbotni, sem er stundum dýru verði keypt eins og olíuslysið á Mexíkóflóa árið 2010 sýndi glöggt. Í stefnumótun um málefni hafanna er í vaxandi mæli horft til þess að samræma ólíka þætti í takt við fjölbreytta nýtingu á auðlindum sjávar og aukinn skilning á vistkerfinu. Samþætting umhverfisverndar og sjálfbærrar nýtingar er þar lykillinn að árangri. Það er rangt og skaðlegt að líta á vernd og nýtingu sem andstæður. Við okkur Íslendingum blasa fjölbreyttari not á auðlindum hafsins. Fiskeldi mun líklega fara vaxandi. Víða er hægt að nýta þang og kalkþörunga. Sjávarfallavirkjanir eru komnar á teikniborðið. Fjölbreytt og stórbrotin strandlengja Íslands er auðlind ferðaþjónustunnar ekki síður en víðerni hálendisins. Hvala- og selaskoðun skilar tekjum og styrkir byggðir. Á sama tíma skjóta nýjar ógnir upp kollinum, svo sem súrnun sjávar vegna losunar koldíoxíðs og möguleiki á stórauknum olíuflutningum nálægt Íslandsströndum. Allt þetta kallar á virka stefnumörkun Íslands í málefnum hafsins heima fyrir og öflugan málflutning á alþjóðasviðinu. Þar dugar ekki að orna sér við gamla sigra. Stundum er eins og gjá sé á milli stefnu um nýtingu auðlinda hafsins annars vegar og um umhverfis- og náttúruvernd hins vegar. Slíkt gengur einfaldlega ekki. Vernd og nýting auðlinda hafsins eru tvær hliðar á sama peningi. Ísland þarf að vera öflugur málsvari umhverfisverndar á höfunum, hvort sem litið er til mengunar, loftslagsbreytinga eða verndar verðmætra vistkerfa. Ísland á einnig að beita sér fyrir sjónarmiðum sjálfbærrar nýtingar á heimamiðum, í viðræðum um flökkustofna og í þróunaraðstoð. Höfin geta verið gullkista allra jarðarbúa, en einungis ef við gætum vel að því að skilja vistkerfi þeirra og vernda lífríkið. Ísland á að setja metnað sinn í að vera leiðandi í þeirri umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Hafið er gullkista Íslendinga. Gjöfulir fiskistofnar umhverfis landið eru þeir sjóðir sem gerðu Íslendingum kleift að brjótast frá fátækt til velsældar. Þar er enn að finna verðmæti sem standa öðrum fremur undir lífskjörum okkar, þótt íslenskur efnahagur hvíli nú á fleiri stoðum en áður. Stjórnkerfi fiskveiða hefur lengi verið ein helsta þrætubók þjóðarinnar, en við megum ekki gleyma því að þrátt fyrir allt ríkir hér kannski dýpri og almennari sátt um nauðsyn sjálfbærra fiskveiða en hjá flestum öðrum þjóðum. Áhersla á stundargróða í fiskveiðum á kostnað lífríkisins er bein ógn við efnahag og samfélag Íslendinga til lengri tíma. Vonandi berum við gæfu til þess að viðhalda sáttinni um sjálfbærni í þeirri umræðu sem nú fer fram um umbætur á stjórnkerfi fiskveiða. Árangur Íslendinga á þessu sviði og augljósir hagsmunir okkar hafa valdið því að tekið er mark á Íslandi í alþjóðlegri umræðu um málefni hafsins. Íslendingar voru brautryðjendur í útfærslu landhelgi og lögsögu, sem síðar festist í sessi í alþjóðlegum hafrétti. Síðar voru íslensk stjórnvöld í fararbroddi í alþjóðlegri umræðu um mengun hafsins. Margt hefur áunnist á þessum sviðum, en málefni hafsins eru í brennidepli sem aldrei fyrr. Með vaxandi álagi á vistkerfi þurrlendisins beinast sjónir margra að auðlindum og tækifærum sem leynast í höfunum. Þau þekja 70% af jörðinni, en við þekkjum lífríki þeirra ekki til hlítar og eigum langt í land bæði með að vernda þau sem skyldi og nýta auðæfi þeirra á skynsamlegan og sjálfbæran hátt. Ofveiði er víða vandamál, ekki síst hjá mörgum þróunarríkjum sem eru illa í stakk búin að nýta fiskistofna sína á sjálfbæran hátt og samkvæmt vísindalegri þekkingu. Mengun er víða alvarleg ógn, ekki síst í innhöfum og grunnsævi undan þéttbýlum strandsvæðum. Kóralrif og önnur lífauðug vistkerfi eiga mjög undir högg að sækja vegna mengunar, loftslagsbreytinga og skemmda af völdum skaðlegra veiðiaðferða. Vaxandi sókn er í olíu á hafsbotni, sem er stundum dýru verði keypt eins og olíuslysið á Mexíkóflóa árið 2010 sýndi glöggt. Í stefnumótun um málefni hafanna er í vaxandi mæli horft til þess að samræma ólíka þætti í takt við fjölbreytta nýtingu á auðlindum sjávar og aukinn skilning á vistkerfinu. Samþætting umhverfisverndar og sjálfbærrar nýtingar er þar lykillinn að árangri. Það er rangt og skaðlegt að líta á vernd og nýtingu sem andstæður. Við okkur Íslendingum blasa fjölbreyttari not á auðlindum hafsins. Fiskeldi mun líklega fara vaxandi. Víða er hægt að nýta þang og kalkþörunga. Sjávarfallavirkjanir eru komnar á teikniborðið. Fjölbreytt og stórbrotin strandlengja Íslands er auðlind ferðaþjónustunnar ekki síður en víðerni hálendisins. Hvala- og selaskoðun skilar tekjum og styrkir byggðir. Á sama tíma skjóta nýjar ógnir upp kollinum, svo sem súrnun sjávar vegna losunar koldíoxíðs og möguleiki á stórauknum olíuflutningum nálægt Íslandsströndum. Allt þetta kallar á virka stefnumörkun Íslands í málefnum hafsins heima fyrir og öflugan málflutning á alþjóðasviðinu. Þar dugar ekki að orna sér við gamla sigra. Stundum er eins og gjá sé á milli stefnu um nýtingu auðlinda hafsins annars vegar og um umhverfis- og náttúruvernd hins vegar. Slíkt gengur einfaldlega ekki. Vernd og nýting auðlinda hafsins eru tvær hliðar á sama peningi. Ísland þarf að vera öflugur málsvari umhverfisverndar á höfunum, hvort sem litið er til mengunar, loftslagsbreytinga eða verndar verðmætra vistkerfa. Ísland á einnig að beita sér fyrir sjónarmiðum sjálfbærrar nýtingar á heimamiðum, í viðræðum um flökkustofna og í þróunaraðstoð. Höfin geta verið gullkista allra jarðarbúa, en einungis ef við gætum vel að því að skilja vistkerfi þeirra og vernda lífríkið. Ísland á að setja metnað sinn í að vera leiðandi í þeirri umræðu.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun