Hvernig nota stjórnvöld skipulag höfuðborgarsvæðisins til að koma markmiðum í framkvæmd? Arna Mathiesen skrifar 26. apríl 2012 06:00 Íslendingar sáu ekki ástæðu til að leita ráðgjafar hjá arkitektum eða skipulagsráðgjöfum við vinnslu sinnar skýrslu, enda er þar ekkert minnst á borgina eða skipulag hennar. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að réttarhöld varðandi spillingu í borgarskipulagi og byggingastarfsemi hafa öðru fremur markað uppgjör Íra eftir hrunið. Bein tengsl nýbyggðs umhverfis á höfuðborgarsvæðinu og skorts (lykilhugtak í hagfræði) urðu þó deginum ljósari með íslenskum skýrslum sem gerðar voru heyrinkunnar nú um páskaleytið: „Staða íslenskra heimila í aðdraganda og kjölfar hrunsins", skýrsla frá Seðlabankanum, sýnir að greiðsluvandi heimila hefur verið mestur þar sem nýbyggingar voru miklar í uppsveiflunni, í útkanti höfuðborgarinnar og í nágrannasveitarfélögunum. Hlutfall heimila á svæðinu sem ekki geta selt húsnæði eða samið um endurskipulagningu skulda (neikvætt eigin fé í húsnæði samhliða greiðsluörðugleikum) stækkar því lengra sem frá miðborginni dregur. „Veðjað á Vöxt", skýrsla frá Háskólanum í Reykjavík, lætur að því liggja að fagfólk sem undirritaði skipulög (lagarammar fyrir notkun einstakra svæða) hafi vitandi vits notað mjög óraunhæfar spár til að sýna fram á ríkulegt lóðaframboð í samkeppni við nágrannasveitarfélögin um íbúa vegna þrýstings frá stjórnmálamönnum og byggingariðnaði og því lagt fram skipulög sem enn eru í fullu gildi en ekki er eða var þörf fyrir. Afleiðingin er ofgnótt húsnæðis sem stendur tómt. Staðsetning nýbyggðs íbúðarhúsnæðis í borgarmyndinni, dreift yfir vítt og breitt svæði innan sama tímabils, og sú staðreynd að hætt var við í miðjum klíðum, leiddi til hörguls á nálægri þjónustu. Skortur á almenningssamgöngum eykst í takti við fjarlægðina frá miðborginni. Hraðbrautir með tíu mislægum gatnamótum, sem lagðar voru heim í hverfin í boði ríkisins eru æ gagnslausari vegna hækkandi bensínverðs. Ekkert skyldi til sparað til að byggja draumahúsin með ríkulegri notkun á auðlindum, ekki alltaf endurnýjanlegum, og oft fluttum um langan veg með ærinni orkuneyslu. Íbúðir (einbýli) eru oft af þeirri stærðargráðu að hægt væri að koma þar inn fjölbýli. Verktakar slökuðu á vinnulagi til að flýta húsbyggingum til að geta grætt meir, með þeim afleiðingum að gallar og skemmdir urðu algengir. Uppdiktaðar horfur um húsnæðisskort í framtíðinni voru notaðar til að réttlæta og lögbjóða umhverfi sem olli raunverulegum skorti fyrir ríki, sveitarfélög og einstaklinga. Skipulag borga og hönnun bygginganna er stjórntæki til að koma í framkvæmd hugmyndum um samfélagið. Auðlindir jarðar eru af skornum skammti og mannkyni fjölgar ört. Aðkallandi viðfangsefni hönnunar eru því vangaveltur um hverju úr er að moða áður en nýrri sýn er kastað fram, ákvarðanir eru teknar og nýtt er búið til. Í borg er þetta bæði hið byggða umhverfi sem fyrir er, landkostir og samband þessa tveggja. Á Reykjavíkursvæðinu gildir þetta því líka um það sem var byggt upp dýrum dómum fyrir hrunið, þótt við fyrstu sýn stingi það svo óþægilega í augu að freistandi væri að stinga hausnum í sandinn eða halda sig í miðbænum. Í þessu skyni væri nytsamlegt að reyna að svara spurningum af þessum toga: ● Hvað er hægt að gera til að stuðla að skjóli og notalegra og meira aðlaðandi umhverfi uppi á hálfbyggðum holtum túndrunnar? ● Hvað gæti fengið fólk, sem sér ekki sjálft möguleika úti í úthverfunum, til að vilja vera þar og sýsla við uppbyggilega iðju? ● Hvað er hægt að gera við byggingarnar sem standa tómar, sumar hálfkláraðar og liggjandi undir skemmdum? ● Hvernig er hægt að gera 400 m² einbýlishús sem maður hefur ekki efni á arðbært? ● Hvaða auðlindir eru í umhverfinu (vannýtt húsnæði, gróðurmold, vatn, bílar, íslenskir hestar, húsnæði, fólk með hugmyndir, fiskur í sjór og vötnum, brautryðjendur, vannýtt byggingarefni, vandaðir iðnaðarmenn, tilbúnir innviðir o.s.frv.) sem væri hægt að nýta til að efla græna hagkerfið? ● Hvernig stendur á að nýju hverfin líta meira eða minna eins út þótt vistkerfin umhverfis þau séu gjörólík (hraun, frjósamir akrar, vötn, sjór) og hvernig er hægt að móta hverfin og innihald þeirra áfram þannig að þau komi til móts við og nýti betur náttúrulegt umhverfi sitt? ● Hvers konar atvinnutækifæri sem tengjast vistkerfinu gefast á staðnum og gera fólk óháðara einkabílnum? ● Hvaða nútímatækni væri hægt að nota til að hagkvæmni og hugvit geri hið byggða umhverfi sem best úr garði í þágu íbúa og afkomenda? ● Hvernig væri hægt að umbreyta þeirri byggð sem fyrir er? (Bandaríkjamenn eru búnir að vera mjög uppteknir af þessu síðasta áratuginn). ● Hvað geta yfirvöld gert til að gera það auðveldara fyrir íbúana sjálfa að hrinda í framkvæmd góðum hugmyndum sem eru ekki í skipulaginu núna? ● Hvað geta yfirvöld gert til að koma í veg fyrir að gerð skipulags og annarrar fagvinnu við hið byggða umhverfi spillist frekar? ● Hvað geta yfirvöld gert til að auðvelda hönnuðum að taka þátt í uppbyggingarstarfi fyrir jaðarbyggðir? ● Gætu landkostir svæðisins nýst til bæta úr skorti annars staðar í veröldinni, íbúum borgarinnar til hagsældar (vatni, þörf fyrir andrými, íslenskir hestar í óspilltri náttúru, nálægð við alþjóðlegan flugvöll…)? Og svo framvegis. Glíman við þessar spurningar gæti framkallað nýjar framtíðarsýnir. Skyldi sú vinna vera hafin?Hvað sem því líður létu stjórnmálamenn sig ekki vanta í útvarpssal í kjölfar fyrrnefndra skýrslna: „Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu fá eitt tækifæri til að ná sameiginlega utan um skipulagsmál og sameiginleg verkefni og það er núna. Annars verður að fara í stórfellda sameiningu þeirra," sagði formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, Dagur Eggertson, sem beindi sjónum frá kjarna málsins – úthverfum – og talaði um undirbúning nýs íbúðarhúsnæðis miðsvæðis í borginni. Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, hélt sér betur við efnið og sagði að áframhaldandi íbúðabyggðir í útjaðri Kópavogs væru svo eftirsóttar að það kæmi ekki til greina að hætta þar sem frá væri horfið. Áætlunin í Kópavogi var byggð á framtíðarspá um fólksfjölgun samkvæmt bæjarstjóranum, en ekki var annað að skilja á Degi en að áætlanir borgarinnar ættu að taka við fólki sem ekki vildi búa annars staðar! Tækifærið notuðu þeir að minnsta kosti ekki til að sýna samstöðu um heildarskipulag Stór-Reykjavíkursvæðisins, heldur þvert á móti til að sýna ólíkar hugmyndir um þróun borgarinnar (og auglýsa nýjar lóðir?) án þess þó að það hafi virkað sem hluti af neinni samræmdri stefnu. Brennandi spurning eftir viðtalið er hvað ríkið telur sig lengi hafa ráð á að fresta sameiningu sveitarfélaganna í skipulagsmálum? Efalaust myndu t.d. byggingariðnaðurinn og fasteignasalarnir sjá sér hag í hugmyndum stjórnmálamannanna að nýrri áframhaldandi byggð í Kópavogi, og miðlæg byggð í Reykjavík með jákvæðri ímynd gamalgróins nágrennis og þjónustu væri hreinasti draumur. En gæti verið að hagur þeirra yrði á annarra kostnað? Hví eru þessar hugmyndir þær bestu fyrir sjálfa borgina og fólkið í henni úr því sem komið er? Skipulagið sem fyrir liggur í Reykjavík mun að vísu að einhverju leyti geta komið í veg fyrir samgönguvandamál hjá nýjum íbúum sem munu búa miðsvæðis, og núverandi og komandi íbúar útjaðars Kópavogs ættu að geta notið meiri og fjölbreyttari þjónustu því fleiri sem þeir verða á afmörkuðu svæði. En slík áform eru ekki viðbrögð við raunverulegum og aðkallandi skorti. Raunar er fyrirséð að bæði skipulögin munu beinlínis geta valdið skorti nái þau fram að ganga. Miðborgin er óneitanlega mikilvæg fyrirmynd fyrir aðra hluta borgarinnar með sinni blönduðu byggð og afmörkuðum opinberum rýmum sem styðja við samkomur borgaranna. Að snúa baki við úthverfunum er að glata gullnu tækifæri. Auk þess hefur það í för með sér niðurbrjótandi tilfinningu margra um að hafa orðið undir í lífinu án þess að geta rönd við reist. Fyrirheit um meiri íbúðabyggð í tengslum við miðborgina ógnar gamalgrónum rýmum, gömlum byggingum og grænum svæðum inni í borginni. Rétt eins og áformin í Kópavogi ógna frekar auðlindum eins og vatnsbólum, ræktarlandi til matarframleiðslu og öðrum grænum svæðum. Meiri lán verða tekin og meiri neysla verður á byggingarefnum sem flytja þarf um langan veg. Að óþörfu. Skipulögin sem eru í pípunum, líkt og gildandi skipulög frá fyrsta áratug aldarinnar, sýna, að þeir sem stjórna virðast hafa hafa takmarkaða trú á mætti skipulags til að koma í veg fyrir skort borgaranna. Hvað ef gildandi skipulög um íbúðasvæði væru felld úr gildi áður en bygging nýs íbúðarhúsnæðis verður aftur leyft á Reykjavíkursvæðinu? Nú er þörf og ráðrúm (enginn skortur á íbúðarhúsnæði sem þarf að bregðast við) til að hugsa málið upp á nýtt með nýja framtíðarsýn frá skipulagi auðnarinnar til gósenlands á mörkum borgar og náttúru. Arna Mathiesen, arkítekt, Ósló 15. 4. 2012 Höfundur vinnur að rannsóknarverkefni: Hörgull og sköpun í hinu byggða umhverfi SCIBE. Byggt umhverfi á Reykjavíkursvæðinu fyrir og eftir hrun er eitt viðfang rannsóknarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Íslendingar sáu ekki ástæðu til að leita ráðgjafar hjá arkitektum eða skipulagsráðgjöfum við vinnslu sinnar skýrslu, enda er þar ekkert minnst á borgina eða skipulag hennar. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að réttarhöld varðandi spillingu í borgarskipulagi og byggingastarfsemi hafa öðru fremur markað uppgjör Íra eftir hrunið. Bein tengsl nýbyggðs umhverfis á höfuðborgarsvæðinu og skorts (lykilhugtak í hagfræði) urðu þó deginum ljósari með íslenskum skýrslum sem gerðar voru heyrinkunnar nú um páskaleytið: „Staða íslenskra heimila í aðdraganda og kjölfar hrunsins", skýrsla frá Seðlabankanum, sýnir að greiðsluvandi heimila hefur verið mestur þar sem nýbyggingar voru miklar í uppsveiflunni, í útkanti höfuðborgarinnar og í nágrannasveitarfélögunum. Hlutfall heimila á svæðinu sem ekki geta selt húsnæði eða samið um endurskipulagningu skulda (neikvætt eigin fé í húsnæði samhliða greiðsluörðugleikum) stækkar því lengra sem frá miðborginni dregur. „Veðjað á Vöxt", skýrsla frá Háskólanum í Reykjavík, lætur að því liggja að fagfólk sem undirritaði skipulög (lagarammar fyrir notkun einstakra svæða) hafi vitandi vits notað mjög óraunhæfar spár til að sýna fram á ríkulegt lóðaframboð í samkeppni við nágrannasveitarfélögin um íbúa vegna þrýstings frá stjórnmálamönnum og byggingariðnaði og því lagt fram skipulög sem enn eru í fullu gildi en ekki er eða var þörf fyrir. Afleiðingin er ofgnótt húsnæðis sem stendur tómt. Staðsetning nýbyggðs íbúðarhúsnæðis í borgarmyndinni, dreift yfir vítt og breitt svæði innan sama tímabils, og sú staðreynd að hætt var við í miðjum klíðum, leiddi til hörguls á nálægri þjónustu. Skortur á almenningssamgöngum eykst í takti við fjarlægðina frá miðborginni. Hraðbrautir með tíu mislægum gatnamótum, sem lagðar voru heim í hverfin í boði ríkisins eru æ gagnslausari vegna hækkandi bensínverðs. Ekkert skyldi til sparað til að byggja draumahúsin með ríkulegri notkun á auðlindum, ekki alltaf endurnýjanlegum, og oft fluttum um langan veg með ærinni orkuneyslu. Íbúðir (einbýli) eru oft af þeirri stærðargráðu að hægt væri að koma þar inn fjölbýli. Verktakar slökuðu á vinnulagi til að flýta húsbyggingum til að geta grætt meir, með þeim afleiðingum að gallar og skemmdir urðu algengir. Uppdiktaðar horfur um húsnæðisskort í framtíðinni voru notaðar til að réttlæta og lögbjóða umhverfi sem olli raunverulegum skorti fyrir ríki, sveitarfélög og einstaklinga. Skipulag borga og hönnun bygginganna er stjórntæki til að koma í framkvæmd hugmyndum um samfélagið. Auðlindir jarðar eru af skornum skammti og mannkyni fjölgar ört. Aðkallandi viðfangsefni hönnunar eru því vangaveltur um hverju úr er að moða áður en nýrri sýn er kastað fram, ákvarðanir eru teknar og nýtt er búið til. Í borg er þetta bæði hið byggða umhverfi sem fyrir er, landkostir og samband þessa tveggja. Á Reykjavíkursvæðinu gildir þetta því líka um það sem var byggt upp dýrum dómum fyrir hrunið, þótt við fyrstu sýn stingi það svo óþægilega í augu að freistandi væri að stinga hausnum í sandinn eða halda sig í miðbænum. Í þessu skyni væri nytsamlegt að reyna að svara spurningum af þessum toga: ● Hvað er hægt að gera til að stuðla að skjóli og notalegra og meira aðlaðandi umhverfi uppi á hálfbyggðum holtum túndrunnar? ● Hvað gæti fengið fólk, sem sér ekki sjálft möguleika úti í úthverfunum, til að vilja vera þar og sýsla við uppbyggilega iðju? ● Hvað er hægt að gera við byggingarnar sem standa tómar, sumar hálfkláraðar og liggjandi undir skemmdum? ● Hvernig er hægt að gera 400 m² einbýlishús sem maður hefur ekki efni á arðbært? ● Hvaða auðlindir eru í umhverfinu (vannýtt húsnæði, gróðurmold, vatn, bílar, íslenskir hestar, húsnæði, fólk með hugmyndir, fiskur í sjór og vötnum, brautryðjendur, vannýtt byggingarefni, vandaðir iðnaðarmenn, tilbúnir innviðir o.s.frv.) sem væri hægt að nýta til að efla græna hagkerfið? ● Hvernig stendur á að nýju hverfin líta meira eða minna eins út þótt vistkerfin umhverfis þau séu gjörólík (hraun, frjósamir akrar, vötn, sjór) og hvernig er hægt að móta hverfin og innihald þeirra áfram þannig að þau komi til móts við og nýti betur náttúrulegt umhverfi sitt? ● Hvers konar atvinnutækifæri sem tengjast vistkerfinu gefast á staðnum og gera fólk óháðara einkabílnum? ● Hvaða nútímatækni væri hægt að nota til að hagkvæmni og hugvit geri hið byggða umhverfi sem best úr garði í þágu íbúa og afkomenda? ● Hvernig væri hægt að umbreyta þeirri byggð sem fyrir er? (Bandaríkjamenn eru búnir að vera mjög uppteknir af þessu síðasta áratuginn). ● Hvað geta yfirvöld gert til að gera það auðveldara fyrir íbúana sjálfa að hrinda í framkvæmd góðum hugmyndum sem eru ekki í skipulaginu núna? ● Hvað geta yfirvöld gert til að koma í veg fyrir að gerð skipulags og annarrar fagvinnu við hið byggða umhverfi spillist frekar? ● Hvað geta yfirvöld gert til að auðvelda hönnuðum að taka þátt í uppbyggingarstarfi fyrir jaðarbyggðir? ● Gætu landkostir svæðisins nýst til bæta úr skorti annars staðar í veröldinni, íbúum borgarinnar til hagsældar (vatni, þörf fyrir andrými, íslenskir hestar í óspilltri náttúru, nálægð við alþjóðlegan flugvöll…)? Og svo framvegis. Glíman við þessar spurningar gæti framkallað nýjar framtíðarsýnir. Skyldi sú vinna vera hafin?Hvað sem því líður létu stjórnmálamenn sig ekki vanta í útvarpssal í kjölfar fyrrnefndra skýrslna: „Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu fá eitt tækifæri til að ná sameiginlega utan um skipulagsmál og sameiginleg verkefni og það er núna. Annars verður að fara í stórfellda sameiningu þeirra," sagði formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, Dagur Eggertson, sem beindi sjónum frá kjarna málsins – úthverfum – og talaði um undirbúning nýs íbúðarhúsnæðis miðsvæðis í borginni. Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, hélt sér betur við efnið og sagði að áframhaldandi íbúðabyggðir í útjaðri Kópavogs væru svo eftirsóttar að það kæmi ekki til greina að hætta þar sem frá væri horfið. Áætlunin í Kópavogi var byggð á framtíðarspá um fólksfjölgun samkvæmt bæjarstjóranum, en ekki var annað að skilja á Degi en að áætlanir borgarinnar ættu að taka við fólki sem ekki vildi búa annars staðar! Tækifærið notuðu þeir að minnsta kosti ekki til að sýna samstöðu um heildarskipulag Stór-Reykjavíkursvæðisins, heldur þvert á móti til að sýna ólíkar hugmyndir um þróun borgarinnar (og auglýsa nýjar lóðir?) án þess þó að það hafi virkað sem hluti af neinni samræmdri stefnu. Brennandi spurning eftir viðtalið er hvað ríkið telur sig lengi hafa ráð á að fresta sameiningu sveitarfélaganna í skipulagsmálum? Efalaust myndu t.d. byggingariðnaðurinn og fasteignasalarnir sjá sér hag í hugmyndum stjórnmálamannanna að nýrri áframhaldandi byggð í Kópavogi, og miðlæg byggð í Reykjavík með jákvæðri ímynd gamalgróins nágrennis og þjónustu væri hreinasti draumur. En gæti verið að hagur þeirra yrði á annarra kostnað? Hví eru þessar hugmyndir þær bestu fyrir sjálfa borgina og fólkið í henni úr því sem komið er? Skipulagið sem fyrir liggur í Reykjavík mun að vísu að einhverju leyti geta komið í veg fyrir samgönguvandamál hjá nýjum íbúum sem munu búa miðsvæðis, og núverandi og komandi íbúar útjaðars Kópavogs ættu að geta notið meiri og fjölbreyttari þjónustu því fleiri sem þeir verða á afmörkuðu svæði. En slík áform eru ekki viðbrögð við raunverulegum og aðkallandi skorti. Raunar er fyrirséð að bæði skipulögin munu beinlínis geta valdið skorti nái þau fram að ganga. Miðborgin er óneitanlega mikilvæg fyrirmynd fyrir aðra hluta borgarinnar með sinni blönduðu byggð og afmörkuðum opinberum rýmum sem styðja við samkomur borgaranna. Að snúa baki við úthverfunum er að glata gullnu tækifæri. Auk þess hefur það í för með sér niðurbrjótandi tilfinningu margra um að hafa orðið undir í lífinu án þess að geta rönd við reist. Fyrirheit um meiri íbúðabyggð í tengslum við miðborgina ógnar gamalgrónum rýmum, gömlum byggingum og grænum svæðum inni í borginni. Rétt eins og áformin í Kópavogi ógna frekar auðlindum eins og vatnsbólum, ræktarlandi til matarframleiðslu og öðrum grænum svæðum. Meiri lán verða tekin og meiri neysla verður á byggingarefnum sem flytja þarf um langan veg. Að óþörfu. Skipulögin sem eru í pípunum, líkt og gildandi skipulög frá fyrsta áratug aldarinnar, sýna, að þeir sem stjórna virðast hafa hafa takmarkaða trú á mætti skipulags til að koma í veg fyrir skort borgaranna. Hvað ef gildandi skipulög um íbúðasvæði væru felld úr gildi áður en bygging nýs íbúðarhúsnæðis verður aftur leyft á Reykjavíkursvæðinu? Nú er þörf og ráðrúm (enginn skortur á íbúðarhúsnæði sem þarf að bregðast við) til að hugsa málið upp á nýtt með nýja framtíðarsýn frá skipulagi auðnarinnar til gósenlands á mörkum borgar og náttúru. Arna Mathiesen, arkítekt, Ósló 15. 4. 2012 Höfundur vinnur að rannsóknarverkefni: Hörgull og sköpun í hinu byggða umhverfi SCIBE. Byggt umhverfi á Reykjavíkursvæðinu fyrir og eftir hrun er eitt viðfang rannsóknarinnar.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar