Tölum saman! Toshiki Toma skrifar 3. maí 2012 09:00 Um sextíu innflytjendur mættu á samkomuna „Tölum saman" sem var haldin af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Fjölmenningarráði 28. apríl síðastliðinn. Þetta var eins konar undirbúningssamkoma fyrir Fjölmenningarþing í haust, sem verður mikið stærri samkoma innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Mikið var rætt á þessari samkomu um hvers konar mál innflytjendur og borgin skyldu tala saman um. Skipulagningu kosninga til að kjósa fulltrúa innflytjenda, atvinnumál, dvalarleyfi, fordóma… ýmiss konar mál voru nefnd, þótt það væri ekki hægt að kafa djúpt í málefnin. Það sem vakti athygli mína var hins vegar hversu mjög þátttakendur voru líflegir í umræðum og hve mikið þeir höfðu að segja. Þeir voru virkilega að njóta þess að taka þátt í umræðu með öðrum. Við innflytjendur viljum ekki einungis tala um úrræði vandamála sem við mætum hérlendis, eða leita svara við spurningum. Að hitta aðra og tala saman er eftirsóknarvert í sjálfu sér og það hjálpar okkur mikið. En það gleymist oft hjá þeim sem veita innflytjendum þjónustu. Ég hef sjálfur slæma minningu um slíkt. Fyrir tíu árum talaði ég sem prestur við nýskilda konu frá Afríku. Hjónaskilnaður var (og er) oft orsök áhyggja hjá innflytjendum um hvort þeir geti dvalið hér áfram eða ekki. Því spurði ég konuna um nokkur atriði um þau mál. Konan reyndist vera í góðu lagi og ég hélt að málinu væri lokið. En það var rangt hjá mér. Konan var fyrst og fremst döpur vegna skilnaðarins og vildi þess vegna tala. Ég fagna því að borgin reyni að skapa fleiri tækifæri fyrir samtöl við okkur innflytjendur. Ég vona að fleiri sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök geri hið sama á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Um sextíu innflytjendur mættu á samkomuna „Tölum saman" sem var haldin af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Fjölmenningarráði 28. apríl síðastliðinn. Þetta var eins konar undirbúningssamkoma fyrir Fjölmenningarþing í haust, sem verður mikið stærri samkoma innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Mikið var rætt á þessari samkomu um hvers konar mál innflytjendur og borgin skyldu tala saman um. Skipulagningu kosninga til að kjósa fulltrúa innflytjenda, atvinnumál, dvalarleyfi, fordóma… ýmiss konar mál voru nefnd, þótt það væri ekki hægt að kafa djúpt í málefnin. Það sem vakti athygli mína var hins vegar hversu mjög þátttakendur voru líflegir í umræðum og hve mikið þeir höfðu að segja. Þeir voru virkilega að njóta þess að taka þátt í umræðu með öðrum. Við innflytjendur viljum ekki einungis tala um úrræði vandamála sem við mætum hérlendis, eða leita svara við spurningum. Að hitta aðra og tala saman er eftirsóknarvert í sjálfu sér og það hjálpar okkur mikið. En það gleymist oft hjá þeim sem veita innflytjendum þjónustu. Ég hef sjálfur slæma minningu um slíkt. Fyrir tíu árum talaði ég sem prestur við nýskilda konu frá Afríku. Hjónaskilnaður var (og er) oft orsök áhyggja hjá innflytjendum um hvort þeir geti dvalið hér áfram eða ekki. Því spurði ég konuna um nokkur atriði um þau mál. Konan reyndist vera í góðu lagi og ég hélt að málinu væri lokið. En það var rangt hjá mér. Konan var fyrst og fremst döpur vegna skilnaðarins og vildi þess vegna tala. Ég fagna því að borgin reyni að skapa fleiri tækifæri fyrir samtöl við okkur innflytjendur. Ég vona að fleiri sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök geri hið sama á næstunni.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun