Álögur á sjúklinga vegna komu- og umsýslugjalda Guðmundur Magnússon og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 5. maí 2012 06:00 Ár er liðið frá því að samningar á milli Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna runnu út þann 31. mars 2011. Í kjölfarið og vegna samningsleysis hafa sjúklingar þurft að greiða komu- og umsýslugjald fyrir þjónustu sérfræðilækna á stofum þeirra. Hér er um viðbótargjald að ræða, sem leggst við hluta sjúklings í útlögðum kostnaði. Rétt er að taka fram að ekki allir sérfræðilæknar innheimta slíkt gjald. ÖBÍ hafa borist dæmi um viðbótargjöld á bilinu 500 kr. til 3.500 kr. fyrir hverja komu. Staðan bitnar fyrst og fremst á tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum sem þurfa á þjónustu sérfræðilækna að halda. Þar er þyngst byrðin á langveikum og öldruðum, sem þurfa meira á heilbrigðisþjónustu að halda, þar með talið þjónustu sérfræðilækna, en allur almenningur í samfélaginu. Ástandið hefur í för með sér auknar álögur fyrir þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra og kemur sérstaklega illa við tekjulága aldraða, öryrkja og foreldra langveikra barna. Í rannsókn sem framkvæmd var 2006 af Rúnari Vilhjálmssyni félagsfræðingi kom fram að öryrkjar vörðu um 6% af heildartekjum heimilisins í heilbrigðismál. Sú tala hefur að öllum líkindum hækkað, en gjaldtaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu jókst umtalsvert í kjölfar bankahrunsins, sbr. könnun Hagdeildar ASÍ frá byrjun árs 2009. Einstaklingur með afsláttarkort borgar að fullu komu- og umsýslugjald. Þar sem þetta er viðbótargjald gefur það ekki rétt upp í afsláttarkort Sjúkratrygginga Íslands. Hér er því um að ræða hreint viðbótargjald sem sjúklingurinn einn ber kostnaðinn af. Sjúklingar sem reglulega leita til sérfræðilækna bera þá tugi þúsunda í viðbótargjald yfir lengra tímabil. Eitt af markmiðum laga um réttindi sjúklinga er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi. Óheimilt er að mismuna sjúklingum meðal annars á grundvelli efnahags. Þjónusta sérfræðilækna er einn nauðsynlegur þáttur í veitingu heilbrigðisþjónustu. Gjaldtaka fyrir hvers kyns heilbrigðisþjónustu á að fara eftir ákvæðum laga um sjúkratryggingar og ákvæðum sérlaga eftir því sem við á, og engu öðru. Minna má á Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af Íslands hálfu fyrir réttum 5 árum (30. mars 2007) en í 25. gr. samningsins er kveðið á um að aðildarríkin skuli „…viðurkenna að fatlað fólk hafi rétt til þess að njóta góðrar heilsu að hæsta marki sem unnt er án mismununar vegna fötlunar. […] a) sjá fötluðu fólki fyrir heilsugæslu og heilbrigðisáætlunum, sem eru ókeypis eða á viðráðanlegu verði og eins að umfangi, gæðum og á sama stigi og gildir fyrir aðra einstaklinga…". Hver er staðan í samningaviðræðum Sjúkratrygginga Íslands og samninganefndar sérfræðilækna? Eru samningaviðræður í gangi á milli samninganefndanna eða er algjör biðstaða? ÖBÍ skorar á samningsaðila að sameinast í þeirri viðleitni að semja sín á milli þannig að öllum notendum þjónustu sérfræðilækna sé tryggt aðgengi að sérfræðiþjónustu án aukinnar kostnaðarhlutdeildar sjúklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Ár er liðið frá því að samningar á milli Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna runnu út þann 31. mars 2011. Í kjölfarið og vegna samningsleysis hafa sjúklingar þurft að greiða komu- og umsýslugjald fyrir þjónustu sérfræðilækna á stofum þeirra. Hér er um viðbótargjald að ræða, sem leggst við hluta sjúklings í útlögðum kostnaði. Rétt er að taka fram að ekki allir sérfræðilæknar innheimta slíkt gjald. ÖBÍ hafa borist dæmi um viðbótargjöld á bilinu 500 kr. til 3.500 kr. fyrir hverja komu. Staðan bitnar fyrst og fremst á tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum sem þurfa á þjónustu sérfræðilækna að halda. Þar er þyngst byrðin á langveikum og öldruðum, sem þurfa meira á heilbrigðisþjónustu að halda, þar með talið þjónustu sérfræðilækna, en allur almenningur í samfélaginu. Ástandið hefur í för með sér auknar álögur fyrir þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra og kemur sérstaklega illa við tekjulága aldraða, öryrkja og foreldra langveikra barna. Í rannsókn sem framkvæmd var 2006 af Rúnari Vilhjálmssyni félagsfræðingi kom fram að öryrkjar vörðu um 6% af heildartekjum heimilisins í heilbrigðismál. Sú tala hefur að öllum líkindum hækkað, en gjaldtaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu jókst umtalsvert í kjölfar bankahrunsins, sbr. könnun Hagdeildar ASÍ frá byrjun árs 2009. Einstaklingur með afsláttarkort borgar að fullu komu- og umsýslugjald. Þar sem þetta er viðbótargjald gefur það ekki rétt upp í afsláttarkort Sjúkratrygginga Íslands. Hér er því um að ræða hreint viðbótargjald sem sjúklingurinn einn ber kostnaðinn af. Sjúklingar sem reglulega leita til sérfræðilækna bera þá tugi þúsunda í viðbótargjald yfir lengra tímabil. Eitt af markmiðum laga um réttindi sjúklinga er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi. Óheimilt er að mismuna sjúklingum meðal annars á grundvelli efnahags. Þjónusta sérfræðilækna er einn nauðsynlegur þáttur í veitingu heilbrigðisþjónustu. Gjaldtaka fyrir hvers kyns heilbrigðisþjónustu á að fara eftir ákvæðum laga um sjúkratryggingar og ákvæðum sérlaga eftir því sem við á, og engu öðru. Minna má á Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af Íslands hálfu fyrir réttum 5 árum (30. mars 2007) en í 25. gr. samningsins er kveðið á um að aðildarríkin skuli „…viðurkenna að fatlað fólk hafi rétt til þess að njóta góðrar heilsu að hæsta marki sem unnt er án mismununar vegna fötlunar. […] a) sjá fötluðu fólki fyrir heilsugæslu og heilbrigðisáætlunum, sem eru ókeypis eða á viðráðanlegu verði og eins að umfangi, gæðum og á sama stigi og gildir fyrir aðra einstaklinga…". Hver er staðan í samningaviðræðum Sjúkratrygginga Íslands og samninganefndar sérfræðilækna? Eru samningaviðræður í gangi á milli samninganefndanna eða er algjör biðstaða? ÖBÍ skorar á samningsaðila að sameinast í þeirri viðleitni að semja sín á milli þannig að öllum notendum þjónustu sérfræðilækna sé tryggt aðgengi að sérfræðiþjónustu án aukinnar kostnaðarhlutdeildar sjúklinga.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun