Aukinn jöfnuður og bætt kjör Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 1. maí 2012 06:00 Einhver mesti og besti ávöxtur verkalýðsbaráttunnar frá upphafi er almannatryggingarkerfi fyrir þjóðina alla og velferðarstjórn-mál. Í þessu tvennu birtist vel hugmyndin um jöfnuð; jöfn tækifæri til menntunar og þroska óháð samfélagsstöðu, kyni eða tekjum. Á uppgangsárum nýfrjálshyggjunnar síðustu 30 árin hefur verið grafið undan hugmyndum um jöfnuð. Einstaklingsfrelsi var helsta slagorðið og því haldið á lofti að farsæld allra fælist í því að draga sem mest úr umsvifum ríkisins, þar á meðal eftirliti með því að allir færu að settum reglum. Bankar voru einkavæddir og einkavæðing innan mennta- og heilbrigðiskerfisins var sett á dagskrá. Á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí, er verðugt að hafa hugfast að frjálshyggjustefnan leiddi öðru fremur til ábyrgðarleysis og lausungar í viðskiptalífi sem á endanum kallaði yfir þjóðina einhverja mestu efnahagslegu ógæfu sem um getur. Bóluhagnaði stungu gæðingar og gráðugir menn í vasa sína en skildu almenning og almannasjóði eftir með sárt ennið. Eftir því er tekið víða um lönd hversu vel ríkisstjórn jafnaðar- og vinstrimanna á Íslandi hefur tekist að verja velferðar- og almannatryggingarkerfið í þessum efnahagslegu hamförum. Þótt eðlilega gremjist mörgum enn stórfelldar hækkanir heimilisskulda og verðlags í kjölfar bankahrunsins, er það engu að síður staðreynd að samkvæmt samræmdum mælingum Hagstofunnar er hættan á fátækt og félagslegri einangrun minnst hér á landi í allri Evrópu. Jöfnuður aukinn eftir hruniðÞað er engin tilviljun að kjaraskerðing eftir bankahrunið varð mest meðal þeirra sem ríkastir voru hér á landi en minnst meðal þeirra fátækustu. Í nýrri athugun Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands kemur fram að þessu hafi víðast verið öfugt farið, m.a. á Írlandi árin 2008 til 2009. Þar nam kjaraskerðing fátækasta tíundarhluta þjóðarinnar 26 prósentum en var aðeins um 9 prósent meðal sama tekjuhóps á Íslandi árin 2008 til 2010. Ríkasti tíundarhlutinn á Íslandi sætti aftur á móti 38 prósenta kjaraskerðingu meðan sami tekjuhópur á Írlandi hélt sínu og vel það þrátt fyrir kreppuna. Engum blandast hugur um það að þessar ólíku niðurstöður tengjast pólitískri stefnumörkun. Niðurstaða rannsóknar Þjóðmálastofnunar er ótvíræð: Skattbyrði lágtekjuhópa hefur lækkað verulega á sama tíma og tekjuhærri hópar bera hlutfallslega meiri byrðar, en tekjuskattur hefur lækkað hjá 6 af hverjum 10 í landinu. Ríkisstjórninni hefur tekist að snúa þróun jöfnuðar á Íslandi rækilega við. Eftir um tíu ára skeið vaxandi ójöfnuðar í aðdraganda hrunsins er nú svo komið, aðeins fjórum árum síðar, að tekjuskiptingin er um það bil sú sama og hún var árið 1998. Mesta kaupmáttaraukning í 13 árMeðan þessu vindur fram dregur jafnt og þétt úr atvinnuleysi. Það var liðlega 7 prósent fyrsta ársfjórðunginn og er Ísland nú í hópi OECD þjóða þar sem atvinnuleysi er hvað minnst. Störfum fjölgaði um 1.300 á fyrsta ársfjórðungi og atvinnulausum fækkaði um 1.000 miðað við sama tímabil í fyrra. Það er ánægjulegt að laun hækki á sama tíma og jöfnuður eykst eins og reyndin er. Enn ánægjulegra er að sjá í nýjum gögnum Hagstofu Íslands að kaupmáttur launa hafi hækkað um 5,3 prósent síðustu 12 mánuðina. Svo mikil hækkun hefur ekki mælst hér á landi í 13 ár. Ríkisstjórnin er mjög vel meðvituð um að enn eiga margir fullt í fangi með að ná endum saman vegna hækkunar skulda og greiðsluvanda sem loðað hefur við mörg heimili frá bankahruninu. En það er ósanngjarnt og nánast lýðskrum að halda því fram að ríkisstjórnin hafi lítið aðhafst til bjargar heimilum í vanda. Þvert á móti er til þess tekið í skýrslum og erlendum fjölmiðlum, hversu vel hefur til tekist hér á landi. Frítekjumörk lífeyristekna þrefölduðÞótt fjöldi aldraðra hafi upplifað skerðingu lífskjara í kjölfar hrunsins og margir miklar fjárhagslegar þrengingar, ekki síst vegna veikingar íslensku krónunnar og hækkunar verðlags og skulda, hafa lægstu bætur lífeyrisþega hækkað um 60 til 70 prósent frá árinu 2008. Skerðingar vegna tekna maka heyra nú sögunni til og lágmarksframfærslutrygging hefur verið innleidd fyrir alla lífeyrisþega. Tekið hefur verið á víxlverkan bóta almannatrygginga og lífeyrissjóða, en gert er ráð fyrir að frítekjumark lífeyrisþega vegna greiðslna úr almennum lífeyrissjóðum verði þrefaldað á næstu þremur árum; fari úr 120 þúsund krónum í 329 þúsund krónur. Stærri hluta þjóðarkökunnar hefur verið varið til velferðarmála en á hátindi góðærisins og framlög til almannatrygginga hafa aukist um 50 prósent á liðnum 5 árum. Þessar margþættu aðgerðir hafa skilað miklum árangri og varið kjör lífeyrisþega umtalsvert. Árið 2007 og 2008 voru um 15 prósent 65 ára og eldri undir skilgreindu lágtekjumörkum ESB, þriðjungi fleiri en meðaltalið þessi ár í öðrum hópum. En nú stendur enginn einn hópur eins vel á Íslandi hvað þetta varðar en 4,3 prósent þeirra sem eru 65 ára og eldri hafa tekjur undir lágtekjumörkum ESB. Kröftug lífskjarasókn framundanAllt bendir til að framundan séu vaxandi umsvif og verðmætasköpun í samfélaginu, með auknum hagvexti, fjölgun starfa og bættum lífskjörum alls almennings. Hagvaxtarhorfur í heiminum fara batnandi, allar helstu útflutningsgreinar þjóðarinnar eru í sókn, ekki síst ferðaþjónustan, sjávarútvegur, stóriðja og hinar skapandi greinar. Með vaxandi bjartsýni hér heima og auknu trausti erlendra aðila á framvindu efnahagsbatans á Íslandi aukast líkurnar á erlendri fjárfestingu og enn frekari uppbyggingu atvinnulífs hér á landi. Enda eru fjölmörg stór fjárfestingarverkefni í skoðun um þessar mundir – bæði hjá innlendum og erlendum fjárfestum. Það er því full ástæða til bjartsýni um að framundan sé kröftug lífskjarasókn á Íslandi. Ég sendi öllu launafólki í landinu góðar kveðjur á baráttudegi verkalýðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Einhver mesti og besti ávöxtur verkalýðsbaráttunnar frá upphafi er almannatryggingarkerfi fyrir þjóðina alla og velferðarstjórn-mál. Í þessu tvennu birtist vel hugmyndin um jöfnuð; jöfn tækifæri til menntunar og þroska óháð samfélagsstöðu, kyni eða tekjum. Á uppgangsárum nýfrjálshyggjunnar síðustu 30 árin hefur verið grafið undan hugmyndum um jöfnuð. Einstaklingsfrelsi var helsta slagorðið og því haldið á lofti að farsæld allra fælist í því að draga sem mest úr umsvifum ríkisins, þar á meðal eftirliti með því að allir færu að settum reglum. Bankar voru einkavæddir og einkavæðing innan mennta- og heilbrigðiskerfisins var sett á dagskrá. Á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí, er verðugt að hafa hugfast að frjálshyggjustefnan leiddi öðru fremur til ábyrgðarleysis og lausungar í viðskiptalífi sem á endanum kallaði yfir þjóðina einhverja mestu efnahagslegu ógæfu sem um getur. Bóluhagnaði stungu gæðingar og gráðugir menn í vasa sína en skildu almenning og almannasjóði eftir með sárt ennið. Eftir því er tekið víða um lönd hversu vel ríkisstjórn jafnaðar- og vinstrimanna á Íslandi hefur tekist að verja velferðar- og almannatryggingarkerfið í þessum efnahagslegu hamförum. Þótt eðlilega gremjist mörgum enn stórfelldar hækkanir heimilisskulda og verðlags í kjölfar bankahrunsins, er það engu að síður staðreynd að samkvæmt samræmdum mælingum Hagstofunnar er hættan á fátækt og félagslegri einangrun minnst hér á landi í allri Evrópu. Jöfnuður aukinn eftir hruniðÞað er engin tilviljun að kjaraskerðing eftir bankahrunið varð mest meðal þeirra sem ríkastir voru hér á landi en minnst meðal þeirra fátækustu. Í nýrri athugun Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands kemur fram að þessu hafi víðast verið öfugt farið, m.a. á Írlandi árin 2008 til 2009. Þar nam kjaraskerðing fátækasta tíundarhluta þjóðarinnar 26 prósentum en var aðeins um 9 prósent meðal sama tekjuhóps á Íslandi árin 2008 til 2010. Ríkasti tíundarhlutinn á Íslandi sætti aftur á móti 38 prósenta kjaraskerðingu meðan sami tekjuhópur á Írlandi hélt sínu og vel það þrátt fyrir kreppuna. Engum blandast hugur um það að þessar ólíku niðurstöður tengjast pólitískri stefnumörkun. Niðurstaða rannsóknar Þjóðmálastofnunar er ótvíræð: Skattbyrði lágtekjuhópa hefur lækkað verulega á sama tíma og tekjuhærri hópar bera hlutfallslega meiri byrðar, en tekjuskattur hefur lækkað hjá 6 af hverjum 10 í landinu. Ríkisstjórninni hefur tekist að snúa þróun jöfnuðar á Íslandi rækilega við. Eftir um tíu ára skeið vaxandi ójöfnuðar í aðdraganda hrunsins er nú svo komið, aðeins fjórum árum síðar, að tekjuskiptingin er um það bil sú sama og hún var árið 1998. Mesta kaupmáttaraukning í 13 árMeðan þessu vindur fram dregur jafnt og þétt úr atvinnuleysi. Það var liðlega 7 prósent fyrsta ársfjórðunginn og er Ísland nú í hópi OECD þjóða þar sem atvinnuleysi er hvað minnst. Störfum fjölgaði um 1.300 á fyrsta ársfjórðungi og atvinnulausum fækkaði um 1.000 miðað við sama tímabil í fyrra. Það er ánægjulegt að laun hækki á sama tíma og jöfnuður eykst eins og reyndin er. Enn ánægjulegra er að sjá í nýjum gögnum Hagstofu Íslands að kaupmáttur launa hafi hækkað um 5,3 prósent síðustu 12 mánuðina. Svo mikil hækkun hefur ekki mælst hér á landi í 13 ár. Ríkisstjórnin er mjög vel meðvituð um að enn eiga margir fullt í fangi með að ná endum saman vegna hækkunar skulda og greiðsluvanda sem loðað hefur við mörg heimili frá bankahruninu. En það er ósanngjarnt og nánast lýðskrum að halda því fram að ríkisstjórnin hafi lítið aðhafst til bjargar heimilum í vanda. Þvert á móti er til þess tekið í skýrslum og erlendum fjölmiðlum, hversu vel hefur til tekist hér á landi. Frítekjumörk lífeyristekna þrefölduðÞótt fjöldi aldraðra hafi upplifað skerðingu lífskjara í kjölfar hrunsins og margir miklar fjárhagslegar þrengingar, ekki síst vegna veikingar íslensku krónunnar og hækkunar verðlags og skulda, hafa lægstu bætur lífeyrisþega hækkað um 60 til 70 prósent frá árinu 2008. Skerðingar vegna tekna maka heyra nú sögunni til og lágmarksframfærslutrygging hefur verið innleidd fyrir alla lífeyrisþega. Tekið hefur verið á víxlverkan bóta almannatrygginga og lífeyrissjóða, en gert er ráð fyrir að frítekjumark lífeyrisþega vegna greiðslna úr almennum lífeyrissjóðum verði þrefaldað á næstu þremur árum; fari úr 120 þúsund krónum í 329 þúsund krónur. Stærri hluta þjóðarkökunnar hefur verið varið til velferðarmála en á hátindi góðærisins og framlög til almannatrygginga hafa aukist um 50 prósent á liðnum 5 árum. Þessar margþættu aðgerðir hafa skilað miklum árangri og varið kjör lífeyrisþega umtalsvert. Árið 2007 og 2008 voru um 15 prósent 65 ára og eldri undir skilgreindu lágtekjumörkum ESB, þriðjungi fleiri en meðaltalið þessi ár í öðrum hópum. En nú stendur enginn einn hópur eins vel á Íslandi hvað þetta varðar en 4,3 prósent þeirra sem eru 65 ára og eldri hafa tekjur undir lágtekjumörkum ESB. Kröftug lífskjarasókn framundanAllt bendir til að framundan séu vaxandi umsvif og verðmætasköpun í samfélaginu, með auknum hagvexti, fjölgun starfa og bættum lífskjörum alls almennings. Hagvaxtarhorfur í heiminum fara batnandi, allar helstu útflutningsgreinar þjóðarinnar eru í sókn, ekki síst ferðaþjónustan, sjávarútvegur, stóriðja og hinar skapandi greinar. Með vaxandi bjartsýni hér heima og auknu trausti erlendra aðila á framvindu efnahagsbatans á Íslandi aukast líkurnar á erlendri fjárfestingu og enn frekari uppbyggingu atvinnulífs hér á landi. Enda eru fjölmörg stór fjárfestingarverkefni í skoðun um þessar mundir – bæði hjá innlendum og erlendum fjárfestum. Það er því full ástæða til bjartsýni um að framundan sé kröftug lífskjarasókn á Íslandi. Ég sendi öllu launafólki í landinu góðar kveðjur á baráttudegi verkalýðsins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun